J.B. Holmes sigraði á Shell Houston Open sem kláraðist í kvöld en þetta er fjórði sigur þessa högglanga kylfings á PGA-mótaröðinni.
Holmes vann upp sex högga forskot Jordan Spieth á lokahringnum sem hann lék á 64 höggum eða átta undir pari. Hann endaði að lokum á samtals 16 höggum undir pari, jafn Johnson Wagner og Jordan Spieth.
Það þurfti því að grípa til bráðabana þar sem hin krefjandi 18. hola á Houston vellinum var leikin en Jordan Spieth féll úr leik eftir að hafa fengið skolla. Wagner fékk svo skolla í annað sinn sem hún var leikin á meðan að Holmes fékk öruggt par og því var sigurinn hans.
Holmes sagði við fréttamenn Golf Channel að hann hefði ekki verið að hugsa um sigurinn þegar hann hóf leik í dag, sex höggum á eftir efstu mönnum.
„Mig óraði ekki fyrir því að ég myndi berjast um sigurinn en það gekk bara allt upp hjá mér. Þetta var kærkomið svona rétt fyrir Masters mótið og mun klárlega gefa mér sjálfstraust fyrir næstu viku.“
Shell Houston Open var síðasta mótið á PGA-mótaröðinni fyrir Masters sem hefst á Augusta National næstkomandi fimmtudag.
J.B. Holmes sigraði eftir bráðabana á Shell Houston Open

Mest lesið




Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn



ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn

Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn

Slapp vel frá rafmagnsleysinu
Körfubolti