Spá Maríu öruggri leið í úrslitin Birgir Olgeirsson skrifar 24. mars 2015 15:45 María Ólafs á nokkuð greiða leið í úrslit Eurovision ef marka má greiningu ESCToday. Vilhelm María Ólafsdóttir á greiða leið í úrslit söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, ef marka má greiningu síðunnar ESCToday. Matið er byggt á tölfræði og líkindum út frá gengi laga í undanriðlum Eurovision síðustu ára og hefur ekkert með gæði þeirra að gera. Bendir ritstjóri ESCToday, Helio Qendro, á að lagið sem er númer fjórtán í röðinni í öðrum hvorum undanriðlinum sé ekki endilega alltaf það besta en þó eigi það mestu líkurnar á að komast upp úr undanriðlinum því það er jafnan flutt þegar mesta áhorfið er á keppnina. Þau lönd sem komast upp úr fyrri undanriðlinum samkvæmt þessum útreikningum eru: Armenía, Grikkland, Eistland, Tékkland, Ungverjaland, Danmörk, Albanía, Rúmenía og Georgía. Löndin sem komast upp úr seinni undanriðlinum eru: Írland, Noregur, Portúgal, Makedónía, Lettland, Ísland, Svíþjóð, Sviss, Kýpur og Pólland.Sjá einnig:María tólfta á sviðBest að vera fjórtándi í röðinni 85 prósent líkur eru á því að Albanía og Sviss fari upp úr sínum undanriðlum en bæði löndin eru þau fjórtándu í röðinni til að stíga á svið í fyrri og seinni undanriðlunum. Þau lönd sem hafa verið númer fjórtán í röðinni hafa 12 sinnum komist upp úr sínum riðlum í 14 tilraunum. María verður tólfta á svið í seinni undariðlinum. Fulltrúi Moldavíu verður fyrstur á svið í fyrri undanriðlinum og fulltrúi Georgíu síðastur á svið og eru um helmingslíkur á að þær þjóðir sem eru fyrstar og síðastar á svið fari upp úr riðlinum. Í seinni undanriðlinum fellur það í skaut Pólverja og Slóvena að vera fyrstir og síðastir á svið.YouTube-áhorfið talið gefa góða vísbendingu Þá horfir ESCToday einnig til fjölda áhorfa á YouTube-myndbönd keppenda í Eurovision og er bent á að þeir sem hafa unnið keppnina í gegnum árin hafi verið afar vinsælir á YouTube í aðdraganda hennar. Eru nefndir sem dæmi sigurvegarar á borð við Conchitu Wurst, Emmelie de Forest og Loreen ásamt rússnesku ömmunum sem urðu í öðru sæti árið 2012.Samkvæmt YouTube-áhorfi þá eru þessar þjóðir öruggar áfram úr fyrri undanriðlinum: 1. Rússland - 1.744.033 2. Albanía - 855.146 3. Armenía 779.617 4. Georgía - 404.279 5. Eistland - 375.343 6. Belgía - 357.343 7. Hvíta-Rússland - 272.353 8. Makedónía - 248.466 9. Serbía - 146.615 10. Moldavía - 129.341Þessar þjóðir eru öruggar áfram úr seinni undariðlinum samkvæmt YouTube-áhorfi: 1. Aserbaídsjan 421.180 2. Svíþjóð - 331.131 3. Malta - 262.831 4. Ísrael - 252.625 5. Ísland - 228.667 6. Svartfjallaland - 133.779 7. Noregur - 130.804 8. Tékkland - 114.661 9. Litháen - 107.245 10. Slóvenía - 90.086.Sjá einnig:Heyrðu öll lög í Eurovision 2015 hérKeppnin í ár ein sú hægasta Þá er einnig horft til hraða laganna í undanriðlunum en meðalhraði þeirra í ár eru 99 slög á mínútu og keppnin sögð ein sú hægasta undanfarinna ára. Til samanburðar má nefna að flest lög sem eru í útvarpsspilun í dag eru með 128 slög á mínútu að jafnaði. ESCToday segir hraða laganna ekki hafa mikið um gæði þeirra að segja en þau sem eru „hressari“ eru talin eiga meiri líkur á góðum árangri í þessari löngu keppni.Slög á mínútu í fyrri undanriðlinum: Moldavía 103 slög Armenía 121 slag Belgía 90 slög Finnland 95 slög Grikkland 95 slög Eistland 69 slög Makedónía 120 slög Serbía 129 slög Ungverjaland 95 slög Hvíta-Rússland 130 slög Rússland 74 slög Danmörk 125 slög Rúmenía 98 slög Georgía 71 slag Samkvæmt þessu þá eru líkur Armeníu, Makedóníu, Serbíu, Hvíta-Rússlands og Danmerkur ágætar eftir horft er til slaga á mínútu.Slög á mínútu í seinni undanriðlinum: Litháen 128 slög Írland 79 slögSan Marínó 77 slög Svartfjallaland 97 slög Malta 76 slög Noregur 128 slög Portúgal 109 slög Tékkland 123 slög Ísrael 115 slög Lettland 108 slög Aserbaídsjan 106 slög Ísland 97 slög Svíþjóð 124 slög Sviss 70 slög Kýpur 90 slög Slóvenía 79 slög Pólland 82 slög Í seinni undanriðlinum gætu því Litháen, Noregur, Tékkland, Ísrael og Svíþjóð fengið einhver atkvæði fyrir að koma áhorfendum í gírinn og er Ísland einnig inni í þeim pakka ásamt Svartfjallalandi og Aserbaídsjan.Íslandi spáð í úrslit Samkvæmt þessari greiningu allri frá ESCToday þá eru líkur Armeníu, Eistlands, Rússlands og Albaníu ansi góðar í fyrri undanriðlinum. Aðrir sem eiga ágætis líkur í þeim riðli eru Makedónía og Georgía en talið er að Danmörk, Hvíta-Rússland og Moldavía geti komið á óvart. Í seinni undariðlinu er talið að Svíþjóð, Noregur, Ísland og Ísrael eigi greiða leið í úrslitin en á eftir þeim koma Aserbaídsjan, Tékkland, Malta og Slóvenía. Sjá spá ESCToday hér. Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Eurovision 2015: Heyrðu öll lögin hér Fjörutíu þjóðir berjast um sigurinn. 23. mars 2015 16:30 María Ólafsdóttir tólfta á svið Á eftir Aserbaídsjan og undan Svíþjóð. 23. mars 2015 13:21 Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
María Ólafsdóttir á greiða leið í úrslit söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, ef marka má greiningu síðunnar ESCToday. Matið er byggt á tölfræði og líkindum út frá gengi laga í undanriðlum Eurovision síðustu ára og hefur ekkert með gæði þeirra að gera. Bendir ritstjóri ESCToday, Helio Qendro, á að lagið sem er númer fjórtán í röðinni í öðrum hvorum undanriðlinum sé ekki endilega alltaf það besta en þó eigi það mestu líkurnar á að komast upp úr undanriðlinum því það er jafnan flutt þegar mesta áhorfið er á keppnina. Þau lönd sem komast upp úr fyrri undanriðlinum samkvæmt þessum útreikningum eru: Armenía, Grikkland, Eistland, Tékkland, Ungverjaland, Danmörk, Albanía, Rúmenía og Georgía. Löndin sem komast upp úr seinni undanriðlinum eru: Írland, Noregur, Portúgal, Makedónía, Lettland, Ísland, Svíþjóð, Sviss, Kýpur og Pólland.Sjá einnig:María tólfta á sviðBest að vera fjórtándi í röðinni 85 prósent líkur eru á því að Albanía og Sviss fari upp úr sínum undanriðlum en bæði löndin eru þau fjórtándu í röðinni til að stíga á svið í fyrri og seinni undanriðlunum. Þau lönd sem hafa verið númer fjórtán í röðinni hafa 12 sinnum komist upp úr sínum riðlum í 14 tilraunum. María verður tólfta á svið í seinni undariðlinum. Fulltrúi Moldavíu verður fyrstur á svið í fyrri undanriðlinum og fulltrúi Georgíu síðastur á svið og eru um helmingslíkur á að þær þjóðir sem eru fyrstar og síðastar á svið fari upp úr riðlinum. Í seinni undanriðlinum fellur það í skaut Pólverja og Slóvena að vera fyrstir og