AFS: „Hér starfa femínistar og þetta eru bara vangaveltur“ Birgir Olgeirsson skrifar 31. mars 2015 14:20 Adda Þ. Smáradóttir. Vísir/Twitter „Við styðjum þetta heilshugar og okkur finnst hún flott fyrirmynd,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi, um Öddu Þóreyjardóttur Smáradóttur, upphafsmanneskju #freethenipple-átaksins á Íslandi en henni var nýverið meinað um skiptinám í Kosta Ríka. Adda hafði greint frá því á vef Morgunblaðsins að hún væri á leið til skiptináms í Kosta Ríka og sagði að átak líkt og #freethenipple, þar sem konur hafa birt myndir af brjóstum sínum á netinu, geta komið í veg fyrir skiptinámið. Hafði hún til að mynda fjarlægt mynd af Twitter eftir að henni var bent á að myndbirtingin gæti komið í veg fyrir fyrirhugað skiptinám. Hún fékk nýverið synjun á skiptinám í Kosta Ríka og er ástæðan sögð frjókornaofnæmi hennar. Hún sagði í samtali við Ríkisútvarpið í dag að hún teldi myndbirtinguna spila þar inn í. Jóna Fanney segir það ekki vera ástæðuna fyrir því að Adda fékk synjun á skiptinámið. „Henni var hafnað af læknisfræðilegum ástæðum í Kosta Ríka, þeir eru mjög strangir þar. Við buðum henni Bólivíu eða Perú í staðinn en hún afþakkaði það,“ segir Jóna Fanney.Styðja átakið Hún ítrekar að að AFS á Íslandi styður #freethenipple-átakið. „Í fyrsta lagi vil ég taka fram að AFS á Íslandi styður #freethenipple-átakið. Hér starfa femínistar og þetta eru bara vangaveltur,“ segir Jóna Fanney um þær vangaveltur að Öddu hefði verið synjað um skiptinám sökum myndbirtingarinnar á Twitter. Aðspurð hvort að slík myndbirting gæti hins vegar haft áhrif í möguleika fólks til skiptináms í öðrum löndum þar sem eru önnur viðmið en á Íslandi svara Jóna Fanney: „Við getum ekki ákveðið hvað eru rétt viðmið. Svo vitum við ekki hvernig annar heimshluti horfi á þetta, það er samt ekki ástæðan en það getur vel verið, hver veit, að það hefði orðið ástæðan. En þetta er ekki ástæðan, þetta var komið upp áður.“Vilja byltingarfólk Almannatengillinn Andrés Jónsson situr í stjórn AFS Á íslandi en hann segist á Facebook geta sagt með vissu að #freethenipple-átakið hefði ekki haft áhrif á skiptinám Öddu í Kostaríka.Leiðinlegt að heyra að Kosta-Ríka hafi ekki valið Öddu. Get þó sagt með vissu, verandi stjórnarmaður í AFS á Íslandi, að...Posted by Andres Jonsson on Tuesday, March 31, 2015 #FreeTheNipple Tengdar fréttir „Við erum að gengisfella hefndarklám“ Ísland í dag fjallaði um Free the Nipple-daginn. 26. mars 2015 23:01 Geirvörtusundið í Laugardal: Um þúsund manns mættu í Laugardalslaugina Starfsmenn Laugardalslaugar áætla að frá klukkan 20 hafi laugargestir talið um þúsund. Skipuleggjendur viðburðarins eru himinlifandi með hvernig til tókst. 29. mars 2015 22:58 Geirvörtusundferð í Laugardalslaug í kvöld: „Nú er komið nóg og nú segjum við stopp“ Karen Björk Eyþórsdóttir, einn skipuleggjenda sundferðarinnar, segir að ferðin í Laugardalslaug sem farin var á fimmtudaginn hafi verið skyndiákvörðun en að "aðalbomban“ verði nú í kvöld. 29. mars 2015 18:27 Íslenskar geirvörtur vekja athygli ytra Átakið Free The Nipple hefur vakið mikla eftirtekt. 30. mars 2015 22:22 Beraði brjóstin á b5: Biggi lögga gekk „vandræðalegur“ í burtu „Ég setti reyndar ekki mynd af mér á netið, þorði því ekki, en studdi átakið heilshugar. Ég held ég hafi sýnt það í verki,“ segir Jónína Birgisdóttir. 30. mars 2015 10:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Sjá meira
„Við styðjum þetta heilshugar og okkur finnst hún flott fyrirmynd,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi, um Öddu Þóreyjardóttur Smáradóttur, upphafsmanneskju #freethenipple-átaksins á Íslandi en henni var nýverið meinað um skiptinám í Kosta Ríka. Adda hafði greint frá því á vef Morgunblaðsins að hún væri á leið til skiptináms í Kosta Ríka og sagði að átak líkt og #freethenipple, þar sem konur hafa birt myndir af brjóstum sínum á netinu, geta komið í veg fyrir skiptinámið. Hafði hún til að mynda fjarlægt mynd af Twitter eftir að henni var bent á að myndbirtingin gæti komið í veg fyrir fyrirhugað skiptinám. Hún fékk nýverið synjun á skiptinám í Kosta Ríka og er ástæðan sögð frjókornaofnæmi hennar. Hún sagði í samtali við Ríkisútvarpið í dag að hún teldi myndbirtinguna spila þar inn í. Jóna Fanney segir það ekki vera ástæðuna fyrir því að Adda fékk synjun á skiptinámið. „Henni var hafnað af læknisfræðilegum ástæðum í Kosta Ríka, þeir eru mjög strangir þar. Við buðum henni Bólivíu eða Perú í staðinn en hún afþakkaði það,“ segir Jóna Fanney.Styðja átakið Hún ítrekar að að AFS á Íslandi styður #freethenipple-átakið. „Í fyrsta lagi vil ég taka fram að AFS á Íslandi styður #freethenipple-átakið. Hér starfa femínistar og þetta eru bara vangaveltur,“ segir Jóna Fanney um þær vangaveltur að Öddu hefði verið synjað um skiptinám sökum myndbirtingarinnar á Twitter. Aðspurð hvort að slík myndbirting gæti hins vegar haft áhrif í möguleika fólks til skiptináms í öðrum löndum þar sem eru önnur viðmið en á Íslandi svara Jóna Fanney: „Við getum ekki ákveðið hvað eru rétt viðmið. Svo vitum við ekki hvernig annar heimshluti horfi á þetta, það er samt ekki ástæðan en það getur vel verið, hver veit, að það hefði orðið ástæðan. En þetta er ekki ástæðan, þetta var komið upp áður.“Vilja byltingarfólk Almannatengillinn Andrés Jónsson situr í stjórn AFS Á íslandi en hann segist á Facebook geta sagt með vissu að #freethenipple-átakið hefði ekki haft áhrif á skiptinám Öddu í Kostaríka.Leiðinlegt að heyra að Kosta-Ríka hafi ekki valið Öddu. Get þó sagt með vissu, verandi stjórnarmaður í AFS á Íslandi, að...Posted by Andres Jonsson on Tuesday, March 31, 2015
#FreeTheNipple Tengdar fréttir „Við erum að gengisfella hefndarklám“ Ísland í dag fjallaði um Free the Nipple-daginn. 26. mars 2015 23:01 Geirvörtusundið í Laugardal: Um þúsund manns mættu í Laugardalslaugina Starfsmenn Laugardalslaugar áætla að frá klukkan 20 hafi laugargestir talið um þúsund. Skipuleggjendur viðburðarins eru himinlifandi með hvernig til tókst. 29. mars 2015 22:58 Geirvörtusundferð í Laugardalslaug í kvöld: „Nú er komið nóg og nú segjum við stopp“ Karen Björk Eyþórsdóttir, einn skipuleggjenda sundferðarinnar, segir að ferðin í Laugardalslaug sem farin var á fimmtudaginn hafi verið skyndiákvörðun en að "aðalbomban“ verði nú í kvöld. 29. mars 2015 18:27 Íslenskar geirvörtur vekja athygli ytra Átakið Free The Nipple hefur vakið mikla eftirtekt. 30. mars 2015 22:22 Beraði brjóstin á b5: Biggi lögga gekk „vandræðalegur“ í burtu „Ég setti reyndar ekki mynd af mér á netið, þorði því ekki, en studdi átakið heilshugar. Ég held ég hafi sýnt það í verki,“ segir Jónína Birgisdóttir. 30. mars 2015 10:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Sjá meira
„Við erum að gengisfella hefndarklám“ Ísland í dag fjallaði um Free the Nipple-daginn. 26. mars 2015 23:01
Geirvörtusundið í Laugardal: Um þúsund manns mættu í Laugardalslaugina Starfsmenn Laugardalslaugar áætla að frá klukkan 20 hafi laugargestir talið um þúsund. Skipuleggjendur viðburðarins eru himinlifandi með hvernig til tókst. 29. mars 2015 22:58
Geirvörtusundferð í Laugardalslaug í kvöld: „Nú er komið nóg og nú segjum við stopp“ Karen Björk Eyþórsdóttir, einn skipuleggjenda sundferðarinnar, segir að ferðin í Laugardalslaug sem farin var á fimmtudaginn hafi verið skyndiákvörðun en að "aðalbomban“ verði nú í kvöld. 29. mars 2015 18:27
Íslenskar geirvörtur vekja athygli ytra Átakið Free The Nipple hefur vakið mikla eftirtekt. 30. mars 2015 22:22
Beraði brjóstin á b5: Biggi lögga gekk „vandræðalegur“ í burtu „Ég setti reyndar ekki mynd af mér á netið, þorði því ekki, en studdi átakið heilshugar. Ég held ég hafi sýnt það í verki,“ segir Jónína Birgisdóttir. 30. mars 2015 10:00