Fangelsismálastjóra hótað í heitri umræðu um fangelsun bankamanna Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2015 16:14 Umræðan í tengslum við fangelsun bankamanna hefur reynst heit og í Pál Winkel hringja nafnlausir aðilar og hafa í hótunum. Páll Winkel fangelsismálastjóri má jafnvel sæta hótunum vegna tilfinningaþrunginnar umræðu um aðbúnað fanga, en í umræðunni hefur því verið haldið fram að föngum sé mismunað. Hann fær nú fjölda pósta og hringinga þar sem nafnlausir aðilar fara mikinn. Fangar hafa það almennt á tilfinningunni að bankamenn sem nýverið hafa hafið afplánun, þeir Hreiðar Már Sigurðsson og Ólafur Ólafsson, fái sérmeðferð. Páll segir þetta af og frá.Miklar tilfinningar í spilinu Vísir ræddi við Pál vegna málsins og spurður segir hann þetta ekki erfiða umræðu í sjálfu sér. „Nei, það sem er erfitt er að fólk hefur miklar skoðanir á þessum málaflokki og ekki allir málefnalegir í framgöngu sinni. Og eðli máls miklar tilfinningar í tengslum við stór mál. Við fáum býsna mikla ágjöf, þegar áberandi mál eru í gangi. Aftur, það eina sem við getum gert er að vinna hlutina eftir tilskyldum reglum. Við ættum ekki möguleika að gera þetta að eigin geðþótta. Engu slíku er til að dreifa. Við erum undir miklu eftirliti og góðu; fjölmiðla, umboðsmanns alþingis, ríkisendurskoðunar, pyndinganefnd Evrópuráðsins og öllum þeim lögum sem um okkar málaflokk gilda – þar á meðal jafnræðisreglu stjórnsýslulaga: Sambærileg mál skulu fá sambærilega afgreiðslu. Og sú er raunin.“ Og blaðamaður Vísis getur staðfest að umræðan er heit, þannig hefur þurft að fjarlægja heiftúðug ummæli af athygasemdakerfi við fréttaflutning af þessum málum, og ágætt að nota tækifærið og hvetja til málefnalegrar umræðu um þennan mikilvæga og viðkvæma málaflokk.Tekur ekki þátt í nornaveiðumEn, nú liggur fyrir að fangar hafa þetta á tilfinningunni? „Jájá, ég veit það og heyri af því. En, við getum ekki unnið eftir tíðaranda. Það er ekki okkar og viljum ekki taka þátt í nútímanornabrennum. Við erum í réttarríki og vinnum eftir reglum. Punktur.“ Páll segir að sér hafi að undanförnu borist fjölmörg erindi, póstar, hringingar, nafnlaust og undir sérkennilegum nöfnum. Og hafa þá þessir aðilar í hótunum við þig? „Jahhh, við skulum segja að það séu markatilvik sem maður setur spurningarmerki við.“Frá árinu 2008 hafa 154 fangar hafið afplánun í HegningarhúsinuEn, þar sem er reykur, þar er eldur, segir máltækið þannig að Vísir fór þess á leit við Pál að hann færi yfir tölfræðina í málinu. Hann sagði það auðsótt. „Frá árinu 2008 hafa 154 fangar hafið afplánun í Hegningarhúsinu og að tilteknum tíma liðnum farið í afplánun í opið fangelsi. Af þessum 154 föngum voru 45 dómþolar sem áður höfðu afplánað fangelsisrefsingu í fangelsi, sem sagt 109 voru í sinni fyrstu afplánun,“ segir Páll og hann sendi blaðamanni Vísis meðfylgjandi töflu máli sínu til stuðnings. Hún sýnir hve lengi síðarnefndi hópurinn (þeir sem voru í 1. afplánun) var i Hegningarhúsinu áður en hann fór í opið fangelsi: 10 dagar = 63 fangar 11-20 dagar = 20 fangar 21-30 dagar = 11 fangar 31-40 dagar = 7 fangar 41-50 dagar = 1 fangi 51-60 dagar = 2 fangar 61-70 dagar = 4 fangar 71-80 dagar = 0 fangi 81-90 dagar = 1 fangiTölurnar tala sínu máli Páll segir að meðaltalið sé 14,84 dagar, eða 15 dagar. „Samkvæmt lögum um fullnustu refsinga eiga fangar þess kost að vinna sig upp í afplánun enda sýni þeir af sér góða hegðan. Til dæmis má taka dómþola sem dæmdur hefur verið í 5 ára fangelsisrefsingu, það er ef framganga hans í afplánun ef lögbundin skilyrði eru uppfyllt.“ Og fangelsismálastjóri heldur áfram að rekja það sem hann segir óhrekjandi staðreyndir málsins og sendi blaðamanni meðfylgjandi gögn, sem mega heita upplýsandi:Miðað við reynslulausn að afplánuðum helmingi myndi afplánun hans vera eftirfarandi: Afplánun í fangelsi 18 mánuðir (lokað/opið fangelsi). Afplánun á áfangaheimili 7 mánuðir. Afplánun undir rafrænu eftirliti 5 mánuðir.Miðað við reynslulausn að afplánuðum 2/3 hlutum refsingar myndi afplánun hans vera eftirfarandi: Afplánun í fangelsi 28 mánuðir (lokað/opið fangelsi) Afplánun á áfangaheimili 7 mánuðir Afplánun undir rafrænu eftirliti 5 mánuðir Á þessu tímabili (2008-2014) hlutu u.þ.b. 70 % fanga reynslulausn annað hvort eftir helming afplánunar eða 2/3 hluta afplánunar, þar af stærri hlutinn að afplánuðum helmingi. Alþingi Tengdar fréttir Magnús og Sigurður hafa báðir óskað eftir að hefja afplánun Allir sakborningarnir í Al Thani málinu hafa óskað eftir því að hefja afplánun en tveir eru þegar komnir í fangelsi. 9. mars 2015 13:39 Hreiðar Már mættur til afplánunar á Kvíabryggju Fyrrverandi forstjóri Kaupþings var niðurdreginn að sjá þegar hann mætti nú fyrir stundu á Kvíabryggju. 12. mars 2015 13:40 Þvertekur fyrir að Ólafur fái sérmeðferð Páll Winkel fangelsismálastjóri segist bundinn að lögum og reglum og að hann hafi ekki áhuga á að veita neinum sérmeðferð. 25. febrúar 2015 14:27 Fangar telja Ólaf Ólafsson fá sérmeðferð Ólafur Ólafsson, sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelld efnahagsbrot, er nú þegar kominn í afplánun í fangelsinu að Kvíabryggju eftir tveggja daga dvöl í Hegningarhúsinu. 26. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri má jafnvel sæta hótunum vegna tilfinningaþrunginnar umræðu um aðbúnað fanga, en í umræðunni hefur því verið haldið fram að föngum sé mismunað. Hann fær nú fjölda pósta og hringinga þar sem nafnlausir aðilar fara mikinn. Fangar hafa það almennt á tilfinningunni að bankamenn sem nýverið hafa hafið afplánun, þeir Hreiðar Már Sigurðsson og Ólafur Ólafsson, fái sérmeðferð. Páll segir þetta af og frá.Miklar tilfinningar í spilinu Vísir ræddi við Pál vegna málsins og spurður segir hann þetta ekki erfiða umræðu í sjálfu sér. „Nei, það sem er erfitt er að fólk hefur miklar skoðanir á þessum málaflokki og ekki allir málefnalegir í framgöngu sinni. Og eðli máls miklar tilfinningar í tengslum við stór mál. Við fáum býsna mikla ágjöf, þegar áberandi mál eru í gangi. Aftur, það eina sem við getum gert er að vinna hlutina eftir tilskyldum reglum. Við ættum ekki möguleika að gera þetta að eigin geðþótta. Engu slíku er til að dreifa. Við erum undir miklu eftirliti og góðu; fjölmiðla, umboðsmanns alþingis, ríkisendurskoðunar, pyndinganefnd Evrópuráðsins og öllum þeim lögum sem um okkar málaflokk gilda – þar á meðal jafnræðisreglu stjórnsýslulaga: Sambærileg mál skulu fá sambærilega afgreiðslu. Og sú er raunin.“ Og blaðamaður Vísis getur staðfest að umræðan er heit, þannig hefur þurft að fjarlægja heiftúðug ummæli af athygasemdakerfi við fréttaflutning af þessum málum, og ágætt að nota tækifærið og hvetja til málefnalegrar umræðu um þennan mikilvæga og viðkvæma málaflokk.Tekur ekki þátt í nornaveiðumEn, nú liggur fyrir að fangar hafa þetta á tilfinningunni? „Jájá, ég veit það og heyri af því. En, við getum ekki unnið eftir tíðaranda. Það er ekki okkar og viljum ekki taka þátt í nútímanornabrennum. Við erum í réttarríki og vinnum eftir reglum. Punktur.“ Páll segir að sér hafi að undanförnu borist fjölmörg erindi, póstar, hringingar, nafnlaust og undir sérkennilegum nöfnum. Og hafa þá þessir aðilar í hótunum við þig? „Jahhh, við skulum segja að það séu markatilvik sem maður setur spurningarmerki við.“Frá árinu 2008 hafa 154 fangar hafið afplánun í HegningarhúsinuEn, þar sem er reykur, þar er eldur, segir máltækið þannig að Vísir fór þess á leit við Pál að hann færi yfir tölfræðina í málinu. Hann sagði það auðsótt. „Frá árinu 2008 hafa 154 fangar hafið afplánun í Hegningarhúsinu og að tilteknum tíma liðnum farið í afplánun í opið fangelsi. Af þessum 154 föngum voru 45 dómþolar sem áður höfðu afplánað fangelsisrefsingu í fangelsi, sem sagt 109 voru í sinni fyrstu afplánun,“ segir Páll og hann sendi blaðamanni Vísis meðfylgjandi töflu máli sínu til stuðnings. Hún sýnir hve lengi síðarnefndi hópurinn (þeir sem voru í 1. afplánun) var i Hegningarhúsinu áður en hann fór í opið fangelsi: 10 dagar = 63 fangar 11-20 dagar = 20 fangar 21-30 dagar = 11 fangar 31-40 dagar = 7 fangar 41-50 dagar = 1 fangi 51-60 dagar = 2 fangar 61-70 dagar = 4 fangar 71-80 dagar = 0 fangi 81-90 dagar = 1 fangiTölurnar tala sínu máli Páll segir að meðaltalið sé 14,84 dagar, eða 15 dagar. „Samkvæmt lögum um fullnustu refsinga eiga fangar þess kost að vinna sig upp í afplánun enda sýni þeir af sér góða hegðan. Til dæmis má taka dómþola sem dæmdur hefur verið í 5 ára fangelsisrefsingu, það er ef framganga hans í afplánun ef lögbundin skilyrði eru uppfyllt.“ Og fangelsismálastjóri heldur áfram að rekja það sem hann segir óhrekjandi staðreyndir málsins og sendi blaðamanni meðfylgjandi gögn, sem mega heita upplýsandi:Miðað við reynslulausn að afplánuðum helmingi myndi afplánun hans vera eftirfarandi: Afplánun í fangelsi 18 mánuðir (lokað/opið fangelsi). Afplánun á áfangaheimili 7 mánuðir. Afplánun undir rafrænu eftirliti 5 mánuðir.Miðað við reynslulausn að afplánuðum 2/3 hlutum refsingar myndi afplánun hans vera eftirfarandi: Afplánun í fangelsi 28 mánuðir (lokað/opið fangelsi) Afplánun á áfangaheimili 7 mánuðir Afplánun undir rafrænu eftirliti 5 mánuðir Á þessu tímabili (2008-2014) hlutu u.þ.b. 70 % fanga reynslulausn annað hvort eftir helming afplánunar eða 2/3 hluta afplánunar, þar af stærri hlutinn að afplánuðum helmingi.
Alþingi Tengdar fréttir Magnús og Sigurður hafa báðir óskað eftir að hefja afplánun Allir sakborningarnir í Al Thani málinu hafa óskað eftir því að hefja afplánun en tveir eru þegar komnir í fangelsi. 9. mars 2015 13:39 Hreiðar Már mættur til afplánunar á Kvíabryggju Fyrrverandi forstjóri Kaupþings var niðurdreginn að sjá þegar hann mætti nú fyrir stundu á Kvíabryggju. 12. mars 2015 13:40 Þvertekur fyrir að Ólafur fái sérmeðferð Páll Winkel fangelsismálastjóri segist bundinn að lögum og reglum og að hann hafi ekki áhuga á að veita neinum sérmeðferð. 25. febrúar 2015 14:27 Fangar telja Ólaf Ólafsson fá sérmeðferð Ólafur Ólafsson, sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelld efnahagsbrot, er nú þegar kominn í afplánun í fangelsinu að Kvíabryggju eftir tveggja daga dvöl í Hegningarhúsinu. 26. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Sjá meira
Magnús og Sigurður hafa báðir óskað eftir að hefja afplánun Allir sakborningarnir í Al Thani málinu hafa óskað eftir því að hefja afplánun en tveir eru þegar komnir í fangelsi. 9. mars 2015 13:39
Hreiðar Már mættur til afplánunar á Kvíabryggju Fyrrverandi forstjóri Kaupþings var niðurdreginn að sjá þegar hann mætti nú fyrir stundu á Kvíabryggju. 12. mars 2015 13:40
Þvertekur fyrir að Ólafur fái sérmeðferð Páll Winkel fangelsismálastjóri segist bundinn að lögum og reglum og að hann hafi ekki áhuga á að veita neinum sérmeðferð. 25. febrúar 2015 14:27
Fangar telja Ólaf Ólafsson fá sérmeðferð Ólafur Ólafsson, sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelld efnahagsbrot, er nú þegar kominn í afplánun í fangelsinu að Kvíabryggju eftir tveggja daga dvöl í Hegningarhúsinu. 26. febrúar 2015 07:00