Það er nú búið að gefa út hverjir spila saman í holli fyrstu tvo dagana á Masters.
Áhugaverðasta hollið er klárlega hollið með besta kylfingi heims í dag, Rory McIlroy, og þreföldum Masters-meistara Phil Mickelson. Ryan Moore er einnig í hollinu.
Tiger Woods mun spila með Jamie Donaldson og Jimmy Walker.
Margir hafa trú á hinum unga Jordan Spieth á þessu móti en hann leikur með Henrik Stenson og Billy Horschel.
Ríkjandi meistari, Bubba Watson, mun spila með Justin Rose og bandaríska áhugamannameistaranum Gunn Yang.
Rory og Mickelson spila saman
