Það er farið að hitna í kolunum á milli Írans Conor McGregor og Brasilíumannsins Jose Aldo í auglýsingaferðalagi þeirra.
Er þeir voru í Toronto þá gerði Conor það sem aldo hafði bannað. Hann snerti hann. Nuddaði aðeins á honum öxlina og náði að reita hann til reiði.
Á blaðamannafundi í verslunarmiðstöð fór hann svo enn nær Aldo en áður og reiðin í augum Aldo leyndi sér ekki.
Næst er það London og svo loks heimabær McGregor, Dublin, en þá mun líklega sjóða upp úr.
Nýjasta þáttinn af Embedded má sjá hér að ofan.
Conor ögraði Aldo í Toronto
Tengdar fréttir

Conor við Aldo: Þú munt hætta eftir þennan bardaga
Conor McGregor stal beltinu af heimsmeistaranum Jose Aldo fyrir viðtal á FOX þar sem þeir töluðu illa um hvorn annan.

Conor með fangið fullt af seðlum
Ferðalag Jose Aldo og Conor McGregor til að auglýsa bardaga þeirra í sumar heldur áfram.

Conor McGregor fer hamförum í Ríó: „Ég á þessa borg“
Írski bardagakappinn gerði allt vitlaust á krá einni í Ríó og á blaðamannafundi fyrir bardagann um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt.

Conor hittir borgarstjórann og kallar Aldo aumingja
Jose Aldo, heimsmeistarinn í fjaðurvigt í UFC, dansar súludans í nýjasta þætti Embedded.

Conor McGregor í Vegas: „Ég er að æfa en hann er að spila borðtennis“
Írski vélbyssukjafturinn Conor McGregor og heimsmeistarinn Jose Aldo eru mættir til Las Vegas í kynningarferð sinni fyrir bardagann.

Conor McGregor hittir tvífara sinn í Vegas
Þriðji þáttur af Embedded, netþáttaöðinni um kynningaferð Conors McGregors og Jose Aldo um bardaga þeirra 11. júlí, er kominn út.