Íslenskur fiðlusnillingur vann til alþjóðlegra verðlauna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2015 22:39 Rannveig Marta er einn efnilegasti tónlistarmaður Íslands. Hún verður tvítug í haust. Vísir/Stefán Fiðluleikarinn Rannveig Marta Sarc vann til fyrstu verðlauna á TEMSIG, tónlistarkeppni ungs fólks í Slóveníu sem er nýlokið. Þá hlaut hún einnig fyrstu verðlaun fyrir flutning á skylduverki og slóvnesku tónverki. Hún greinir frá þessu á Instagram síðu sinni og er eðlilega í skýjunum. Rannveig Marta, sem á íslenska móður og slóvenskan föður, hóf nám við Juilliard haustið 2014 eftir að hafa slegið í gegn í umsóknarferlinu þar sem hún flakkaði á milli skóla vestan hafs í von um inngöngu og skólastyrki. Skemmst frá því að segja að hún komst inn í alla skólana og gat valið á milli þeirra. „Þetta var alveg það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni,“ sagði Rannveig Marta við það tilefni í samtali við Fréttablaðið. Svo fór að hún valdi Juilliard í New York. Awarded 1st Prize at the TEMSIG- Slovenian Music Competition for Youth! Also received a special prize for the compulsory piece and for the commissioned Slovene piece. Very happy to say I will be performing Prokofiev 1st Violin Concerto with the Slovene Philharmonic Orchestra next year! #temsig A photo posted by Rannveig Marta Sarc (@rannveigmarta) on Mar 25, 2015 at 1:46pm PDT Meðal verðlauna sem Rannveig Marta hlaut fyrir árangur sinn er að flytja einleik með Fílharmóníusveit Slóveníu á næsta ári. Mun hún flytja 1. fiðlukonsert Prokofiev. Hér að neðan má heyra Rannveigu Mörtu flytja fyrsta kaflann úr konsertnum. Rannveig hefur spilað á fiðlu síðan hún var fjögurra ára en Guðný Guðmundsdóttir, fyrrverandi konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, var kennarinn hennar síðustu sex árin hér á landi áður en hún hélt utan í framhaldsnám. Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Fiðluleikarinn Rannveig Marta Sarc vann til fyrstu verðlauna á TEMSIG, tónlistarkeppni ungs fólks í Slóveníu sem er nýlokið. Þá hlaut hún einnig fyrstu verðlaun fyrir flutning á skylduverki og slóvnesku tónverki. Hún greinir frá þessu á Instagram síðu sinni og er eðlilega í skýjunum. Rannveig Marta, sem á íslenska móður og slóvenskan föður, hóf nám við Juilliard haustið 2014 eftir að hafa slegið í gegn í umsóknarferlinu þar sem hún flakkaði á milli skóla vestan hafs í von um inngöngu og skólastyrki. Skemmst frá því að segja að hún komst inn í alla skólana og gat valið á milli þeirra. „Þetta var alveg það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni,“ sagði Rannveig Marta við það tilefni í samtali við Fréttablaðið. Svo fór að hún valdi Juilliard í New York. Awarded 1st Prize at the TEMSIG- Slovenian Music Competition for Youth! Also received a special prize for the compulsory piece and for the commissioned Slovene piece. Very happy to say I will be performing Prokofiev 1st Violin Concerto with the Slovene Philharmonic Orchestra next year! #temsig A photo posted by Rannveig Marta Sarc (@rannveigmarta) on Mar 25, 2015 at 1:46pm PDT Meðal verðlauna sem Rannveig Marta hlaut fyrir árangur sinn er að flytja einleik með Fílharmóníusveit Slóveníu á næsta ári. Mun hún flytja 1. fiðlukonsert Prokofiev. Hér að neðan má heyra Rannveigu Mörtu flytja fyrsta kaflann úr konsertnum. Rannveig hefur spilað á fiðlu síðan hún var fjögurra ára en Guðný Guðmundsdóttir, fyrrverandi konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, var kennarinn hennar síðustu sex árin hér á landi áður en hún hélt utan í framhaldsnám.
Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira