Vísir setur notendamet á íslenskum fréttamiðli Kolbeinn Tumi Daðason 15. mars 2015 12:00 Rúmlega 684 þúsund notendur sóttu Vísi heim í vikunni sem leið. Aldrei hafa verið fleiri notendur á íslenskum fréttamiðli en fyrra metið, rúmlega 667 þúsund notendur, átti Mbl.is frá því eldsumbrotin í Holuhrauni stóðu sem hæst í ágúst í fyrra. Miðað er við Samræmda vefmælingu Modernus. Hinn mikla fjölda lesenda á Vísi þessa vikuna má meðal annars rekja til mikils áhuga erlendra lesenda á fylgi Pírata í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Sömuleiðis vöktu fréttir af veðrinu hér heima mikla athygli líkt og á öðrum íslenskum vefmiðlum. „Visir.is náði efsta sæti á veflistanum í þessari viku og halda því tveir stærstu vefirnir (mbl.is og visir.is) áfram að skiptast á sætum nú í byrjun þessa árs,“ segir í umfjöllun á vef Modernus. Þar kennir ýmissa grasa en einn af hástökkvurum vikunnar er vefur Ríkisskattstjóra enda landsmenn í óða önn að skila framtölum sínum. Ritstjórn Vísis þakkar lesendum sínum kærlega fyrir heimsóknirnar undanfarnar vikur. Við tökum fagnandi við ábendingum, innsendum greinum og athugasemdum á ritstjórnarpóstinum okkar (ritstjorn@visir.is) og minnum á að nýjustu og helstu fréttir okkar eru birtar jafnóðum á Facebook-síðu Vísis. Erlendir lesendur geta sömuleiðis fylgst með fréttum á enskri útgáfu Facebook-síðu Vísis. Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Sjá meira
Rúmlega 684 þúsund notendur sóttu Vísi heim í vikunni sem leið. Aldrei hafa verið fleiri notendur á íslenskum fréttamiðli en fyrra metið, rúmlega 667 þúsund notendur, átti Mbl.is frá því eldsumbrotin í Holuhrauni stóðu sem hæst í ágúst í fyrra. Miðað er við Samræmda vefmælingu Modernus. Hinn mikla fjölda lesenda á Vísi þessa vikuna má meðal annars rekja til mikils áhuga erlendra lesenda á fylgi Pírata í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Sömuleiðis vöktu fréttir af veðrinu hér heima mikla athygli líkt og á öðrum íslenskum vefmiðlum. „Visir.is náði efsta sæti á veflistanum í þessari viku og halda því tveir stærstu vefirnir (mbl.is og visir.is) áfram að skiptast á sætum nú í byrjun þessa árs,“ segir í umfjöllun á vef Modernus. Þar kennir ýmissa grasa en einn af hástökkvurum vikunnar er vefur Ríkisskattstjóra enda landsmenn í óða önn að skila framtölum sínum. Ritstjórn Vísis þakkar lesendum sínum kærlega fyrir heimsóknirnar undanfarnar vikur. Við tökum fagnandi við ábendingum, innsendum greinum og athugasemdum á ritstjórnarpóstinum okkar (ritstjorn@visir.is) og minnum á að nýjustu og helstu fréttir okkar eru birtar jafnóðum á Facebook-síðu Vísis. Erlendir lesendur geta sömuleiðis fylgst með fréttum á enskri útgáfu Facebook-síðu Vísis.
Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Sjá meira