Pandora í háskerpu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. apríl 2015 09:38 Ekki síðan Valve gaf út The Orange Box hafa spilarar fengið jafn mikið fyrir peninginn og með The Handsome Collection. VÍSIR/GEARBOX Segjum sem svo að þú hafir ekki spilað Borderlands 2 eða Borderlands: The Pre-Sequel. Ólíklegt veit ég enda með áhugaverðustu leikjum síðustu ára. En ef svo er þá er The Handsome Collection einstakt tækifæri til að vaða í gegnum byssuóðan frumskóg Borderlands-söguheimsins. Ekki síðan Valve gaf út The Orange Box hafa spilarar fengið jafn mikið fyrir peninginn og með The Handsome Collection. Tveir leikir, ógrynni af aukaefni og allt í skínandi 1080p háskerpu 60 römmum á sekúndu. Spilarar leiða frækinn hóp málaliða í leit að fjársjóði plánetunnar Pandoru og slátra um leið trylltum uppreisnarmönnum og ófreskjum af öllum toga. Spilunin er stórkostleg og fáir fyrstu persónu skotleikir hafa lagt jafn mikinn metnað í að færa spilurum frumlega og umfram allt skemmtilega upplifun. Því miður er fyrsti Borderlandsleikurinn ekki innifalinn og minniháttar frásagnarleg feilspor leikjanna eru enn til staðar. Fjölspilunin er ágæt en þegar tveir spilarar deila skjá á rammatíðni til með að falla snögglega. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið
Segjum sem svo að þú hafir ekki spilað Borderlands 2 eða Borderlands: The Pre-Sequel. Ólíklegt veit ég enda með áhugaverðustu leikjum síðustu ára. En ef svo er þá er The Handsome Collection einstakt tækifæri til að vaða í gegnum byssuóðan frumskóg Borderlands-söguheimsins. Ekki síðan Valve gaf út The Orange Box hafa spilarar fengið jafn mikið fyrir peninginn og með The Handsome Collection. Tveir leikir, ógrynni af aukaefni og allt í skínandi 1080p háskerpu 60 römmum á sekúndu. Spilarar leiða frækinn hóp málaliða í leit að fjársjóði plánetunnar Pandoru og slátra um leið trylltum uppreisnarmönnum og ófreskjum af öllum toga. Spilunin er stórkostleg og fáir fyrstu persónu skotleikir hafa lagt jafn mikinn metnað í að færa spilurum frumlega og umfram allt skemmtilega upplifun. Því miður er fyrsti Borderlandsleikurinn ekki innifalinn og minniháttar frásagnarleg feilspor leikjanna eru enn til staðar. Fjölspilunin er ágæt en þegar tveir spilarar deila skjá á rammatíðni til með að falla snögglega.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið