Íslenskur fiðlusnillingur vann til alþjóðlegra verðlauna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2015 22:39 Rannveig Marta er einn efnilegasti tónlistarmaður Íslands. Hún verður tvítug í haust. Vísir/Stefán Fiðluleikarinn Rannveig Marta Sarc vann til fyrstu verðlauna á TEMSIG, tónlistarkeppni ungs fólks í Slóveníu sem er nýlokið. Þá hlaut hún einnig fyrstu verðlaun fyrir flutning á skylduverki og slóvnesku tónverki. Hún greinir frá þessu á Instagram síðu sinni og er eðlilega í skýjunum. Rannveig Marta, sem á íslenska móður og slóvenskan föður, hóf nám við Juilliard haustið 2014 eftir að hafa slegið í gegn í umsóknarferlinu þar sem hún flakkaði á milli skóla vestan hafs í von um inngöngu og skólastyrki. Skemmst frá því að segja að hún komst inn í alla skólana og gat valið á milli þeirra. „Þetta var alveg það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni,“ sagði Rannveig Marta við það tilefni í samtali við Fréttablaðið. Svo fór að hún valdi Juilliard í New York. Awarded 1st Prize at the TEMSIG- Slovenian Music Competition for Youth! Also received a special prize for the compulsory piece and for the commissioned Slovene piece. Very happy to say I will be performing Prokofiev 1st Violin Concerto with the Slovene Philharmonic Orchestra next year! #temsig A photo posted by Rannveig Marta Sarc (@rannveigmarta) on Mar 25, 2015 at 1:46pm PDT Meðal verðlauna sem Rannveig Marta hlaut fyrir árangur sinn er að flytja einleik með Fílharmóníusveit Slóveníu á næsta ári. Mun hún flytja 1. fiðlukonsert Prokofiev. Hér að neðan má heyra Rannveigu Mörtu flytja fyrsta kaflann úr konsertnum. Rannveig hefur spilað á fiðlu síðan hún var fjögurra ára en Guðný Guðmundsdóttir, fyrrverandi konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, var kennarinn hennar síðustu sex árin hér á landi áður en hún hélt utan í framhaldsnám. Menning Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Fiðluleikarinn Rannveig Marta Sarc vann til fyrstu verðlauna á TEMSIG, tónlistarkeppni ungs fólks í Slóveníu sem er nýlokið. Þá hlaut hún einnig fyrstu verðlaun fyrir flutning á skylduverki og slóvnesku tónverki. Hún greinir frá þessu á Instagram síðu sinni og er eðlilega í skýjunum. Rannveig Marta, sem á íslenska móður og slóvenskan föður, hóf nám við Juilliard haustið 2014 eftir að hafa slegið í gegn í umsóknarferlinu þar sem hún flakkaði á milli skóla vestan hafs í von um inngöngu og skólastyrki. Skemmst frá því að segja að hún komst inn í alla skólana og gat valið á milli þeirra. „Þetta var alveg það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni,“ sagði Rannveig Marta við það tilefni í samtali við Fréttablaðið. Svo fór að hún valdi Juilliard í New York. Awarded 1st Prize at the TEMSIG- Slovenian Music Competition for Youth! Also received a special prize for the compulsory piece and for the commissioned Slovene piece. Very happy to say I will be performing Prokofiev 1st Violin Concerto with the Slovene Philharmonic Orchestra next year! #temsig A photo posted by Rannveig Marta Sarc (@rannveigmarta) on Mar 25, 2015 at 1:46pm PDT Meðal verðlauna sem Rannveig Marta hlaut fyrir árangur sinn er að flytja einleik með Fílharmóníusveit Slóveníu á næsta ári. Mun hún flytja 1. fiðlukonsert Prokofiev. Hér að neðan má heyra Rannveigu Mörtu flytja fyrsta kaflann úr konsertnum. Rannveig hefur spilað á fiðlu síðan hún var fjögurra ára en Guðný Guðmundsdóttir, fyrrverandi konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, var kennarinn hennar síðustu sex árin hér á landi áður en hún hélt utan í framhaldsnám.
Menning Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira