457 tilkynningar um peningaþvætti í fyrra Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 25. mars 2015 20:00 Tilkynningar um peningaþvætti til ríkislögreglustjóra hafa rúmlega tvöfaldast á undanförnum árum. Lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja segir embættið skorta bolmagn til rannsókna og afleiðingarnar gætu skaðað íslenskan fjármálamarkað. Tilkynningarskyldum aðilum er skylt samkvæmt lögum að tilkynna til lögreglu öll viðskipti sem grunur leikur á að rekja megi til peningaþvættis. Það er síðan Peningaþvættisskrifstofa ríkislögreglustjóra sem annast móttöku tilkynninga og tekur ákvörðun um frekari rannsókn eftir atvikum. Skrifstofunni bárust árlega um 500 tilkynningar um grunsamleg viðskipti árin 2007 til 2009. Þeim fækkaði í 414 árið 2010 og niður í 199 árið 2011. Síðan þá hefur tilkynningum fjölgað. Samkvæmt óbirtum tölum sem fréttastofa hefur undir höndum, voru tilkynningarnar 457 í fyrra, eða rúmlega tvöfalt fleiri en þær voru árið 2011. Þó heitið Peningaþvættisskrifstofa hljómi ef til vill eins og hér sé heill her manna að rannsaka þessar tilkynningar, þá er það fjarri lagi. Því hér í húsakynnum Ríkislögreglustjóra starfar einn einstaklingur við rannsókn þessara mála. Forseti alþjóðlegs vinnuhóps sem vinnur gegn því að fjármálakerfi séu misnotuð í því skyni að koma illu fengnu fé í umferð, FATF, kom nýlega sérstaklega til Íslands til að vekja athygli íslenskra stjórnvalda á þessari stöðu. Ísland væri eftirbátur annarra þjóða í þessum efnum og styrkja þyrfti mannafla peningaþvættisskrifstofu fyrir 1. júlí á þessu ári. Langflestar tilkynningar koma frá fjármálafyrirtækjum og tekur Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, undir áhyggjur vinnuhópsins. Ljóst sé að peningaþvættisskrifstofu skorti fjármagn til að rannsaka peningaþvætti og úr því verði að bæta. En hvaða afleiðingar gæti það haft ef ekki verður breyting á? „Það í rauninni gæti haft þær afleiðingar að þessi alþjóðasamtök sem að við erum aðilar að, FATF, færi Ísland niður á sínum listum og það væri ekki gott fyrir íslenskan fjármálamarkað og íslenskt efnahagslíf,“ segir Jóna. Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Tilkynningar um peningaþvætti til ríkislögreglustjóra hafa rúmlega tvöfaldast á undanförnum árum. Lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja segir embættið skorta bolmagn til rannsókna og afleiðingarnar gætu skaðað íslenskan fjármálamarkað. Tilkynningarskyldum aðilum er skylt samkvæmt lögum að tilkynna til lögreglu öll viðskipti sem grunur leikur á að rekja megi til peningaþvættis. Það er síðan Peningaþvættisskrifstofa ríkislögreglustjóra sem annast móttöku tilkynninga og tekur ákvörðun um frekari rannsókn eftir atvikum. Skrifstofunni bárust árlega um 500 tilkynningar um grunsamleg viðskipti árin 2007 til 2009. Þeim fækkaði í 414 árið 2010 og niður í 199 árið 2011. Síðan þá hefur tilkynningum fjölgað. Samkvæmt óbirtum tölum sem fréttastofa hefur undir höndum, voru tilkynningarnar 457 í fyrra, eða rúmlega tvöfalt fleiri en þær voru árið 2011. Þó heitið Peningaþvættisskrifstofa hljómi ef til vill eins og hér sé heill her manna að rannsaka þessar tilkynningar, þá er það fjarri lagi. Því hér í húsakynnum Ríkislögreglustjóra starfar einn einstaklingur við rannsókn þessara mála. Forseti alþjóðlegs vinnuhóps sem vinnur gegn því að fjármálakerfi séu misnotuð í því skyni að koma illu fengnu fé í umferð, FATF, kom nýlega sérstaklega til Íslands til að vekja athygli íslenskra stjórnvalda á þessari stöðu. Ísland væri eftirbátur annarra þjóða í þessum efnum og styrkja þyrfti mannafla peningaþvættisskrifstofu fyrir 1. júlí á þessu ári. Langflestar tilkynningar koma frá fjármálafyrirtækjum og tekur Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, undir áhyggjur vinnuhópsins. Ljóst sé að peningaþvættisskrifstofu skorti fjármagn til að rannsaka peningaþvætti og úr því verði að bæta. En hvaða afleiðingar gæti það haft ef ekki verður breyting á? „Það í rauninni gæti haft þær afleiðingar að þessi alþjóðasamtök sem að við erum aðilar að, FATF, færi Ísland niður á sínum listum og það væri ekki gott fyrir íslenskan fjármálamarkað og íslenskt efnahagslíf,“ segir Jóna.
Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira