Fjallið skorar á Hulk Hogan í hringinn Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2015 11:34 Ef Hulk Hogan þorir í Fjallið, þá gæti það orðið allsvakaleg viðureign. visir/valli/epa Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, sem betur er þekktur sem Fjallið vegna glæsilegrar framgöngu sinnar í þáttaröðinni The Game of Thrones, skorar á Hulk Hogan, einn frægasta kappa úr hinum sérstæða Wrestling-heimi, á hólm. „Mér var bent á að hann væri með einhverja stæla við mig á netmiðlum og mér fannst tilvalið að svara honum,“ segir Fjallið í samtali við Vísi. Og bætir við: „Hann er helvíti djarfur kallinn.“Click here for an English versionHogan er grjótharður við lyklaborðið en spurning hvort hann þori þegar til kastanna kemur?Forsaga málsins er sú að Hulk Hogan birti mynd af frétt þar sem segir af því að Hafþór hafi slegið þúsund ára víkingamet með því að lyfta bjálka og lætur fylgja með fremur neyðarlega athugsemd. Hann skilur ekkert af hverju fólk er að veita þessu eftirtekt, sjálfur myndi hann brjóta bjálkann eins og gulrót. Fjallið lætur Wrestling-kappann ekki eiga neitt inni hjá sér og svarar svo til að hann muni brjóta Hulk eins og gulrót í hringnum.Hulk Hogan er goðsögn í lifanda lífi Hafþór áréttar nú þessa áskorun. „Já, ég skora á hann í hringinn. Ég fer svellkaldur í það, hika hvergi. Sjálfsagt yrði það að vera í Wrestling, sem hann þekkir, og dómarar svo hann þori. Ég trúi ekki öðru en hann treysti sér í Fjallið. Að hann láti vaða. Eða, það verður gaman að sjá hvort hann þori. Hann hefur náttúrlega farið í marga kappa í gegnum tíðina,“ segir Hafþór Júlíus. Og, til þess ber að líta að þó Hulk Hogan sé vígalegur og kjaftfor, er hann kominn til ára sinna. „Jájá, hann er goðsögn í sínum heimi og hefur verið einhver tuttugu ár í Wrestling,“ segir Fjallið – sem veit ekki hvort það sé ósmekklegt að skora svona á gamalmennið. „Neinei, hann hefur náttúrlega farið í marga kappa í gegnum tíðina, svellkaldur.“Vinsæll í Arabíu og meðal tölvunörda Ýmislegt er á dagskrá hjá Hafþóri Júlíusi. Hann er á leið til Katar þar sem hann mun verða á tölvuhátíð. „Ég hef farið á nokkrar slíkar áður, er að hitta aðdáendur; fólk spyr mig spurninga og fær myndir af sér með mér. Ég er voðalega vinsæll í Arabíu. Þeir vilja fá mig þangað,“ segir Fjallið sem enn hefur ekki verið í tölvuleik, en vonar að það komi að því. Það er miklu stærri heimur en fólk almennt áttar sig á. Svo er Hafþór í fullum undirbúningi fyrir tvö mjög stór mót, annað er fyrstu helgina í mars; Arnold Classic Festival í Ohio í Bandaríkjunum. Þar er keppt í fjölda íþróttagreina og svo er það Sterkasti maður heims sem verður í apríl. Það mót er haldið í Malasíu, Kuala Lumpur og byrjar 19. apríl. „Ef Hulk Hogan verður ekki búinn að svara mér þá, sendi ég honum línu aftur og ítreka áskorunina,“ segir Fjallið sem gefur sig ekki tommu með það. Game of Thrones Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira
Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, sem betur er þekktur sem Fjallið vegna glæsilegrar framgöngu sinnar í þáttaröðinni The Game of Thrones, skorar á Hulk Hogan, einn frægasta kappa úr hinum sérstæða Wrestling-heimi, á hólm. „Mér var bent á að hann væri með einhverja stæla við mig á netmiðlum og mér fannst tilvalið að svara honum,“ segir Fjallið í samtali við Vísi. Og bætir við: „Hann er helvíti djarfur kallinn.“Click here for an English versionHogan er grjótharður við lyklaborðið en spurning hvort hann þori þegar til kastanna kemur?Forsaga málsins er sú að Hulk Hogan birti mynd af frétt þar sem segir af því að Hafþór hafi slegið þúsund ára víkingamet með því að lyfta bjálka og lætur fylgja með fremur neyðarlega athugsemd. Hann skilur ekkert af hverju fólk er að veita þessu eftirtekt, sjálfur myndi hann brjóta bjálkann eins og gulrót. Fjallið lætur Wrestling-kappann ekki eiga neitt inni hjá sér og svarar svo til að hann muni brjóta Hulk eins og gulrót í hringnum.Hulk Hogan er goðsögn í lifanda lífi Hafþór áréttar nú þessa áskorun. „Já, ég skora á hann í hringinn. Ég fer svellkaldur í það, hika hvergi. Sjálfsagt yrði það að vera í Wrestling, sem hann þekkir, og dómarar svo hann þori. Ég trúi ekki öðru en hann treysti sér í Fjallið. Að hann láti vaða. Eða, það verður gaman að sjá hvort hann þori. Hann hefur náttúrlega farið í marga kappa í gegnum tíðina,“ segir Hafþór Júlíus. Og, til þess ber að líta að þó Hulk Hogan sé vígalegur og kjaftfor, er hann kominn til ára sinna. „Jájá, hann er goðsögn í sínum heimi og hefur verið einhver tuttugu ár í Wrestling,“ segir Fjallið – sem veit ekki hvort það sé ósmekklegt að skora svona á gamalmennið. „Neinei, hann hefur náttúrlega farið í marga kappa í gegnum tíðina, svellkaldur.“Vinsæll í Arabíu og meðal tölvunörda Ýmislegt er á dagskrá hjá Hafþóri Júlíusi. Hann er á leið til Katar þar sem hann mun verða á tölvuhátíð. „Ég hef farið á nokkrar slíkar áður, er að hitta aðdáendur; fólk spyr mig spurninga og fær myndir af sér með mér. Ég er voðalega vinsæll í Arabíu. Þeir vilja fá mig þangað,“ segir Fjallið sem enn hefur ekki verið í tölvuleik, en vonar að það komi að því. Það er miklu stærri heimur en fólk almennt áttar sig á. Svo er Hafþór í fullum undirbúningi fyrir tvö mjög stór mót, annað er fyrstu helgina í mars; Arnold Classic Festival í Ohio í Bandaríkjunum. Þar er keppt í fjölda íþróttagreina og svo er það Sterkasti maður heims sem verður í apríl. Það mót er haldið í Malasíu, Kuala Lumpur og byrjar 19. apríl. „Ef Hulk Hogan verður ekki búinn að svara mér þá, sendi ég honum línu aftur og ítreka áskorunina,“ segir Fjallið sem gefur sig ekki tommu með það.
Game of Thrones Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira