AFS: „Hér starfa femínistar og þetta eru bara vangaveltur“ Birgir Olgeirsson skrifar 31. mars 2015 14:20 Adda Þ. Smáradóttir. Vísir/Twitter „Við styðjum þetta heilshugar og okkur finnst hún flott fyrirmynd,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi, um Öddu Þóreyjardóttur Smáradóttur, upphafsmanneskju #freethenipple-átaksins á Íslandi en henni var nýverið meinað um skiptinám í Kosta Ríka. Adda hafði greint frá því á vef Morgunblaðsins að hún væri á leið til skiptináms í Kosta Ríka og sagði að átak líkt og #freethenipple, þar sem konur hafa birt myndir af brjóstum sínum á netinu, geta komið í veg fyrir skiptinámið. Hafði hún til að mynda fjarlægt mynd af Twitter eftir að henni var bent á að myndbirtingin gæti komið í veg fyrir fyrirhugað skiptinám. Hún fékk nýverið synjun á skiptinám í Kosta Ríka og er ástæðan sögð frjókornaofnæmi hennar. Hún sagði í samtali við Ríkisútvarpið í dag að hún teldi myndbirtinguna spila þar inn í. Jóna Fanney segir það ekki vera ástæðuna fyrir því að Adda fékk synjun á skiptinámið. „Henni var hafnað af læknisfræðilegum ástæðum í Kosta Ríka, þeir eru mjög strangir þar. Við buðum henni Bólivíu eða Perú í staðinn en hún afþakkaði það,“ segir Jóna Fanney.Styðja átakið Hún ítrekar að að AFS á Íslandi styður #freethenipple-átakið. „Í fyrsta lagi vil ég taka fram að AFS á Íslandi styður #freethenipple-átakið. Hér starfa femínistar og þetta eru bara vangaveltur,“ segir Jóna Fanney um þær vangaveltur að Öddu hefði verið synjað um skiptinám sökum myndbirtingarinnar á Twitter. Aðspurð hvort að slík myndbirting gæti hins vegar haft áhrif í möguleika fólks til skiptináms í öðrum löndum þar sem eru önnur viðmið en á Íslandi svara Jóna Fanney: „Við getum ekki ákveðið hvað eru rétt viðmið. Svo vitum við ekki hvernig annar heimshluti horfi á þetta, það er samt ekki ástæðan en það getur vel verið, hver veit, að það hefði orðið ástæðan. En þetta er ekki ástæðan, þetta var komið upp áður.“Vilja byltingarfólk Almannatengillinn Andrés Jónsson situr í stjórn AFS Á íslandi en hann segist á Facebook geta sagt með vissu að #freethenipple-átakið hefði ekki haft áhrif á skiptinám Öddu í Kostaríka.Leiðinlegt að heyra að Kosta-Ríka hafi ekki valið Öddu. Get þó sagt með vissu, verandi stjórnarmaður í AFS á Íslandi, að...Posted by Andres Jonsson on Tuesday, March 31, 2015 #FreeTheNipple Tengdar fréttir „Við erum að gengisfella hefndarklám“ Ísland í dag fjallaði um Free the Nipple-daginn. 26. mars 2015 23:01 Geirvörtusundið í Laugardal: Um þúsund manns mættu í Laugardalslaugina Starfsmenn Laugardalslaugar áætla að frá klukkan 20 hafi laugargestir talið um þúsund. Skipuleggjendur viðburðarins eru himinlifandi með hvernig til tókst. 29. mars 2015 22:58 Geirvörtusundferð í Laugardalslaug í kvöld: „Nú er komið nóg og nú segjum við stopp“ Karen Björk Eyþórsdóttir, einn skipuleggjenda sundferðarinnar, segir að ferðin í Laugardalslaug sem farin var á fimmtudaginn hafi verið skyndiákvörðun en að "aðalbomban“ verði nú í kvöld. 29. mars 2015 18:27 Íslenskar geirvörtur vekja athygli ytra Átakið Free The Nipple hefur vakið mikla eftirtekt. 30. mars 2015 22:22 Beraði brjóstin á b5: Biggi lögga gekk „vandræðalegur“ í burtu „Ég setti reyndar ekki mynd af mér á netið, þorði því ekki, en studdi átakið heilshugar. Ég held ég hafi sýnt það í verki,“ segir Jónína Birgisdóttir. 30. mars 2015 10:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Sjá meira
„Við styðjum þetta heilshugar og okkur finnst hún flott fyrirmynd,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi, um Öddu Þóreyjardóttur Smáradóttur, upphafsmanneskju #freethenipple-átaksins á Íslandi en henni var nýverið meinað um skiptinám í Kosta Ríka. Adda hafði greint frá því á vef Morgunblaðsins að hún væri á leið til skiptináms í Kosta Ríka og sagði að átak líkt og #freethenipple, þar sem konur hafa birt myndir af brjóstum sínum á netinu, geta komið í veg fyrir skiptinámið. Hafði hún til að mynda fjarlægt mynd af Twitter eftir að henni var bent á að myndbirtingin gæti komið í veg fyrir fyrirhugað skiptinám. Hún fékk nýverið synjun á skiptinám í Kosta Ríka og er ástæðan sögð frjókornaofnæmi hennar. Hún sagði í samtali við Ríkisútvarpið í dag að hún teldi myndbirtinguna spila þar inn í. Jóna Fanney segir það ekki vera ástæðuna fyrir því að Adda fékk synjun á skiptinámið. „Henni var hafnað af læknisfræðilegum ástæðum í Kosta Ríka, þeir eru mjög strangir þar. Við buðum henni Bólivíu eða Perú í staðinn en hún afþakkaði það,“ segir Jóna Fanney.Styðja átakið Hún ítrekar að að AFS á Íslandi styður #freethenipple-átakið. „Í fyrsta lagi vil ég taka fram að AFS á Íslandi styður #freethenipple-átakið. Hér starfa femínistar og þetta eru bara vangaveltur,“ segir Jóna Fanney um þær vangaveltur að Öddu hefði verið synjað um skiptinám sökum myndbirtingarinnar á Twitter. Aðspurð hvort að slík myndbirting gæti hins vegar haft áhrif í möguleika fólks til skiptináms í öðrum löndum þar sem eru önnur viðmið en á Íslandi svara Jóna Fanney: „Við getum ekki ákveðið hvað eru rétt viðmið. Svo vitum við ekki hvernig annar heimshluti horfi á þetta, það er samt ekki ástæðan en það getur vel verið, hver veit, að það hefði orðið ástæðan. En þetta er ekki ástæðan, þetta var komið upp áður.“Vilja byltingarfólk Almannatengillinn Andrés Jónsson situr í stjórn AFS Á íslandi en hann segist á Facebook geta sagt með vissu að #freethenipple-átakið hefði ekki haft áhrif á skiptinám Öddu í Kostaríka.Leiðinlegt að heyra að Kosta-Ríka hafi ekki valið Öddu. Get þó sagt með vissu, verandi stjórnarmaður í AFS á Íslandi, að...Posted by Andres Jonsson on Tuesday, March 31, 2015
#FreeTheNipple Tengdar fréttir „Við erum að gengisfella hefndarklám“ Ísland í dag fjallaði um Free the Nipple-daginn. 26. mars 2015 23:01 Geirvörtusundið í Laugardal: Um þúsund manns mættu í Laugardalslaugina Starfsmenn Laugardalslaugar áætla að frá klukkan 20 hafi laugargestir talið um þúsund. Skipuleggjendur viðburðarins eru himinlifandi með hvernig til tókst. 29. mars 2015 22:58 Geirvörtusundferð í Laugardalslaug í kvöld: „Nú er komið nóg og nú segjum við stopp“ Karen Björk Eyþórsdóttir, einn skipuleggjenda sundferðarinnar, segir að ferðin í Laugardalslaug sem farin var á fimmtudaginn hafi verið skyndiákvörðun en að "aðalbomban“ verði nú í kvöld. 29. mars 2015 18:27 Íslenskar geirvörtur vekja athygli ytra Átakið Free The Nipple hefur vakið mikla eftirtekt. 30. mars 2015 22:22 Beraði brjóstin á b5: Biggi lögga gekk „vandræðalegur“ í burtu „Ég setti reyndar ekki mynd af mér á netið, þorði því ekki, en studdi átakið heilshugar. Ég held ég hafi sýnt það í verki,“ segir Jónína Birgisdóttir. 30. mars 2015 10:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Sjá meira
„Við erum að gengisfella hefndarklám“ Ísland í dag fjallaði um Free the Nipple-daginn. 26. mars 2015 23:01
Geirvörtusundið í Laugardal: Um þúsund manns mættu í Laugardalslaugina Starfsmenn Laugardalslaugar áætla að frá klukkan 20 hafi laugargestir talið um þúsund. Skipuleggjendur viðburðarins eru himinlifandi með hvernig til tókst. 29. mars 2015 22:58
Geirvörtusundferð í Laugardalslaug í kvöld: „Nú er komið nóg og nú segjum við stopp“ Karen Björk Eyþórsdóttir, einn skipuleggjenda sundferðarinnar, segir að ferðin í Laugardalslaug sem farin var á fimmtudaginn hafi verið skyndiákvörðun en að "aðalbomban“ verði nú í kvöld. 29. mars 2015 18:27
Íslenskar geirvörtur vekja athygli ytra Átakið Free The Nipple hefur vakið mikla eftirtekt. 30. mars 2015 22:22
Beraði brjóstin á b5: Biggi lögga gekk „vandræðalegur“ í burtu „Ég setti reyndar ekki mynd af mér á netið, þorði því ekki, en studdi átakið heilshugar. Ég held ég hafi sýnt það í verki,“ segir Jónína Birgisdóttir. 30. mars 2015 10:00