Landeigendur hafa áhyggjur af stöðunni: „Harma seinagang og áhugaleysi stjórnvalda“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. mars 2015 12:48 Svona er ástandið á Geysissvæðinu eins og staðan er í dag. mynd/aðsend „Stjórn Landeigandafélagsins harmar seinagang og áhugaleysi stjórnvalda á því að leysa málefni mest sótta ferðamannastaðar landsins, Geysis í Haukadal.“ Svona hefst ályktun frá Landeigandafélagi Geysis sem samþykkt var á aðalfundi 20. mars. Þar segir einnig að um áratugaskeið hafi landeigendur reynt að ná samningum við meðeiganda sinn um sölu, leigu eða samstarf um rekstur svæðisins en lítt orðið ágengt. „Til að fjármagna uppbyggingu og verndun svæðisins hófu landeigendur fyrir ári síðan að innheimta aðgangsgjald sem var stöðvað með lögbanni af hendi ríkisins en síðan þá hefur ekkert gerst í málinu. Á sama tíma hefur fjöldi ferðamanna sem sækja svæðið heim margfaldast og er nú svo komið að febrúar er álíka stór mánuður og júní fyrir nokkrum árum síðan. Þróun þessi er um margt ánægjuleg en vart þarf að fjölyrða um aukið álag á svæðið og viðkvæma náttúru þess sem kallar á uppbyggingu og eftirlit svo taka megi sómasamlega á móti þessum fjölda ferðamanna,“ segir í ályktuninni. Fyrir liggi deiliskipulag og verðlaunatillaga um uppbyggingu hverasvæðisins sem hefur náttúrvernd, fræðslu, öryggi og betri dreifingu gesta að leiðarljósi sem ætti að leiða til enn betri upplifunar. „Landeigandafélaginu þykir miður að ríkið kjósi að reka málið fyrir dómsstólum fremur en að ræða beint við meðeigendur sína. Nýfallinn dómur í Héraðsdómi Suðurlands sem staðfesti lögbann á gjaldtökuna tekur ekki á því hvort gjaldtakan sé yfir höfðuð lögmæt heldur er hér fyrst og fremst um að ræða mál milli eiganda svæðisins. Þá hefur Ríkið ekki komið með neina lausn aðra en þá að henda nokkrum milljónum í óskilgreind verkefni sem er hvort tveggja í senn ómarkviss aðgerð og í engu samræmi við brýna þörf uppbyggingar á svæðinu.“ Landeigendur skora jafnframt á aðila ferðaþjónustunnar og þá sérstaklega forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem gera út á náttúruperlurnar að hugsa ekki eingöngu um skammtímagróða heldur til framtíðar. Landeigendur hafa áhyggjur af stöðunni.„Hverasvæðið liggur undir alvarlegum skemmdum sem þarf að bregðast við strax og slíkar aðgerðir þarf að fjármagna. Verði ekkert aðhafst er ekki ólíklegt að Geysissvæðið missi alfarið það aðdráttarafl sem það hefur og ein helsta mjólkurkú ferðaþjónustunnar verði þar með geld á einni nóttu.“ Í ályktuninni segir að nú fari í hönd sá tími ársins þegar hverasvæðið eru hvað viðkvæmust fyrir ágangi. „Á meðan Ríkið dregur lappirnar í viðræðum við landeigendur gæti komið til þess að ekki verði annað fært en að takmarka fjölda gesta inn á svæðið eða loka hluta svæðisins fyrir allri umferð. Ýmsir ferðaþjónustuaðilar hafa bent á aukna skattheimtu Ríkisins af greininni en landeigendur telja að þeim skatttekjum þurfi að verja í aðra innviði s.s. vegakerfi landsins sem fer ekki síður varhluta af auknum ferðamannafjölda. Ferðaþjónustan sem nú er stærsta útflutningsgrein landsins hefur alla burði til sjálfbærni og ætti að stefna að því t.d. með hóflegri gjaldtöku á stærstu ferðamannastöðunum.“ Það er von Landeigandafélagsins að Ríkið og ferðaþjónustan sjái að sér áður en það er orðið um seinan. „Landeigandafélagið hefur lýst yfir vilja sínum til að skoða ýmsar leiðir gjaldtöku bæði blandaðar og valkvæðar sem og að deila tekjum með öðrum ferðmannastöðum. Mikilvægt er þó að það sé tryggt að fjármagn renni til þeirra náttúruperla sem ferðamenn sækja heim og þurfa sárlega á uppbyggingu og verndun að halda. Þar af leiðandi telur Landeigandafélagið að gjaldtöku sé best fyrir komið hjá þeim sem eiga og reka mest sóttu ferðamannastaði landsins.“ Að lokum skorar Landeigandafélagið á alla þá sem unna íslenskri náttúru að heimsækja Geysissvæðið og berja ástand svæðisins augum. „Á meðan menn þrefa um aðferðafræði og hvort einn aðili sé mögulega að bera meira úr bítum en annar þá blæðir náttúrunni út.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
„Stjórn Landeigandafélagsins harmar seinagang og áhugaleysi stjórnvalda á því að leysa málefni mest sótta ferðamannastaðar landsins, Geysis í Haukadal.“ Svona hefst ályktun frá Landeigandafélagi Geysis sem samþykkt var á aðalfundi 20. mars. Þar segir einnig að um áratugaskeið hafi landeigendur reynt að ná samningum við meðeiganda sinn um sölu, leigu eða samstarf um rekstur svæðisins en lítt orðið ágengt. „Til að fjármagna uppbyggingu og verndun svæðisins hófu landeigendur fyrir ári síðan að innheimta aðgangsgjald sem var stöðvað með lögbanni af hendi ríkisins en síðan þá hefur ekkert gerst í málinu. Á sama tíma hefur fjöldi ferðamanna sem sækja svæðið heim margfaldast og er nú svo komið að febrúar er álíka stór mánuður og júní fyrir nokkrum árum síðan. Þróun þessi er um margt ánægjuleg en vart þarf að fjölyrða um aukið álag á svæðið og viðkvæma náttúru þess sem kallar á uppbyggingu og eftirlit svo taka megi sómasamlega á móti þessum fjölda ferðamanna,“ segir í ályktuninni. Fyrir liggi deiliskipulag og verðlaunatillaga um uppbyggingu hverasvæðisins sem hefur náttúrvernd, fræðslu, öryggi og betri dreifingu gesta að leiðarljósi sem ætti að leiða til enn betri upplifunar. „Landeigandafélaginu þykir miður að ríkið kjósi að reka málið fyrir dómsstólum fremur en að ræða beint við meðeigendur sína. Nýfallinn dómur í Héraðsdómi Suðurlands sem staðfesti lögbann á gjaldtökuna tekur ekki á því hvort gjaldtakan sé yfir höfðuð lögmæt heldur er hér fyrst og fremst um að ræða mál milli eiganda svæðisins. Þá hefur Ríkið ekki komið með neina lausn aðra en þá að henda nokkrum milljónum í óskilgreind verkefni sem er hvort tveggja í senn ómarkviss aðgerð og í engu samræmi við brýna þörf uppbyggingar á svæðinu.“ Landeigendur skora jafnframt á aðila ferðaþjónustunnar og þá sérstaklega forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem gera út á náttúruperlurnar að hugsa ekki eingöngu um skammtímagróða heldur til framtíðar. Landeigendur hafa áhyggjur af stöðunni.„Hverasvæðið liggur undir alvarlegum skemmdum sem þarf að bregðast við strax og slíkar aðgerðir þarf að fjármagna. Verði ekkert aðhafst er ekki ólíklegt að Geysissvæðið missi alfarið það aðdráttarafl sem það hefur og ein helsta mjólkurkú ferðaþjónustunnar verði þar með geld á einni nóttu.“ Í ályktuninni segir að nú fari í hönd sá tími ársins þegar hverasvæðið eru hvað viðkvæmust fyrir ágangi. „Á meðan Ríkið dregur lappirnar í viðræðum við landeigendur gæti komið til þess að ekki verði annað fært en að takmarka fjölda gesta inn á svæðið eða loka hluta svæðisins fyrir allri umferð. Ýmsir ferðaþjónustuaðilar hafa bent á aukna skattheimtu Ríkisins af greininni en landeigendur telja að þeim skatttekjum þurfi að verja í aðra innviði s.s. vegakerfi landsins sem fer ekki síður varhluta af auknum ferðamannafjölda. Ferðaþjónustan sem nú er stærsta útflutningsgrein landsins hefur alla burði til sjálfbærni og ætti að stefna að því t.d. með hóflegri gjaldtöku á stærstu ferðamannastöðunum.“ Það er von Landeigandafélagsins að Ríkið og ferðaþjónustan sjái að sér áður en það er orðið um seinan. „Landeigandafélagið hefur lýst yfir vilja sínum til að skoða ýmsar leiðir gjaldtöku bæði blandaðar og valkvæðar sem og að deila tekjum með öðrum ferðmannastöðum. Mikilvægt er þó að það sé tryggt að fjármagn renni til þeirra náttúruperla sem ferðamenn sækja heim og þurfa sárlega á uppbyggingu og verndun að halda. Þar af leiðandi telur Landeigandafélagið að gjaldtöku sé best fyrir komið hjá þeim sem eiga og reka mest sóttu ferðamannastaði landsins.“ Að lokum skorar Landeigandafélagið á alla þá sem unna íslenskri náttúru að heimsækja Geysissvæðið og berja ástand svæðisins augum. „Á meðan menn þrefa um aðferðafræði og hvort einn aðili sé mögulega að bera meira úr bítum en annar þá blæðir náttúrunni út.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira