Af hverju roðnum við af rauðvínsdrykkju? Rikka skrifar 2. mars 2015 14:00 visir/getty Margir aðdáendur rauðvíns kannast við það að roðna allduglega þegar þess er neytt en hver er ástæðan fyrir roðanum og er hann merki um eitthvað annað og meira? Vísindamenn við Chungnam Háskólann í Suður Kóreu komust að því að þeir sem að fundu fyrir hitaeinkennum og roða við rauðvínsdrykkju væru allt að þrisvar sinnum líklegri til þess að vera með blóðþrýsting í hærri kantinum en þeir sem að fundu engin einkenni þessum lík. Vísindamenn hafa löngum vitað að áfengi eitt og sér hækkar blóðþrýsting. Þegar einstaklingur drekkur áfengi birtast fyrstu áfengissameindirnar í blóðstraumnum eftir aðeins eina mínútu. Um 10-20% af áfenginu er tekið upp strax í maganum. Hinn hlutinn er tekinn upp í meltingafærunum þar sem að ensím brjóta það niður ennfrekar. Fyrst er áfenginu breytt í acetaldehíð en það hefur meðal annars slakandi áhrif á æðakerfið með þeim afleiðingum að æðarnar víkka og blóðflæðið verður greiðara, ef þannig má að orði komast. Þegar áfengi minnkar svo í blóðinu dragast æðarnar saman aftur og hækkar þá þrýstingurinn á blóðinu. Roðinn myndast hjá þeim sem að eiga í erfiðleikum með að brjóta niður acetalhedíðið og því er það líklegra að þeir sem að roðna við rauðvíns- og aðra áfengisdrykkju eigi hættu á því að þjást af of háum blóðþrýsting. Heilsa Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið
Margir aðdáendur rauðvíns kannast við það að roðna allduglega þegar þess er neytt en hver er ástæðan fyrir roðanum og er hann merki um eitthvað annað og meira? Vísindamenn við Chungnam Háskólann í Suður Kóreu komust að því að þeir sem að fundu fyrir hitaeinkennum og roða við rauðvínsdrykkju væru allt að þrisvar sinnum líklegri til þess að vera með blóðþrýsting í hærri kantinum en þeir sem að fundu engin einkenni þessum lík. Vísindamenn hafa löngum vitað að áfengi eitt og sér hækkar blóðþrýsting. Þegar einstaklingur drekkur áfengi birtast fyrstu áfengissameindirnar í blóðstraumnum eftir aðeins eina mínútu. Um 10-20% af áfenginu er tekið upp strax í maganum. Hinn hlutinn er tekinn upp í meltingafærunum þar sem að ensím brjóta það niður ennfrekar. Fyrst er áfenginu breytt í acetaldehíð en það hefur meðal annars slakandi áhrif á æðakerfið með þeim afleiðingum að æðarnar víkka og blóðflæðið verður greiðara, ef þannig má að orði komast. Þegar áfengi minnkar svo í blóðinu dragast æðarnar saman aftur og hækkar þá þrýstingurinn á blóðinu. Roðinn myndast hjá þeim sem að eiga í erfiðleikum með að brjóta niður acetalhedíðið og því er það líklegra að þeir sem að roðna við rauðvíns- og aðra áfengisdrykkju eigi hættu á því að þjást af of háum blóðþrýsting.
Heilsa Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið