Það er brjálað að gera hjá Rondu Rousey en hún leikur í hverri myndinni á fætur annarri á milli þess sem hún snýr niður andstæðinga sína í búrinu á nokkrum sekúndum.
Rousey kemur fram í sjöundu myndinni í Fast & The Furious-flokknum og hún er einnig með hlutverk í nýju Entourage-myndinni.
Í gær var svo tilkynnt að hún myndi leika í myndinni Mile 22 sem á að fara að gera. Þar verður hún í hlutverki CIA-útsendara en hún er að festa sig í sessi sem hasarstjarna.
Hún samdi við UFC að hún fengi nú frí til þess að leika í bíómynd áður en hún færi aftur í hringinn.
Miðað við hvað hún er í litlum vandræðum með að ganga frá andstæðingum sínum þá gæti hún hæglega mætt í hringinn um hverja helgi og haft lítið fyrir því.
Rousey leikur í Entourage og The Fast and the Furious 7

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti

