Innlent

Átta farþegar fluttir til aðhlynningar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sex farþegar fóru á heilsugæslustöðina á Hvolsvelli og tveir á sjúkrahúsið á Selfossi.
Sex farþegar fóru á heilsugæslustöðina á Hvolsvelli og tveir á sjúkrahúsið á Selfossi. Vísir/Pjetur
Átta af þeim 18 farþegum sem voru í rútu sem að valt við Heimaland undir Eyjafjöllum rétt fyrir hádegi í dag voru fluttir til aðhlynningar á heilsugæslu eða sjúkrahúsi, allir með minniháttar meiðsl.

Sex voru fluttir fóru á heilsugæslustöðina á Hvolsvelli og tveir á sjúkrahúsið á Selfossi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. Lögreglumenn eru enn að störfum á vettvangi og tildrög slyssins liggja því ekki fyrir en mikil hálka var á veginum.

Um erlenda ferðamenn var að ræða og voru þeir 10 sem ekki þurftu á aðhlynningu að halda fluttir í Félagsheimilið Heimaland.

Baldur Ólafsson, björgunarsveitarmaður á Hvolsvelli, sem staddur er í félagsheimilinu með ferðamönnunum segir þá hafa það gott.

„Þetta er fólk frá öllum heimshornum og það eru allir hérna sallarólegir. Þeir sitja hérna og drekka kaffi og bíða eftir að önnur rúta komi og nái í þá. Ég held að hún sé bara rétt ókomin.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×