Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að Manchester City njóti góðs af því að hans menn þurfi að spila í Evrópudeildinni í kvöld.
Liverpool mætir Besiktas á útivelli í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld en Manchester City spilaði við Barcelona á heimavelli í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöldið.
Philippe Coutinho og Jordan Henderson eru meðal þeirra tíu leikmanna Liverpool sem ekki fóru með liðinu til Tyrklands en sá fyrrnefndi hefur byrjað nítján leiki í röð fyrir Liverpool.
Liverpool fer aftur til Englands strax eftir leikinn í kvöld til að geta hafið undirbúning sinn fyrir City-leikinn strax á morgun.
„Það gæti reynst gríðarlega mikilvægt fyrir City að fá 48 klukkustunda lengri hvíld, ekki síst þar sem við fáum afar skamman tíma til að undirbúa okkur.“
„Undirbúningur okkar mun fyrst og fremst snúast um endurheimt og hvíld og þá getum við ekki æft á Anfield þar sem völlurinn er nógu slæmur fyrir. En svona er þetta bara og leikmenn hafa þurft að takast á við margar áskoranir í vetur.“
Rodgers: Evrópuleikurinn okkar hjálpar City
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi
Íslenski boltinn