Haukar tryggðu sér oddaleik gegn Keflavík í gær eftir æsilegan lokasprett í Sláturhúsinu.
Kristinn Marinósson setti niður þriggja stiga skot þegar rétt tvær mínútur voru eftir af leiknum og kom Haukum yfir, 73-76.
„Úr hverju eru þessir menn? Þeir eru ekkert að borða mæjones þessir gæjar. Þetta eru alvöru menn,“ sagði Svali Björgvinsson en hann var að missa sig í lýsingunni.
Keflavík fékk þó nokkur tækifæri til þess að koma sér aftur inn í leikinn eða jafna. Þeir fóru þó afar illa að ráði sínu. Skoruðu ekki fleiri stig og Haukar lönduðu sætum sigri, 73-80.
Í spilaranum að ofan má sjá þennan æsilega lokakafla í frábærri lýsingu Guðjóns Guðmundssonar og Svala.
