Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Bjarki Ármannsson skrifar 9. mars 2015 21:36 „Hún heitir Alex Emma hjá okkur og ég ætla ekki að samþykkja þetta.“ Vísir/Vilhelm/Nanna Þórdís Árnadóttir Íslenskir foreldrar sem vilja nefna tæplega tveggja ára dóttur sína Alex Emmu þurfa að greiða tæplega 1.500 krónur í dagsektir til ríkissjóðs eftir að mannanafnanefnd hafnaði beiðni þeirra um Alex sem eiginnafn stúlku. Þau segjast ekki hafa búist við svona „harkalegum aðgerðum“ og segja ekki annað koma til greina en að kæra úrskurðinn. „Við eignuðumst dóttur okkar í ágúst 2013 og vorum búin að ákveða nafnið hennar löngu áður,“ segir Nanna Þórdís Árnadóttir, móðir Alexar. „Svo sendum við bara inn tilkynningu um það og þá kemur í ljós að stúlka hefur aldrei verið skírð Alex á Íslandi, þó það sé gert erlendis, og það þarf að fara fyrir mannanafnanefnd.“ Fjölskyldan beið þá í nokkra mánuði eftir úrskurði nefndarinnar. Hann var kveðinn upp þann 19. desember. Þar kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að Alex geti aðeins talist karlmannsnafn í íslensku máli, þar sem engin saga eða hefð sé fyrir öðru. Þó er þess getið í úrskurðinum að kvenmannsnafnið Alex brjóti ekki gegn íslensku málkerfi og ekki er talin ástæða til þess að nafngiftin yrði stúlkunni til ama.Sjá einnig: Vill leggja niður mannanafnanefnd: „Verðum að treysta fólki“Bréfið sem barst frá Þjóðskrá.Það var svo í dag, eftir nokkur símtöl og bréf frá Þjóðskrá Íslands, sem bréf barst foreldrum Alexar sem tilkynnti þeim að þau verði beitt dagsektum frá og með 3. apríl fyrir að hafa ekki tilkynnt stofnuninni um nafngift barnsins. Nanna segir það ekki koma til greina að svo stöddu að nefna Alex, sem er nú að verða nítján mánaða, öðru nafni. „Hún á þrjú önnur systkini og er búin að vera kölluð Alex Emma allan þennan tíma,“ segir Nanna. „Svo kemur líka bara upp þrjóska, manni finnst þetta bara fáránlegt. Ég meina, hvaða fasistaríki er þetta? Hún heitir Alex Emma hjá okkur og ég ætla ekki að samþykkja þetta.“Sjá einnig: 10 ára stúlku neitað um vegabréf af ÞjóðskráForeldrarnir þurfa að borga 1.437 krónur á dag þar til Þjóðskrá er tilkynnt um leyfilega nafngift. Nanna segir þau núna skoða hvaða leiðir sé hægt að fara til þess að kæra úrskurð mannanafnanefndar. „Við erum búin að skoða hvað aðrir hafa gert, búin að skoða dómsmál og svona,“ segir hún. Meðal annars settu þau sig í samband við Björk Eiðsdóttur ritstjóra, en dóttir hennar fékk að bera nafnið Blær þrátt fyrir höfnun mannanafnanefndar eftir að Björk höfðaði mál gegn ríkinu. „Það er ekkert annað sem kemur til greina. Núna eftir þrjár vikur eða eitthvað þurfum við að byrja að borga þangað til við finnum eitthvað nafn sem íslenska ríkinu þóknast.“ Nanna segir að fjölskyldan hafi ekki verið nógu dugleg að kanna hvaða leiðir séu færar áður en bréfið barst í dag. „Eiginlega bjóst ég ekki við svona harkalegum aðgerðum, ég verð að viðurkenna það,“ segir hún. „Það var ekki fyrr en maður fékk bréfið að maður hugsaði: Ókei, þetta er í alvörunni að fara að gerast.“ Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Íslenskir foreldrar sem vilja nefna tæplega tveggja ára dóttur sína Alex Emmu þurfa að greiða tæplega 1.500 krónur í dagsektir til ríkissjóðs eftir að mannanafnanefnd hafnaði beiðni þeirra um Alex sem eiginnafn stúlku. Þau segjast ekki hafa búist við svona „harkalegum aðgerðum“ og segja ekki annað koma til greina en að kæra úrskurðinn. „Við eignuðumst dóttur okkar í ágúst 2013 og vorum búin að ákveða nafnið hennar löngu áður,“ segir Nanna Þórdís Árnadóttir, móðir Alexar. „Svo sendum við bara inn tilkynningu um það og þá kemur í ljós að stúlka hefur aldrei verið skírð Alex á Íslandi, þó það sé gert erlendis, og það þarf að fara fyrir mannanafnanefnd.“ Fjölskyldan beið þá í nokkra mánuði eftir úrskurði nefndarinnar. Hann var kveðinn upp þann 19. desember. Þar kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að Alex geti aðeins talist karlmannsnafn í íslensku máli, þar sem engin saga eða hefð sé fyrir öðru. Þó er þess getið í úrskurðinum að kvenmannsnafnið Alex brjóti ekki gegn íslensku málkerfi og ekki er talin ástæða til þess að nafngiftin yrði stúlkunni til ama.Sjá einnig: Vill leggja niður mannanafnanefnd: „Verðum að treysta fólki“Bréfið sem barst frá Þjóðskrá.Það var svo í dag, eftir nokkur símtöl og bréf frá Þjóðskrá Íslands, sem bréf barst foreldrum Alexar sem tilkynnti þeim að þau verði beitt dagsektum frá og með 3. apríl fyrir að hafa ekki tilkynnt stofnuninni um nafngift barnsins. Nanna segir það ekki koma til greina að svo stöddu að nefna Alex, sem er nú að verða nítján mánaða, öðru nafni. „Hún á þrjú önnur systkini og er búin að vera kölluð Alex Emma allan þennan tíma,“ segir Nanna. „Svo kemur líka bara upp þrjóska, manni finnst þetta bara fáránlegt. Ég meina, hvaða fasistaríki er þetta? Hún heitir Alex Emma hjá okkur og ég ætla ekki að samþykkja þetta.“Sjá einnig: 10 ára stúlku neitað um vegabréf af ÞjóðskráForeldrarnir þurfa að borga 1.437 krónur á dag þar til Þjóðskrá er tilkynnt um leyfilega nafngift. Nanna segir þau núna skoða hvaða leiðir sé hægt að fara til þess að kæra úrskurð mannanafnanefndar. „Við erum búin að skoða hvað aðrir hafa gert, búin að skoða dómsmál og svona,“ segir hún. Meðal annars settu þau sig í samband við Björk Eiðsdóttur ritstjóra, en dóttir hennar fékk að bera nafnið Blær þrátt fyrir höfnun mannanafnanefndar eftir að Björk höfðaði mál gegn ríkinu. „Það er ekkert annað sem kemur til greina. Núna eftir þrjár vikur eða eitthvað þurfum við að byrja að borga þangað til við finnum eitthvað nafn sem íslenska ríkinu þóknast.“ Nanna segir að fjölskyldan hafi ekki verið nógu dugleg að kanna hvaða leiðir séu færar áður en bréfið barst í dag. „Eiginlega bjóst ég ekki við svona harkalegum aðgerðum, ég verð að viðurkenna það,“ segir hún. „Það var ekki fyrr en maður fékk bréfið að maður hugsaði: Ókei, þetta er í alvörunni að fara að gerast.“
Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira