Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, hefur stofnað nýtt ráðgjafafyrirtæki, SAM Consulting slf.
Gísli var í nóvember dæmdur fyrir aðild sína í lekamálinu svokallaða.
Í Lögbirtingablaðinu kemur fram að tilgangur félagsins sé rekstur ráðgjafastofu, eignaumsýsla og annar skyldur rekstur. Undir það falli m.a. viðskipti með verðbréf og hvers kyns önnur fjárhagsleg verðmæti.
