Napoli er svo gott sem komið áfram í undanúrslit Evrópudeildar eftir 4-1 sigur á Wolfsburg á útivelli í kvöld.
Marek Hamsik skoraði tvö mörk fyrir Napoli í kvöld en þeir ítölsku komust í 4-0 forystu í leiknum. Gonzalo Higuain og Manolo Gabbadini skoruðu hin mörk Napoli en Nicklas Bendtner fyrir Wolfsburg tíu mínútum fyrir leikslok.
Sevilla, ríkjandi meistari í Evrópudeildinni, kom til baka eftir að hafa lent marki undir gegn rússneska liðinu Zenit og vann fyrri leik liðanna á heimavelli, 2-1.
Tveir aðrir leikir fóru fram í kvöld og lauk þeim báðum með jafntefli.
Úrslit kvöldsins:
Sevilla - Zenit 2-1
0-1 Aleksandr Ryazantsev (29.), 1-1 Carlos Bacca (73.), 2-1 Denis Suarez (88.).
Club Brugge - Dnipro 0-0
Dynamo Kyiv - Fiorentina 1-1
1-0 Jermain Lens (36.), 1-1 Khouma Babacar (92.).
Wolfsburg - Napoli 1-4
0-1 Gonzalo Higuain (15.), 0-2 Marek Hamsik (23.), 0-3 Hamsik (64.), 0-4 Manolo Gabbadini (77.), 1-4 Nicklas Bendtner (80.).
Napoli rúllaði yfir Wolfsburg | Úrslit kvöldsins
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo
Enski boltinn







Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn