Mourinho skammast sín vegna stuðningsmanna Chelsea Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2015 17:50 Málið hefur vakið sterk viðbrögð í Englandi og Frakklandi, sem og víðar. Vísir/Getty/AFP Framferði nokkurra stuðningsmanna Chelsea eftir viðureign liðsins gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í vikunni hefur vakið gríðarlega athygli. Meinuðu þeir þá þeldökkum manni að stíga um borð í neðanjarðarlest en atvikið var tekið upp á myndband sem fór um netið eins og eldur í sinu.Sjá einnig: Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París „Við skömmumst okkar,“ sagði knattspyrnustjórinn Jose Mourinho á blaðamannafundi sínum í dag en Chelsea mætir Burnley í ensku úrvalsdeildinni á morgun. „Kannski er engin þörf á því enda neita ég að láta tengja mig við þetta fólk. Ég er tengdur Chelsea og svo mörgu sem þetta félag stendur fyrir. Ég fór héðan árið 2007 og gat ekki beðið eftir því að koma aftur. Ég vildi ekki koma aftur út af fólki eins og þessu.“ „Ég skammast mín fyrir það sem gerðist en ég endurtek - ég er stoltur af því að vera knattspyrnustjóri Chelsea því ég veit fyrir hvað þetta félag stendur. Þessir menn eru ekki fulltrúar félagsins.“ Chelsea sendi frá sér opinbera afsökunarbeiðni í dag og bauð fórnarlambinu, Souleymani S, að vera heiðursgestur á leik á Stamford Bridge og bauð honum að sitja í stúku með forráðamönnum félagsins. Yfirvöld í Frakklandi gáfu út í dag að þau hafi borið kennsl á sjö einstaklinga sem tengjast atvikinu á brautarpallinum á Richelieu-Drouot stöðinni í París. „Við erum rasistar - við erum rasistar - og þannig viljum við hafa það,“ sungu þeir um leið og Souleymani S var ýtt úr lestinni.Sjá einnig: Fórnarlamb Chelsea-rasistanna: Það á að fangelsa þessa menn Samkvæmt frönskum lögum er hægt að dæma viðkomandi í þriggja ára fangelsi og sekta um tæpar sjö milljónir króna fyrir lögbrot af þessu tagi. „Okkur skortir oft sönnunargögn en það er gott að það sé til upptaka af atvikinu. Við erum að bera kennsl á þessa menn þökk sé samstarfi okkar við ensku lögregluna.“ Eigandi Chelsea, Rússinn Roman Abramovitsj, er sagður afar brugðið og að honum hafi þótt framkoman ógeðfelld. Stjórnarformaðurinn Bruce Buck fundaði í dag með Ouseley lávarði, stjórnarformanni „Kick It Out“ átaksins sem berst gegn kynþáttafordómum í knattspyrnu. „Ég vil gera öllum ljóst fyrir því að öllum hjá félaginu líta á atvikið í París með mikilli óþökk,“ sagði hann við enska fjölmiðla og ítrekaði að félagið hefði verið í nánu samstarfi við lögregluyfirvöld bæði í París og Lundúnum vegna málsins, auk þess sem að það hefur staðið fyrir eigin rannsókn og nú þegar dæmt þrjá aðila í heimaleikjabann á Stamford Bridge.Wenger á æfingasvæði Arsenal í dag.Vísir/GettyFrakkinn Arsene Wenger, stjóri Arsenal, tjáði sig um málið á sínum blaðamannafundi í dag. „Þetta leit hræðilega út. Það verður að taka mjög hart á svona málum,“ sagði Wenger og bætti við að kynþáttafordómar væru stór vandi í samfélaginu.Sjá einnig: Blatter fordæmir Chelsea-rasistana | Enska sambandið vill banna þá Fleiri hafa tjáð sig, til að mynda forsætisráðherrann David Cameron. Hann sagði að myndefnið sem birtist hafi „valdið óhug og miklum áhyggjum“. Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sagði að það væri ekkert svigrúm í knattspyrnu fyrir kynþáttafordóma. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Sjá meira
Framferði nokkurra stuðningsmanna Chelsea eftir viðureign liðsins gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í vikunni hefur vakið gríðarlega athygli. Meinuðu þeir þá þeldökkum manni að stíga um borð í neðanjarðarlest en atvikið var tekið upp á myndband sem fór um netið eins og eldur í sinu.Sjá einnig: Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París „Við skömmumst okkar,“ sagði knattspyrnustjórinn Jose Mourinho á blaðamannafundi sínum í dag en Chelsea mætir Burnley í ensku úrvalsdeildinni á morgun. „Kannski er engin þörf á því enda neita ég að láta tengja mig við þetta fólk. Ég er tengdur Chelsea og svo mörgu sem þetta félag stendur fyrir. Ég fór héðan árið 2007 og gat ekki beðið eftir því að koma aftur. Ég vildi ekki koma aftur út af fólki eins og þessu.“ „Ég skammast mín fyrir það sem gerðist en ég endurtek - ég er stoltur af því að vera knattspyrnustjóri Chelsea því ég veit fyrir hvað þetta félag stendur. Þessir menn eru ekki fulltrúar félagsins.“ Chelsea sendi frá sér opinbera afsökunarbeiðni í dag og bauð fórnarlambinu, Souleymani S, að vera heiðursgestur á leik á Stamford Bridge og bauð honum að sitja í stúku með forráðamönnum félagsins. Yfirvöld í Frakklandi gáfu út í dag að þau hafi borið kennsl á sjö einstaklinga sem tengjast atvikinu á brautarpallinum á Richelieu-Drouot stöðinni í París. „Við erum rasistar - við erum rasistar - og þannig viljum við hafa það,“ sungu þeir um leið og Souleymani S var ýtt úr lestinni.Sjá einnig: Fórnarlamb Chelsea-rasistanna: Það á að fangelsa þessa menn Samkvæmt frönskum lögum er hægt að dæma viðkomandi í þriggja ára fangelsi og sekta um tæpar sjö milljónir króna fyrir lögbrot af þessu tagi. „Okkur skortir oft sönnunargögn en það er gott að það sé til upptaka af atvikinu. Við erum að bera kennsl á þessa menn þökk sé samstarfi okkar við ensku lögregluna.“ Eigandi Chelsea, Rússinn Roman Abramovitsj, er sagður afar brugðið og að honum hafi þótt framkoman ógeðfelld. Stjórnarformaðurinn Bruce Buck fundaði í dag með Ouseley lávarði, stjórnarformanni „Kick It Out“ átaksins sem berst gegn kynþáttafordómum í knattspyrnu. „Ég vil gera öllum ljóst fyrir því að öllum hjá félaginu líta á atvikið í París með mikilli óþökk,“ sagði hann við enska fjölmiðla og ítrekaði að félagið hefði verið í nánu samstarfi við lögregluyfirvöld bæði í París og Lundúnum vegna málsins, auk þess sem að það hefur staðið fyrir eigin rannsókn og nú þegar dæmt þrjá aðila í heimaleikjabann á Stamford Bridge.Wenger á æfingasvæði Arsenal í dag.Vísir/GettyFrakkinn Arsene Wenger, stjóri Arsenal, tjáði sig um málið á sínum blaðamannafundi í dag. „Þetta leit hræðilega út. Það verður að taka mjög hart á svona málum,“ sagði Wenger og bætti við að kynþáttafordómar væru stór vandi í samfélaginu.Sjá einnig: Blatter fordæmir Chelsea-rasistana | Enska sambandið vill banna þá Fleiri hafa tjáð sig, til að mynda forsætisráðherrann David Cameron. Hann sagði að myndefnið sem birtist hafi „valdið óhug og miklum áhyggjum“. Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sagði að það væri ekkert svigrúm í knattspyrnu fyrir kynþáttafordóma.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Sjá meira