Múslimarnir okkar: Giftist múslima fyrir stórfjölskylduna Bjarki Ármannsson skrifar 2. mars 2015 20:00 Fida er gift Jóni, trúlausum Íslendingi sem ættleiddur var kornungur frá Indónesíu, og þau eiga saman þrjár dætur. Vísir Fida Abu Libdeh var einn viðmælenda Lóu Pindar Aldísardóttur í þættinum Múslimarnir okkar á Stöð 2 í kvöld. Fida kom hingað til lands frá Ísrael sextán ára og lauk hér námi. Hún er gift Jóni, trúlausum Íslendingi sem ættleiddur var kornungur frá Indónesíu, og þau eiga saman þrjár dætur. Í Íslam er bannað að múslimakona giftist einhverjum sem ekki er múslimi og Fida segir að innan stórfjölskyldu hennar hafi verið krafa um það að hún giftist innan trúnnar. „Já, það var krafa um það,“ segir Fida. „Ekki bara múslima, líka araba og helst Palestínumanni.“„Ég vissi ekkert hver ég var“ Hún segist í mörg ár hafa reynt að þóknast bæði stórfjölskyldunni og Íslendingunum í kring um hana. „Þegar ég var svona sautján, átján ára voru kröfur um að fara út að djamma, vera eins lengi og hægt er, lenda í slagsmálum og allt það,“ segir Fida. „Og ég vildi „fitta inn.“ En ég var týnd í lífinu, ég vissi ekkert hver ég var eða hvert ég ætlaði mér. Maður lifði eiginlega tvöföldu lífi mjög lengi.“ Hún segist ekki hafa orðið hamingjusöm fyrr en hún hætti að spá í þetta. Á undan Jóni var hún gift múslima hér á landi, en hjónabandið entist bara í um eitt ár. „Það var svona til að þóknast fjölskyldunni,“ segir hún. „Hann var öðruvísi, en síðan þegar við giftumst þá hélt hann að ég væri eignin hans. Ég ætti að hegða mér eins og hann vildi og gera það sem hann vildi. Þetta bara var ekki ég.“Fyrri hluti Múslimanna okkar var sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Handrit og leikstjórn er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur en Kristinn Þeyr sá um kvikmyndatöku. Múslimarnir okkar Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46 Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
Fida Abu Libdeh var einn viðmælenda Lóu Pindar Aldísardóttur í þættinum Múslimarnir okkar á Stöð 2 í kvöld. Fida kom hingað til lands frá Ísrael sextán ára og lauk hér námi. Hún er gift Jóni, trúlausum Íslendingi sem ættleiddur var kornungur frá Indónesíu, og þau eiga saman þrjár dætur. Í Íslam er bannað að múslimakona giftist einhverjum sem ekki er múslimi og Fida segir að innan stórfjölskyldu hennar hafi verið krafa um það að hún giftist innan trúnnar. „Já, það var krafa um það,“ segir Fida. „Ekki bara múslima, líka araba og helst Palestínumanni.“„Ég vissi ekkert hver ég var“ Hún segist í mörg ár hafa reynt að þóknast bæði stórfjölskyldunni og Íslendingunum í kring um hana. „Þegar ég var svona sautján, átján ára voru kröfur um að fara út að djamma, vera eins lengi og hægt er, lenda í slagsmálum og allt það,“ segir Fida. „Og ég vildi „fitta inn.“ En ég var týnd í lífinu, ég vissi ekkert hver ég var eða hvert ég ætlaði mér. Maður lifði eiginlega tvöföldu lífi mjög lengi.“ Hún segist ekki hafa orðið hamingjusöm fyrr en hún hætti að spá í þetta. Á undan Jóni var hún gift múslima hér á landi, en hjónabandið entist bara í um eitt ár. „Það var svona til að þóknast fjölskyldunni,“ segir hún. „Hann var öðruvísi, en síðan þegar við giftumst þá hélt hann að ég væri eignin hans. Ég ætti að hegða mér eins og hann vildi og gera það sem hann vildi. Þetta bara var ekki ég.“Fyrri hluti Múslimanna okkar var sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Handrit og leikstjórn er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur en Kristinn Þeyr sá um kvikmyndatöku.
Múslimarnir okkar Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46 Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46
Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00