Fótbolti

Emil og félagar náðu í stig gegn Roma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emil og Gervinho eigast við í leik dagsins.
Emil og Gervinho eigast við í leik dagsins. vísir/afp
Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Verona sem náði í óvænt stig gegn Roma á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Fransesco Totti kom Rómverjum yfir á 26. mínútu eftir sendingu Miralems Pjanic en Seydou Keita varð svo fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark 12 mínútum síðar.

Fleiri urðu mörkin ekki og liðin skildu því jöfn, 1-1. Verona er í 15. sæti með 25 stig en stigið í dag var kærkomið eftir þrjá tapleiki í röð.

Roma situr í 2. sæti, níu stigum á eftir toppliði Juventus, en Rómverjar hafa gert fimm jafntefli í síðustu sex leikjum sínum.

Hörður Björgvin Magnússon sat allan tímann á varamannabekknum þegar Cesena tapaði fyrir AC Milan á útivelli, 2-0.

Giacomo Bonaventura og Giampaolo Pazzini (vítaspyrna) skoruðu mörkin en ljóst er að þungu fargi er létt af Filippo Inzaghi, knattspyrnustjóra Milan, en hann þykir sitja í mjög heitu sæti.

Úrslit dagsins:

AC Milan 2-0 Cesena

Empoli 3-0 Chievo

Lazio 2-1 Palermo

Verona 1-1 Roma

Leik Parma og Udinese var frestað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×