Leiðtogi sem þjónar af hógværð Ísak Rúnarsson skrifar 19. apríl 2015 13:43 Það þarf réttan leiðtoga til að leiða hvern hóp eða samfélag. Þá meina ég ekki aðeins réttan einstakling heldur verður leiðtoginn að endurspegla kúltur og þarfir hópsins. Í Háskóla Íslands lifa og hrærast um 15.000 ólíkir einstaklingar: Vísindamenn, kennarar, nemendur og starfsfólk af ýmsu tagi. Þar eru stundaðar fámennar fræðigreinar og fjölmennar, þar eru konur og karlar, ungir og aldnir. Þar er fólk með fatlanir, fjölskyldufólk, barnlaust fólk, hinsegin fólk og svo mætti lengi telja. Sáttasemjari og þjónustuleiðtogiHóparnir eru saman settir úr ólíkum einstaklingum sem hafa sínar skoðanir á hlutunum, sínar væntingar til stofnunarinnar og vonir um hana. Fjölbreytt flóra fólks sem allt leggur ríka áherslu á jafnræði, sanngirni og akademískt frelsi, þarf leiðtoga sem getur á sama tíma hvatt allt þetta ólíka fólk til að taka umræðuna og sætt sjónarmið. Því deilumál hljóta að koma upp innan svo stórrar og fjölbreyttrar stofnunnar. Einnig myndi maður ætla að leiðtoginn sem Háskóli Íslands þarfnast sé einstaklingur sem setur hagsmuni heildarinnar ofar sínum eigin og stuðlar að því að fólkið sem hann vinnur með geti vaxið og dafnað. Slíkur leiðtogi leiðbeinir en skipar ekki fyrir, er auðmjúkur en ekki hrokafullur. Hann er þjónustuleiðtogi sem greiðir götu þeirra sem hann vinnur með og vinnur fyrir þá hvar sem þeir eru staðsettir í skipuritinu. Réttsýni, heiðarleiki og áræðniÉg tel mig hafa fundið slíkan mann í Jóni Atla Benediktssyni. Allt frá því að ég fyrst fékk að starfa undir hans stjórn í úttektarnefnd háskólans tók ég eftir því að þarna er á ferðinni maður sem hefur alla þá mannkosti sem ég lýsti hér að ofan. Öllum fundum stýrði hann á yfirvegaðan hátt og lét helst engan fara ósáttan af fundi – jafnvel þá sem voru ósammála niðurstöðum hverju sinni. Vinnubrögð Jóns Atla falla því eins vel og hægt er að þörfum háskólasamfélagsins. Ég held að háskólinn þurfi leiðtoga sem stendur einna fremst meðal jafningja í vísindasamfélagi og við getum öll virt jafnvel þegar við erum ekki sammála honum. Réttsýni, heiðarleiki og áræðni einkenna Jón Atla Benediktsson. Þess vegna veit ég að hann mun verða fyrsta flokks rektor og þess vegna mun ég kjósa hann á morgun 20. apríl. Ísak Rúnarsson, nemi í hagfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísak Rúnarsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það þarf réttan leiðtoga til að leiða hvern hóp eða samfélag. Þá meina ég ekki aðeins réttan einstakling heldur verður leiðtoginn að endurspegla kúltur og þarfir hópsins. Í Háskóla Íslands lifa og hrærast um 15.000 ólíkir einstaklingar: Vísindamenn, kennarar, nemendur og starfsfólk af ýmsu tagi. Þar eru stundaðar fámennar fræðigreinar og fjölmennar, þar eru konur og karlar, ungir og aldnir. Þar er fólk með fatlanir, fjölskyldufólk, barnlaust fólk, hinsegin fólk og svo mætti lengi telja. Sáttasemjari og þjónustuleiðtogiHóparnir eru saman settir úr ólíkum einstaklingum sem hafa sínar skoðanir á hlutunum, sínar væntingar til stofnunarinnar og vonir um hana. Fjölbreytt flóra fólks sem allt leggur ríka áherslu á jafnræði, sanngirni og akademískt frelsi, þarf leiðtoga sem getur á sama tíma hvatt allt þetta ólíka fólk til að taka umræðuna og sætt sjónarmið. Því deilumál hljóta að koma upp innan svo stórrar og fjölbreyttrar stofnunnar. Einnig myndi maður ætla að leiðtoginn sem Háskóli Íslands þarfnast sé einstaklingur sem setur hagsmuni heildarinnar ofar sínum eigin og stuðlar að því að fólkið sem hann vinnur með geti vaxið og dafnað. Slíkur leiðtogi leiðbeinir en skipar ekki fyrir, er auðmjúkur en ekki hrokafullur. Hann er þjónustuleiðtogi sem greiðir götu þeirra sem hann vinnur með og vinnur fyrir þá hvar sem þeir eru staðsettir í skipuritinu. Réttsýni, heiðarleiki og áræðniÉg tel mig hafa fundið slíkan mann í Jóni Atla Benediktssyni. Allt frá því að ég fyrst fékk að starfa undir hans stjórn í úttektarnefnd háskólans tók ég eftir því að þarna er á ferðinni maður sem hefur alla þá mannkosti sem ég lýsti hér að ofan. Öllum fundum stýrði hann á yfirvegaðan hátt og lét helst engan fara ósáttan af fundi – jafnvel þá sem voru ósammála niðurstöðum hverju sinni. Vinnubrögð Jóns Atla falla því eins vel og hægt er að þörfum háskólasamfélagsins. Ég held að háskólinn þurfi leiðtoga sem stendur einna fremst meðal jafningja í vísindasamfélagi og við getum öll virt jafnvel þegar við erum ekki sammála honum. Réttsýni, heiðarleiki og áræðni einkenna Jón Atla Benediktsson. Þess vegna veit ég að hann mun verða fyrsta flokks rektor og þess vegna mun ég kjósa hann á morgun 20. apríl. Ísak Rúnarsson, nemi í hagfræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar