Emil Hallfreðsson var fyrirliði íslenska knattspyrnulandsliðsins í dag sem gerði súrt 1-1 jafntefli við Eistland í Tallinn.
„Mér fannst fyrstu 15-20 mínúturnar nokkuð góðar. Við byrjuðum þetta af krafti og vorum vel stemmdir og skoruðum. Eftir það - veit ég ekki,“ segir Emil um leikinn í viðtali við KSÍ.
„Við duttum aðeins til baka og hleyptum þeim inn í leikinn. Við duttum líka aðeins inn á þeirra tempó.“
„Í fyrri hálfleik hefðum við getað komist í tvö til þrjú núll. Mér fannst við vera með leikinn í okkar höndum í fyrri hálfleik en við fengum á okkur klaufalegt mark í seinni hálfleik. Ég gerði smá klaufamistök sem ég get tekið á mig. Þetta voru sanngjörn úrslit miðað við hvernig leikurinn þróaðist.“
Emil var virkilega ánægður með að bera fyrirliðabandið í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar.
„Það var ótrúlega skemmtilegt ef ég á að segja alveg eins og er. Það var mikill heiður og virkilega góð tilfinning,“ segir Emil, en ellefu breytingar voru gerðar á byrjunarliðinu.
„Við höfum aldrei spilað saman þessir ellefu saman og það er auðvitað erfitt. Menn fatta það ekkert alltaf. Það var ekkert auðvelt að spila ellefu nýir á móti liði sem tefldi fram sínu sterkasta. Mér fannst nokkrir koma mjög vel inn í dag,“ segir Emil Hallfreðsson.
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Emil: Get tekið á mig þessi mistök
Tengdar fréttir

Rúrik: Súr tilfinning
Markaskorari Íslands var ekki ánægður með spilamennsku liðsins í seinni hálfleik.

Umfjöllun: Töpuð FIFA-stig í jafntefli við Eista í Tallinn
Rúrik Gíslason skoraði mark Íslands í jafntefli íslenska landsliðsins í fótbolta gegn Eistlandi í Tallinn