Fjölmiðlar ytra greina frá því að líklega verði samþykkt á fundi sérstakrar nefndar um HM 2022 að halda keppnina að vetri til.
Mótið fer fram í Katar þar sem mikill hiti er yfir sumarmánuðina og er nánast ógerlegt að halda stærsta knattspyrnumót heims við slíkar aðstæður.
Talið er að ákveðið verði að mótið fari þess í stað fram í nóvember og desember það ár en fundur nefndarinnar fer fram í Doha í Katar á morgun.
Líklegt er að dagsetningar mótsins verði svo endanlega samþykktar á fundi framkvæmdastjórnar FIFA í mars en þetta þýðir að færa þarf til fjölda keppnistímabila í deildakeppnum víða um heim til að koma mótinu fyrir.
Líklega samþykkt á morgun að halda HM 2022 að vetri til
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti





„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“
Íslenski boltinn

