Ronda Rousey hefur svarað verslunarrisanum Wal-Mart fullum hálsi eftir að verslunin neitaði að selja bókina hennar.
Fulltrúar verslunarkeðjunnar sögðu bókina vera of ofbeldisfulla. Margir klóruðu sér í hausnum yfir þessu enda selur Wal-Mart ofbeldisfullar bækur sem og bækur um byssur og önnur hættuleg vopn.
Eftir þó nokkur mótmæli ákvað Wal-Mart að selja bókina í vefverslun sinni en bókin fær ekki að fara inn í búð.
Rousey er orðin stórstjarna í Bandaríkjunum eftir ótrúlegan árangur í UFC þar sem hún hefur klárað sínu síðustu tvo bardaga á samtals 30 sekúndum.
„Velgengni er besta hefndin. Wal-Mart er velkomið að fylgjast með velgengni bókarinnar af hliðarlínunni ef búðin vill," skrifaði Ronda á Twitter.
Hún hefur einnig slegið í gegn á hvíta tjaldinu. Hún lék í Expendables 3 og er nú í Entourage og Fast and Furious 7.
Velgengni er besta hefndin

Mest lesið




„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn

Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti




