Ekkert verður af komu Terfel á Listahátíð Bjarki Ármannsson skrifar 13. apríl 2015 18:28 Terfel þurfti að hætta við tónleika í Eldborg í fyrra eftir nokkur lög. Vísir/Getty Velski bass-barítónsöngvarinn Bryn Terfel mun ekki koma fram á Listahátíð í Reykjavík í sumar. Hætta þurfti við tónleika söngvarans í Eldborg í Hörpu í maí í fyrra eftir aðeins nokkur lög þegar röddin brást honum en til stóð að hann kæmi aftur til landsins síðar. Eftir að hætt var við tónleikana stóð fyrst til að Terfel, sem kom fram á Listahátíð árið 2007 í Háskólabíói, sneri aftur í júlí sama ár en það gekk ekki eftir. Í stað þess var stefnt að því að fá Terfel á Listahátíð í júní nú í ár en í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar segir að ekki hafi náðst ásættanlegt samkomulag um endurkomu Terfel. „Á síðustu vikunum fyrir kynningu dagskrárinnar í ár, varð ljóst að of mikið bæri í milli í samningaviðræðum Listahátíðar og umboðsaðila Terfel til að samningar næðust. Því miður varð það því niðurstaðan að endurkoma söngvarans yrði ekki á vettvangi Listahátíðar í ár, þó að það hafi verið vilji allra sem að málinu standa,“ segir Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í tilkynningu. „Vonandi verður það síðar þó að ekki verði af því í ár.” Allir þeir sem keyptu miða á tónleika Terfel í fyrra, og ekki hafa þegar fengið endurgreitt, munu getað fengið miða sína endurgreidda frá og með þriðjudeginum 14. apríl. Endurgreiðslan fer fram í gegnum miðasölu Hörpu. Listahátíð í Reykjavík Menning Tengdar fréttir Terfel mætir aftur í sumar Velski bass-barítóninn Bryn Terfel mun snúa aftur til landsins og halda aðra tónleika, en honum tókst ekki að ljúka einsöngstónleikum sínum á Listahátíð í kvöld. 24. maí 2014 22:24 Tónleikar Bryn Terfel frestast fram á næsta ár Tónleikar stórsöngvarans færast til Listahátíðar í Reykjavík 2015. 3. júlí 2014 11:00 Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Velski bass-barítónsöngvarinn Bryn Terfel mun ekki koma fram á Listahátíð í Reykjavík í sumar. Hætta þurfti við tónleika söngvarans í Eldborg í Hörpu í maí í fyrra eftir aðeins nokkur lög þegar röddin brást honum en til stóð að hann kæmi aftur til landsins síðar. Eftir að hætt var við tónleikana stóð fyrst til að Terfel, sem kom fram á Listahátíð árið 2007 í Háskólabíói, sneri aftur í júlí sama ár en það gekk ekki eftir. Í stað þess var stefnt að því að fá Terfel á Listahátíð í júní nú í ár en í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar segir að ekki hafi náðst ásættanlegt samkomulag um endurkomu Terfel. „Á síðustu vikunum fyrir kynningu dagskrárinnar í ár, varð ljóst að of mikið bæri í milli í samningaviðræðum Listahátíðar og umboðsaðila Terfel til að samningar næðust. Því miður varð það því niðurstaðan að endurkoma söngvarans yrði ekki á vettvangi Listahátíðar í ár, þó að það hafi verið vilji allra sem að málinu standa,“ segir Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í tilkynningu. „Vonandi verður það síðar þó að ekki verði af því í ár.” Allir þeir sem keyptu miða á tónleika Terfel í fyrra, og ekki hafa þegar fengið endurgreitt, munu getað fengið miða sína endurgreidda frá og með þriðjudeginum 14. apríl. Endurgreiðslan fer fram í gegnum miðasölu Hörpu.
Listahátíð í Reykjavík Menning Tengdar fréttir Terfel mætir aftur í sumar Velski bass-barítóninn Bryn Terfel mun snúa aftur til landsins og halda aðra tónleika, en honum tókst ekki að ljúka einsöngstónleikum sínum á Listahátíð í kvöld. 24. maí 2014 22:24 Tónleikar Bryn Terfel frestast fram á næsta ár Tónleikar stórsöngvarans færast til Listahátíðar í Reykjavík 2015. 3. júlí 2014 11:00 Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Terfel mætir aftur í sumar Velski bass-barítóninn Bryn Terfel mun snúa aftur til landsins og halda aðra tónleika, en honum tókst ekki að ljúka einsöngstónleikum sínum á Listahátíð í kvöld. 24. maí 2014 22:24
Tónleikar Bryn Terfel frestast fram á næsta ár Tónleikar stórsöngvarans færast til Listahátíðar í Reykjavík 2015. 3. júlí 2014 11:00