Hinseginfræðsla í Hafnarfirði Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2015 20:42 Nemendum skólanna boðið að fá viðtal hjá ráðgjöfum Samtakanna 78 nemendunum að kostnaðarlausu. Vísir/Daníel/Stefán Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í dag að efla hinseginfræðslu í grunnskólum bæjarins. Samkvæmt tillögunni sem samþykkt var munu starfsmenn grunnskóla Hafnarfjarðar fá fræðslu frá fulltrúum Samtakanna 78. Þá verður öllum nemendum skólanna boðið að fá viðtal hjá ráðgjöfum Samtakanna 78 nemendunum að kostnaðarlausu. Sveitarfélagið mun hefja samstarf við Samtökin 78 um þróun námsefnis fyrir alla bekki grunnskóla. Samkvæmt tilkynningu var tillagan lögð fram af Evu Lín Vilhjálmsdóttur, varabæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, að frumkvæði Bersans - Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Því verður Hafnarfjörður fyrsta bæjarfélagið á Íslandi sem mun bjóða nemendum grunnskóla upp á hinseginfræðslu. „Við erum í skýjunum," segir Óskar Steinn Ómarsson, formaður Bersans - Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði í tilkynningunni. Félagið átti frumkvæðið að tillögunni. „Við erum virkilega stolt af okkar fulltrúum og ánægð með þann hljómgrunn sem tillagan fékk í bæjarstjórn. Nú er næsta mál á dagskrá að tryggja fjármagn og eftirfylgni.“Tillagan í heild: Fulltrúar Samfylkingarinnar gera það að tillögu sinni að farið verði í átak í eflingu hinseginfræðslu og -ráðgjafar í grunnskólum Hafnarfjarðar. Hafnarfjarðarbær leitist við að gera samstarfssamning við Samtökin ‘78 um þróun námsefnis fyrir öll stig grunnskóla, frá 1. til 10. bekkjar og sérfræðingar Samtakanna haldi námskeið fyrir alla starfsmenn grunnskóla Hafnarfjarðar. Nemendum í unglingadeildum grunnskóla verði sömuleiðis gert kleift að sækja einstaklingsráðgjöf hjá sérfræðingum Samtakanna án endurgjalds.Greinargerð tillögunnar: Á unglingsárunum verða mikil umskipti í lífi einstaklinga. Unglingsárin geta reynst erfiður tími fyrir þá sem falla ekki inn í norm samfélagsins. Margir upplifa að þeir falli ekki inn í hópinn vegna kynhneigðar eða kynvitundar. Þessir einstaklingar eiga í meiri hættu en aðrir að einangrast félagslega og verða fyrir aðkasti. Hinsegin ungmenni upplifa oftar vanlíðan og eru líklegri til að reyna sjálfsvíg. Rannsókn framkvæmd í Noregi leiddi í ljós að hlutfall hinsegin ungmenna sem hafa reynt sjálfsvíg er þrisvar til fjórum sinnum hærra en hlutfall annarra ungmenna. Lokaverkefni Örnu Arinbjarnardóttur til BA-gráðu í félagsráðgjöf fjallar um sam- og tvíkynhneigða unglinga í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi. Ritgerðin leiðir í ljós að gagnkynhneigðarhyggja og gagnkynhneigð viðmið eru ómeðvitað innbyggð í menningu skólanna. Hinsegin ungmenni upplifa skort á upplýsingum, umræðu og fyrirmyndum og eiga í erfiðleikum með að þróa jákvæða sjálfsmynd. Ritgerðin sýnir einnig fram á að þrátt fyrir bætta réttarstöðu hér á landi meta hinsegin unglingar lífsánægju sína mun síðri en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra. Fræðsla og upplýst umræða getur skipt sköpum í lífi hinsegin ungmenna. Fræðslan getur gert þeim auðveldara að takast á við þær tilfinningar sem tengjast kynhneigð sinni og kynvitund. Auk þess getur hinseginfræðsla verið mikilvægur liður í að útrýma fordómum og uppræta hatursfulla orðræðu gegn hinsegin einstaklingum. Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Sjá meira
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í dag að efla hinseginfræðslu í grunnskólum bæjarins. Samkvæmt tillögunni sem samþykkt var munu starfsmenn grunnskóla Hafnarfjarðar fá fræðslu frá fulltrúum Samtakanna 78. Þá verður öllum nemendum skólanna boðið að fá viðtal hjá ráðgjöfum Samtakanna 78 nemendunum að kostnaðarlausu. Sveitarfélagið mun hefja samstarf við Samtökin 78 um þróun námsefnis fyrir alla bekki grunnskóla. Samkvæmt tilkynningu var tillagan lögð fram af Evu Lín Vilhjálmsdóttur, varabæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, að frumkvæði Bersans - Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Því verður Hafnarfjörður fyrsta bæjarfélagið á Íslandi sem mun bjóða nemendum grunnskóla upp á hinseginfræðslu. „Við erum í skýjunum," segir Óskar Steinn Ómarsson, formaður Bersans - Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði í tilkynningunni. Félagið átti frumkvæðið að tillögunni. „Við erum virkilega stolt af okkar fulltrúum og ánægð með þann hljómgrunn sem tillagan fékk í bæjarstjórn. Nú er næsta mál á dagskrá að tryggja fjármagn og eftirfylgni.“Tillagan í heild: Fulltrúar Samfylkingarinnar gera það að tillögu sinni að farið verði í átak í eflingu hinseginfræðslu og -ráðgjafar í grunnskólum Hafnarfjarðar. Hafnarfjarðarbær leitist við að gera samstarfssamning við Samtökin ‘78 um þróun námsefnis fyrir öll stig grunnskóla, frá 1. til 10. bekkjar og sérfræðingar Samtakanna haldi námskeið fyrir alla starfsmenn grunnskóla Hafnarfjarðar. Nemendum í unglingadeildum grunnskóla verði sömuleiðis gert kleift að sækja einstaklingsráðgjöf hjá sérfræðingum Samtakanna án endurgjalds.Greinargerð tillögunnar: Á unglingsárunum verða mikil umskipti í lífi einstaklinga. Unglingsárin geta reynst erfiður tími fyrir þá sem falla ekki inn í norm samfélagsins. Margir upplifa að þeir falli ekki inn í hópinn vegna kynhneigðar eða kynvitundar. Þessir einstaklingar eiga í meiri hættu en aðrir að einangrast félagslega og verða fyrir aðkasti. Hinsegin ungmenni upplifa oftar vanlíðan og eru líklegri til að reyna sjálfsvíg. Rannsókn framkvæmd í Noregi leiddi í ljós að hlutfall hinsegin ungmenna sem hafa reynt sjálfsvíg er þrisvar til fjórum sinnum hærra en hlutfall annarra ungmenna. Lokaverkefni Örnu Arinbjarnardóttur til BA-gráðu í félagsráðgjöf fjallar um sam- og tvíkynhneigða unglinga í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi. Ritgerðin leiðir í ljós að gagnkynhneigðarhyggja og gagnkynhneigð viðmið eru ómeðvitað innbyggð í menningu skólanna. Hinsegin ungmenni upplifa skort á upplýsingum, umræðu og fyrirmyndum og eiga í erfiðleikum með að þróa jákvæða sjálfsmynd. Ritgerðin sýnir einnig fram á að þrátt fyrir bætta réttarstöðu hér á landi meta hinsegin unglingar lífsánægju sína mun síðri en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra. Fræðsla og upplýst umræða getur skipt sköpum í lífi hinsegin ungmenna. Fræðslan getur gert þeim auðveldara að takast á við þær tilfinningar sem tengjast kynhneigð sinni og kynvitund. Auk þess getur hinseginfræðsla verið mikilvægur liður í að útrýma fordómum og uppræta hatursfulla orðræðu gegn hinsegin einstaklingum.
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Sjá meira