Texti um umskorinn lítinn svartan Sambó í söngbók leikskólabarna Jakob Bjarnar og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 8. apríl 2015 11:36 Fremur óviðeigandi texta er að finna í sönghefti sem leikskólakennarar styðjast við þegar þeir velja lög í samsöng leikskólabarna. Vísir hefur undir höndum allsérstæða söngbók, sem ætluð er til stuðnings leikskólakennurum þegar þeir velja lög fyrir leiksskólabörnin til söngs. Söngbókina mátti finna á eldri gerð heimasíðu leiksskólans Vesturberg í Reykjanesbæ, sem skipt var út fyrir skömmu. Þar kennir ýmissa grasa og ekkert endilega hefðbundin leikskólalög sem eru í þeirri samantekt; þarna eru lag eftir Megas: Spáðu í mig og Þykkvabæjarbragur Árna Johnsen, svo dæmi séu nefnd.Þarna koma þeir með hnífinn ryðgaðan og bitlausan En, það sem vekur mesta athygli er bragurinn Zulu, sem er texti sem menn sannarlega hefðu tæplega búist við því að finna í söngbók sem vistuð er á síðu leikskóla og hugsuð sem undirstöðurit þegar söngdagskráin er sett saman.Ég heiti Sambó og ég er Zulu,umskera þeir mig í kvöld.Ég skal þó játa, ég er ei spenntur,þeir hafa aldrei heyrt um deyfingar hér.Því ég er Zulu gæji af versta tagisem á að umskera í kvöld. (x2)Ég kann að búa til hús úr mykjuen aldrei komist kvenmann upp á.Ég hef drepið flóðhest og fílaen aldrei hef ég dottið í það.Því ég er Zulu gæji af versta tagisem á að umskera í kvöld. (x2)Þarna koma þeir með hnífinn,ryðgaðan og bitlausan.Ég vild‘ég væri fullur að flakasuður við Súgandafjörð. Vísi er ekki kunnugt um hvaða lag er notað við þennan umbúðalausa og sérstæða brag.Söngheftið aðeins ætlað leiksskólakennurum Vísir setti sig í samband við Brynju Aðalbergsdóttur en hún er leikskólastjóri Vesturbergs. Hún sagðist miður sín yfir textanum í söngbókinni, þegar Vísir innti hana eftir því hvernig það mætti vera að Zulu-sönginn væri þar að finna. Hún sjálf hafði aldrei rekið augu í þennan brag og hún fullyrðir að það hafi aldrei verið sungið í leikskólanum. Brynja gerir sér enga grein fyrir tilurð þessa. Hún telur líklegast að textinn hafi slysast inn í bókina, sem unnin var með „copy/paste“ úr annarri söngbók. Og það sé býsna langt síðan hún var tekin saman. Að minnsta kosti 10-15 ár. Þá segir Brynja leikskólabörnin aldrei hafa fengið þessa bók í hendurnar, hún hafi verið ætluð starfsfólkinu sem velji lögin sem sungin eru hverju sinni.Söngbókin var aðgengileg öllum á heimasíðu leikskólans, áður en skipt var um heimasíðu. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira
Vísir hefur undir höndum allsérstæða söngbók, sem ætluð er til stuðnings leikskólakennurum þegar þeir velja lög fyrir leiksskólabörnin til söngs. Söngbókina mátti finna á eldri gerð heimasíðu leiksskólans Vesturberg í Reykjanesbæ, sem skipt var út fyrir skömmu. Þar kennir ýmissa grasa og ekkert endilega hefðbundin leikskólalög sem eru í þeirri samantekt; þarna eru lag eftir Megas: Spáðu í mig og Þykkvabæjarbragur Árna Johnsen, svo dæmi séu nefnd.Þarna koma þeir með hnífinn ryðgaðan og bitlausan En, það sem vekur mesta athygli er bragurinn Zulu, sem er texti sem menn sannarlega hefðu tæplega búist við því að finna í söngbók sem vistuð er á síðu leikskóla og hugsuð sem undirstöðurit þegar söngdagskráin er sett saman.Ég heiti Sambó og ég er Zulu,umskera þeir mig í kvöld.Ég skal þó játa, ég er ei spenntur,þeir hafa aldrei heyrt um deyfingar hér.Því ég er Zulu gæji af versta tagisem á að umskera í kvöld. (x2)Ég kann að búa til hús úr mykjuen aldrei komist kvenmann upp á.Ég hef drepið flóðhest og fílaen aldrei hef ég dottið í það.Því ég er Zulu gæji af versta tagisem á að umskera í kvöld. (x2)Þarna koma þeir með hnífinn,ryðgaðan og bitlausan.Ég vild‘ég væri fullur að flakasuður við Súgandafjörð. Vísi er ekki kunnugt um hvaða lag er notað við þennan umbúðalausa og sérstæða brag.Söngheftið aðeins ætlað leiksskólakennurum Vísir setti sig í samband við Brynju Aðalbergsdóttur en hún er leikskólastjóri Vesturbergs. Hún sagðist miður sín yfir textanum í söngbókinni, þegar Vísir innti hana eftir því hvernig það mætti vera að Zulu-sönginn væri þar að finna. Hún sjálf hafði aldrei rekið augu í þennan brag og hún fullyrðir að það hafi aldrei verið sungið í leikskólanum. Brynja gerir sér enga grein fyrir tilurð þessa. Hún telur líklegast að textinn hafi slysast inn í bókina, sem unnin var með „copy/paste“ úr annarri söngbók. Og það sé býsna langt síðan hún var tekin saman. Að minnsta kosti 10-15 ár. Þá segir Brynja leikskólabörnin aldrei hafa fengið þessa bók í hendurnar, hún hafi verið ætluð starfsfólkinu sem velji lögin sem sungin eru hverju sinni.Söngbókin var aðgengileg öllum á heimasíðu leikskólans, áður en skipt var um heimasíðu.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira