Spennandi viðureign á milli Luke Rockhold og Lyoto Machida í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. apríl 2015 10:00 Það verður nóg um að vera þegar UFC on Fox 15 bardagakvöldið fer fram í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Lyoto Machida og Luke Rockhold. Luke Rockhold og Lyoto Machida eru tveir af skemmtilegustu bardagamönnunum í millivigt UFC og verður viðureign þeirra annað kvöld vafalaust æsispennandi. Lyoto Machida er fyrrum léttþungavigtarmeistari UFC og barðist um millivigtartitilinn síðasta sumar. Þar beið hann í lægra haldi gegn núverandi meistara, Chris Weidman. Síðan þá hefur hann sigrað C.B. Dollaway og gæti fengið annan séns á beltinu með sigri hér í kvöld. Luke Rockhold er fyrrum Strikeforce millivigtarmeistarinn og hefur klárað síðustu þrjá bardaga sína afar sannfærandi. Bardagaaðdáendur slefa yfir tilhugsuninni um titilbardaga milli Chris Weidman og Luke Rockhold. Með sigri í kvöld er líklegt að Rockhold fái næsta titilbardaga í millivigtinni. Kapparnir eru báðir frábærir standandi en þó með gjörólíka stíla. Báðir standa í örvhentri stöðu (hægri löppin fram) og eru með eitruð spörk. Luke Rockhold setur mikla pressu á andstæðinga sína og er með kröftugt vinstri spark. Það skiptir ekki máli hvort andstæðingurinn verji skrokkinn með olnboganum, Rockhold sparkar samt. Þegar Rockhold er settur undir pressu svarar hann með hægri krók sem hittir undarlega oft. Lyoto Machida er á sama tíma með einstakan karate-stíl þar sem hann bakkar mikið og beitir hnitmiðuðum gagnárásum. Líkt og Rockhold er hann með virkilega kröftugt vinstri spark. Síðustu tveir sigrar Machida hafa komið eftir vinstri spark – háspark rotaði Mark Munoz og spark í skrokkinn kláraði C.B. Dollaway. Þrátt fyrir að vera með ólíkan stíl standandi eiga þeir margt sameiginlegt. Báðir eru með góða fótavinnu, eru ekki góðir boxarar og eru mjög góðir í gólfinu. Hvorugur mun þó leitast við að taka bardagann í gólfið í kvöld. Rockhold er bestur þegar hann stjórnar ferðinni en lendir í vandræðum sé hann settur undir pressu (líkt og gerðist gegn Vitor Belfort). Á sama tíma líður Machida ágætlega þegar andstæðingurinn pressar og Machida getur beitt gagnárásum. Það stefnir því allt í verulega spennandi viðureign milli þessara kappa í kvöld. Bardaginn milli Machida og Rockhold er síðasti bardagi kvöldsins. Útsendingin hefst á miðnætti á Stöð 2 Sport í kvöld en eftirtaldir fjórir bardagar verða á dagskrá. Millivigt: Lyoto Machida gegn Luke Rockhold Millivigt: Ronaldo ‘Jacare’ Souza gegn Chris Camozzi Fjaðurvigt: Cub Swanson gegn Max Holloway Strávigt kvenna: Felice Herrig gegn Paige VanZant MMA Tengdar fréttir UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Sjá meira
Það verður nóg um að vera þegar UFC on Fox 15 bardagakvöldið fer fram í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Lyoto Machida og Luke Rockhold. Luke Rockhold og Lyoto Machida eru tveir af skemmtilegustu bardagamönnunum í millivigt UFC og verður viðureign þeirra annað kvöld vafalaust æsispennandi. Lyoto Machida er fyrrum léttþungavigtarmeistari UFC og barðist um millivigtartitilinn síðasta sumar. Þar beið hann í lægra haldi gegn núverandi meistara, Chris Weidman. Síðan þá hefur hann sigrað C.B. Dollaway og gæti fengið annan séns á beltinu með sigri hér í kvöld. Luke Rockhold er fyrrum Strikeforce millivigtarmeistarinn og hefur klárað síðustu þrjá bardaga sína afar sannfærandi. Bardagaaðdáendur slefa yfir tilhugsuninni um titilbardaga milli Chris Weidman og Luke Rockhold. Með sigri í kvöld er líklegt að Rockhold fái næsta titilbardaga í millivigtinni. Kapparnir eru báðir frábærir standandi en þó með gjörólíka stíla. Báðir standa í örvhentri stöðu (hægri löppin fram) og eru með eitruð spörk. Luke Rockhold setur mikla pressu á andstæðinga sína og er með kröftugt vinstri spark. Það skiptir ekki máli hvort andstæðingurinn verji skrokkinn með olnboganum, Rockhold sparkar samt. Þegar Rockhold er settur undir pressu svarar hann með hægri krók sem hittir undarlega oft. Lyoto Machida er á sama tíma með einstakan karate-stíl þar sem hann bakkar mikið og beitir hnitmiðuðum gagnárásum. Líkt og Rockhold er hann með virkilega kröftugt vinstri spark. Síðustu tveir sigrar Machida hafa komið eftir vinstri spark – háspark rotaði Mark Munoz og spark í skrokkinn kláraði C.B. Dollaway. Þrátt fyrir að vera með ólíkan stíl standandi eiga þeir margt sameiginlegt. Báðir eru með góða fótavinnu, eru ekki góðir boxarar og eru mjög góðir í gólfinu. Hvorugur mun þó leitast við að taka bardagann í gólfið í kvöld. Rockhold er bestur þegar hann stjórnar ferðinni en lendir í vandræðum sé hann settur undir pressu (líkt og gerðist gegn Vitor Belfort). Á sama tíma líður Machida ágætlega þegar andstæðingurinn pressar og Machida getur beitt gagnárásum. Það stefnir því allt í verulega spennandi viðureign milli þessara kappa í kvöld. Bardaginn milli Machida og Rockhold er síðasti bardagi kvöldsins. Útsendingin hefst á miðnætti á Stöð 2 Sport í kvöld en eftirtaldir fjórir bardagar verða á dagskrá. Millivigt: Lyoto Machida gegn Luke Rockhold Millivigt: Ronaldo ‘Jacare’ Souza gegn Chris Camozzi Fjaðurvigt: Cub Swanson gegn Max Holloway Strávigt kvenna: Felice Herrig gegn Paige VanZant
MMA Tengdar fréttir UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Sjá meira
UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30