Hitar upp með vindil í kjaftinum | Sjáðu flottustu upphitunina í golfinu í dag Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2015 09:30 Miguel Ángel Jiménez er engum líkur. mynd/skjáskot Þeir gerast ekkert mikið meira töff í golfinu í dag en hinn 51 árs gamli Spánverji Miguel Ángel Jiménez. Þessi litríki og vel skóaði kylfingur mætti í góðum gír á æfingasvæðið á Augusta National-vellinum í gær þar sem Masters-mótið, fyrsta risamót ársins, hefst á morgun. Á meðan sumir hafa áhyggjur af því að Rory McIlroy sé orðinn of massaður því hann er svo mikið í ræktinni tekur Jiménez lífinu með ró og hitar upp í eina mínútu áður en hringur hefst. Það gerir hann líka með vindil í kjaftinum og skemmtir áhorfendum um leið, en Spánverjinn er svakalega vinsæll á meðal annarra kylfinga og golfáhugamanna. Fyrir æfingahringinn í gær tók hann sína víðfrægu upphitun sem sjá má í myndbandinu hér að neðan, en hún er kannski ástæða þess að á löngum ferli hefur hann aldrei unnið risamót né mót á PGA-mótaröðinni.Allir keppnisdagar á The Masters verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Fáðu þér áskrift hér. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þeir gerast ekkert mikið meira töff í golfinu í dag en hinn 51 árs gamli Spánverji Miguel Ángel Jiménez. Þessi litríki og vel skóaði kylfingur mætti í góðum gír á æfingasvæðið á Augusta National-vellinum í gær þar sem Masters-mótið, fyrsta risamót ársins, hefst á morgun. Á meðan sumir hafa áhyggjur af því að Rory McIlroy sé orðinn of massaður því hann er svo mikið í ræktinni tekur Jiménez lífinu með ró og hitar upp í eina mínútu áður en hringur hefst. Það gerir hann líka með vindil í kjaftinum og skemmtir áhorfendum um leið, en Spánverjinn er svakalega vinsæll á meðal annarra kylfinga og golfáhugamanna. Fyrir æfingahringinn í gær tók hann sína víðfrægu upphitun sem sjá má í myndbandinu hér að neðan, en hún er kannski ástæða þess að á löngum ferli hefur hann aldrei unnið risamót né mót á PGA-mótaröðinni.Allir keppnisdagar á The Masters verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Fáðu þér áskrift hér.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira