Varar við innihaldslýsingum: Amman kom þriggja ára barnabarni til bjargar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2015 08:25 Glassúrinn sem var innkallaður er frá Kötlu. Lengst til hægri má sjá adrenalínsprautu sem notuð er til að bregðast við bráðaofnæmi. Vísir Þriggja ára stúlka var hætt komin á mánudaginn, bolludag, vegna glassúrs frá Kötlu sem innkallaður var í gær. Telpan, sem er með bráðaofnæmi fyrir eggjum, fékk bollu á leikskólanum sínum með glassúrnum en í honum má finna eggjaduft. Móðir stúlkunnar, Guðfinna Halldórsdóttir, segir að ofnæmið hafi ágerst mjög hratt. „Amma hennar fer að sækja hana á leikskólann og þegar hún kemur er dóttir mín byrjuð að bólgna upp í kringum augun. Ofnæmisviðbrögðin eru þá rétt að koma fram en þau ágerðust mjög hratt. Hún fékk til að mynda mikil útbrot og var bara mjög slöpp,“ segir Guðfinna. Um fimmtán mínútur liðu frá því að amman kom að sækja stúlkuna á leikskólann og þar til hún var búin að gefa henni adrenalínsprautu við ofnæminu. Einnig var hringt strax í 112 og kom sjúkrabíll á leikskólann um fimm mínútum eftir að stúlkan fékk sprautuna. Þá var Guðfinna komin á leikskólann líka. „Við förum með sjúkrabílnum beint upp á bráðamóttöku og þar var mæld súrefnismettun, öndun og blóðþrýstingur. Hún fékk svo sterapúst, það var settur upp leggur og hún fékk meiri ofnæmislyf. Við komum á spítalann um fjögurleytið og fórum heim um ellefu um kvöldið.“Ekki hika við að nota adrenalínpennaÞað sem er svo hættulegt við bráðaofnæmi er að öndunarfærin geta bólgnað upp og lokast. „Dóttir mín hefur það mjög fínt núna en ofnæmið gengur tiltölulega hratt yfir ef það er meðhöndlað réttt. Þó er mikilvægt að hafa í huga að það getur poppað upp aftur um 4-6 klukkustundum seinna. Það þarf því að fylgjast vel með viðkomandi og þess vegna vorum við fram á kvöld á spítalanum,“ segir Guðfinna. Dóttir Guðfinnu hafði aldrei fengið bráðaofnæmi áður en hún segir að það fari ekkert á milli mála þegar slíkt gerist. Hún segir að fólk eigi ekki að óttast að nota adrenalínsprautu, sambærilega þeirri sem notuð var vegna ofnæmis dóttur hennar. „Fólk á ekki að hika við að nota pennann. Það eru mjög góðar leiðbeiningar á honum og dóttir mín fór varla að gráta þegar við notuðum pennann.“Viðurkenndu strax að eggjaduft væri í glassúrnumDaginn eftir fór Guðfinna á leikskólann og fór yfir það ásamt starfsfólkinu hvað dóttir sín hefði borðað. „Ég var alls ekki viss um hvað það gæti verið sem orsakaði ofnæmið. Svo mundi ég reyndar eftir tilfelli með þennan glassúr og að hann hafi verið innkallaður fyrir nokkrum árum vegna þess að ekki var gefið upp í innihaldslýsingu að hann innihéldi eggjaafurðir. Ég hafði svo samband við Kötlu á miðvikudaginn og þeir viðurkenndu þetta strax. Þeir sögðu að þeim þætti þetta mjög leiðinlegt og báðust bara afsökunar enda ekki mikið annað sem þeir gátu gert.“ Guðfinna hafði svo samband við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur í gær og glassúrinn var innkallaður. Aðspurð um hvað henni finnist um þau vinnubrögð að setja ekki ofnæmisvaldandi efni í innihaldslýsingu segir Guðfinna: „Þetta er náttúrulega bara óásættanlegt og maður verður svo reiður. Það sem er líka sérstaklega alvarlegt í þessu tilfelli er að þetta er að gerast í annað skiptið með nákvæmlega sömu vöru. Mér finnst sem eftirlitsskyldan hafi brugðist.“Mjög algengt að fólk fái ofnæmi vegna lélegra innihaldslýsingaHún segist ekki hafa heyrt af öðrum tilfellum varðandi glassúrinn, annað en það sem kom upp fyrir nokkrum árum, en þó sé mjög algengt að fólk fái ofnæmi vegna þess að mikið skortir upp á innihaldslýsingar. „Stundum vantar algjörlega eitthvað í innihaldslýsinguna sem er ofnæmisvaldandi og stundum eru lýsingarnar ónákvæmar. Ég get tekið dæmi um kanilsnúða. Á umbúðunum stóð að þeir innihéldu smjörlíka. Það stóð hins vegar ekkert um hvað væri í smjörlíkinu. Þegar mamman fór svo að spyrjast fyrir kom í ljós að það var soja í smjörlíkinu og dóttir hennar er með ofnæmi fyrir því.“ Þá nefnir hún einnig bakarí sem dæmi þar sem oft skortir algjörlega allar innihaldslýsingar á vörum sem eru þar til sölu. „Það er mjög mikilvægt að opna þessa umræðu því það skiptir öllu máli að matvæli séu rétt merkt, eins og sýnir sig í þessu tilfelli með dóttur mína.“ Bolludagur Tengdar fréttir Innkalla glassúr Katla ehf. tilkynnir í dag sölustöðvun og innköllun á Glassúr súkkulaði og Glassúr bleikur, merktum Kötlu, vegna ómerkts ofnæmis- og óþolsvalds. 19. febrúar 2015 11:20 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Þriggja ára stúlka var hætt komin á mánudaginn, bolludag, vegna glassúrs frá Kötlu sem innkallaður var í gær. Telpan, sem er með bráðaofnæmi fyrir eggjum, fékk bollu á leikskólanum sínum með glassúrnum en í honum má finna eggjaduft. Móðir stúlkunnar, Guðfinna Halldórsdóttir, segir að ofnæmið hafi ágerst mjög hratt. „Amma hennar fer að sækja hana á leikskólann og þegar hún kemur er dóttir mín byrjuð að bólgna upp í kringum augun. Ofnæmisviðbrögðin eru þá rétt að koma fram en þau ágerðust mjög hratt. Hún fékk til að mynda mikil útbrot og var bara mjög slöpp,“ segir Guðfinna. Um fimmtán mínútur liðu frá því að amman kom að sækja stúlkuna á leikskólann og þar til hún var búin að gefa henni adrenalínsprautu við ofnæminu. Einnig var hringt strax í 112 og kom sjúkrabíll á leikskólann um fimm mínútum eftir að stúlkan fékk sprautuna. Þá var Guðfinna komin á leikskólann líka. „Við förum með sjúkrabílnum beint upp á bráðamóttöku og þar var mæld súrefnismettun, öndun og blóðþrýstingur. Hún fékk svo sterapúst, það var settur upp leggur og hún fékk meiri ofnæmislyf. Við komum á spítalann um fjögurleytið og fórum heim um ellefu um kvöldið.“Ekki hika við að nota adrenalínpennaÞað sem er svo hættulegt við bráðaofnæmi er að öndunarfærin geta bólgnað upp og lokast. „Dóttir mín hefur það mjög fínt núna en ofnæmið gengur tiltölulega hratt yfir ef það er meðhöndlað réttt. Þó er mikilvægt að hafa í huga að það getur poppað upp aftur um 4-6 klukkustundum seinna. Það þarf því að fylgjast vel með viðkomandi og þess vegna vorum við fram á kvöld á spítalanum,“ segir Guðfinna. Dóttir Guðfinnu hafði aldrei fengið bráðaofnæmi áður en hún segir að það fari ekkert á milli mála þegar slíkt gerist. Hún segir að fólk eigi ekki að óttast að nota adrenalínsprautu, sambærilega þeirri sem notuð var vegna ofnæmis dóttur hennar. „Fólk á ekki að hika við að nota pennann. Það eru mjög góðar leiðbeiningar á honum og dóttir mín fór varla að gráta þegar við notuðum pennann.“Viðurkenndu strax að eggjaduft væri í glassúrnumDaginn eftir fór Guðfinna á leikskólann og fór yfir það ásamt starfsfólkinu hvað dóttir sín hefði borðað. „Ég var alls ekki viss um hvað það gæti verið sem orsakaði ofnæmið. Svo mundi ég reyndar eftir tilfelli með þennan glassúr og að hann hafi verið innkallaður fyrir nokkrum árum vegna þess að ekki var gefið upp í innihaldslýsingu að hann innihéldi eggjaafurðir. Ég hafði svo samband við Kötlu á miðvikudaginn og þeir viðurkenndu þetta strax. Þeir sögðu að þeim þætti þetta mjög leiðinlegt og báðust bara afsökunar enda ekki mikið annað sem þeir gátu gert.“ Guðfinna hafði svo samband við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur í gær og glassúrinn var innkallaður. Aðspurð um hvað henni finnist um þau vinnubrögð að setja ekki ofnæmisvaldandi efni í innihaldslýsingu segir Guðfinna: „Þetta er náttúrulega bara óásættanlegt og maður verður svo reiður. Það sem er líka sérstaklega alvarlegt í þessu tilfelli er að þetta er að gerast í annað skiptið með nákvæmlega sömu vöru. Mér finnst sem eftirlitsskyldan hafi brugðist.“Mjög algengt að fólk fái ofnæmi vegna lélegra innihaldslýsingaHún segist ekki hafa heyrt af öðrum tilfellum varðandi glassúrinn, annað en það sem kom upp fyrir nokkrum árum, en þó sé mjög algengt að fólk fái ofnæmi vegna þess að mikið skortir upp á innihaldslýsingar. „Stundum vantar algjörlega eitthvað í innihaldslýsinguna sem er ofnæmisvaldandi og stundum eru lýsingarnar ónákvæmar. Ég get tekið dæmi um kanilsnúða. Á umbúðunum stóð að þeir innihéldu smjörlíka. Það stóð hins vegar ekkert um hvað væri í smjörlíkinu. Þegar mamman fór svo að spyrjast fyrir kom í ljós að það var soja í smjörlíkinu og dóttir hennar er með ofnæmi fyrir því.“ Þá nefnir hún einnig bakarí sem dæmi þar sem oft skortir algjörlega allar innihaldslýsingar á vörum sem eru þar til sölu. „Það er mjög mikilvægt að opna þessa umræðu því það skiptir öllu máli að matvæli séu rétt merkt, eins og sýnir sig í þessu tilfelli með dóttur mína.“
Bolludagur Tengdar fréttir Innkalla glassúr Katla ehf. tilkynnir í dag sölustöðvun og innköllun á Glassúr súkkulaði og Glassúr bleikur, merktum Kötlu, vegna ómerkts ofnæmis- og óþolsvalds. 19. febrúar 2015 11:20 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Innkalla glassúr Katla ehf. tilkynnir í dag sölustöðvun og innköllun á Glassúr súkkulaði og Glassúr bleikur, merktum Kötlu, vegna ómerkts ofnæmis- og óþolsvalds. 19. febrúar 2015 11:20