síðastir á svið.YouTube-áhorfið talið gefa góða vísbendingu Þá horfir ESCToday einnig til fjölda áhorfa á YouTube-myndbönd keppenda í Eurovision og er bent á að þeir sem hafa unnið keppnina í gegnum árin hafi verið afar vinsælir á YouTube í aðdraganda hennar. Eru nefndir sem dæmi sigurvegarar á borð við Conchitu Wurst, Emmelie de Forest og Loreen ásamt rússnesku ömmunum sem urðu í öðru sæti árið 2012.Samkvæmt YouTube-áhorfi þá eru þessar þjóðir öruggar áfram úr fyrri undanriðlinum: 1. Rússland - 1.744.033 2. Albanía - 855.146 3. Armenía 779.617 4. Georgía - 404.279 5. Eistland - 375.343 6. Belgía - 357.343 7. Hvíta-Rússland - 272.353 8. Makedónía - 248.466 9. Serbía - 146.615 10. Moldavía - 129.341Þessar þjóðir eru öruggar áfram úr seinni undariðlinum samkvæmt YouTube-áhorfi: 1. Aserbaídsjan 421.180 2. Svíþjóð - 331.131 3. Malta - 262.831 4. Ísrael - 252.625 5. Ísland - 228.667 6. Svartfjallaland - 133.779 7. Noregur - 130.804 8. Tékkland - 114.661 9. Litháen - 107.245 10. Slóvenía - 90.086.Sjá einnig:Heyrðu öll lög í Eurovision 2015 hérKeppnin í ár ein sú hægasta Þá er einnig horft til hraða laganna í undanriðlunum en meðalhraði þeirra í ár eru 99 slög á mínútu og keppnin sögð ein sú hægasta undanfarinna ára. Til samanburðar má nefna að flest lög sem eru í útvarpsspilun í dag eru með 128 slög á mínútu að jafnaði. ESCToday segir hraða laganna ekki hafa mikið um gæði þeirra að segja en þau sem eru „hressari“ eru talin eiga meiri líkur á góðum árangri í þessari löngu keppni.Slög á mínútu í fyrri undanriðlinum: Moldavía 103 slög Armenía 121 slag Belgía 90 slög Finnland 95 slög Grikkland 95 slög Eistland 69 slög Makedónía 120 slög Serbía 129 slög Ungverjaland 95 slög Hvíta-Rússland 130 slög Rússland 74 slög Danmörk 125 slög Rúmenía 98 slög Georgía 71 slag Samkvæmt þessu þá eru líkur Armeníu, Makedóníu, Serbíu, Hvíta-Rússlands og Danmerkur ágætar eftir horft er til slaga á mínútu.Slög á mínútu í seinni undanriðlinum: Litháen 128 slög Írland 79 slögSan Marínó 77 slög Svartfjallaland 97 slög Malta 76 slög Noregur 128 slög Portúgal 109 slög Tékkland 123 slög Ísrael 115 slög Lettland 108 slög Aserbaídsjan 106 slög Ísland 97 slög Svíþjóð 124 slög Sviss 70 slög Kýpur 90 slög Slóvenía 79 slög Pólland 82 slög Í seinni undanriðlinum gætu því Litháen, Noregur, Tékkland, Ísrael og Svíþjóð fengið einhver atkvæði fyrir að koma áhorfendum í gírinn og er Ísland einnig inni í þeim pakka ásamt Svartfjallalandi og Aserbaídsjan.Íslandi spáð í úrslit Samkvæmt þessari greiningu allri frá ESCToday þá eru líkur Armeníu, Eistlands, Rússlands og Albaníu ansi góðar í fyrri undanriðlinum. Aðrir sem eiga ágætis líkur í þeim riðli eru Makedónía og Georgía en talið er að Danmörk, Hvíta-Rússland og Moldavía geti komið á óvart. Í seinni undariðlinu er talið að Svíþjóð, Noregur, Ísland og Ísrael eigi greiða leið í úrslitin en á eftir þeim koma Aserbaídsjan, Tékkland, Malta og Slóvenía. Sjá spá ESCToday hér.
Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Eurovision 2015: Heyrðu öll lögin hér Fjörutíu þjóðir berjast um sigurinn. 23. mars 2015 16:30 María Ólafsdóttir tólfta á svið Á eftir Aserbaídsjan og undan Svíþjóð. 23. mars 2015 13:21 Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira