Pínleg andmæli evrópskrar knattspyrnu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. febrúar 2015 12:00 Katar var úthlutað HM 2022 árið 2010. Hér er Sepp Blatter, forseti FIFA, með þáverandi emír Katar og eiginkonu hans. Vísir/AFP Marina Hyde ritar athyglisverðan pistil í enska blaðinu Guardian í dag og hefur hann vakið mikla athygli. Þar fjallar hún um yfirvofandi ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, að halda HM 2022 í nóvember og desember það ár.Sjá einnig: Styttra HM 2022 í nóvember og desember Í pistlinum rekur Hyde söguna í grófum dráttum og allt það sem hefur vakið hneykslan og undrun í þau fimm ár sem það hefur legið fyrir að HM 2022 verði haldið í hinu moldríka olíuríki Katar á Arabíuskaganum.HM er á leið til Katar, þó ekki fyrr en eftir tæp átta ár.Vísir/GettyAf nógu er að taka. Innfluttir verkamenn frá fátækum ríkjum hafa verið fluttir inn í stórum stíl til að byggja glæsilega knattspyrnuleikvanga í landinu. En það er ekki allt og sumt. „Heilu borgirnar eru reistar í miðri eyðimörkinni bara svo að nýreistur knattspyrnuleikvangurinn líti ekki einmanalega og kjánalega út,“ skrifar hún en í Lusail, þar sem úrslitaleikur HM 2015 í handbolta fór fram, er glæsileg íþróttahöll sem stendur ein og yfirgefin í eyðimörkinni. Þó er áætlað að Lusail verði stæðileg borg með tilheyrandi háhýsum og glæsivillum innan fárra ára.Sjá einnig: Neville: HM er enginn framrúðubikar Á meðan búa verkamennirnir við þröng kjör og fjöldi þeirra sem hafa látist við störf skipta þúsundum. Fleiri ásakanir hafa komið fram, líkt og Hyde bendir á, meðal annars að yfirvöld í Katar styðji við hryðjuverkastarfssemi og fjármagni Isis-samtökin íslömsku.Karl-Heinz Rummenigge er stjórnarformaður Bayern München og í forsvari fyrir Samtök evrópskra knattspyrnufélaga.Vísir/GettyLíklegt er að úrslitaleikur HM 2022 fari fram á Þorláksmessu og raski þar með hefðbundinni jóladagskrá ensku úrvalsdeildarinnar, í ofanálag við allt annað. Forráðamenn evrópskra félaga og deildarkeppna hafa mótmælt þessu fyrirkomulagi hávært og það þykir Hyde pínlegur samanburður.Sjá einnig: Engar bætur fyrir evrópsk félög vegna HM 2022 „Ef að þessar dagsetningar eru það sem veldur því að hreyfa við almennilegum andmælum þá er erfitt að komast undan því að draga neyðarlega ályktun um okkar knattspyrnuforystu. Nefnilega þá að þeim fannst ekkert athugavert við spillinguna, þrælahaldið og öll dauðsföllin - en að það sé of langt gengið skipta sér af deildarkeppnunum, þeirra helstu tekjulind,“ skrifar hún. „Þar með er hægt að finna möguleika á því að gera þessa sögu enn ógeðfelldari en hún er nú þegar.“Smelltu hér til að lesa pistil Hyde. FIFA Fótbolti Mið-Austurlönd Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Sjá meira
Marina Hyde ritar athyglisverðan pistil í enska blaðinu Guardian í dag og hefur hann vakið mikla athygli. Þar fjallar hún um yfirvofandi ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, að halda HM 2022 í nóvember og desember það ár.Sjá einnig: Styttra HM 2022 í nóvember og desember Í pistlinum rekur Hyde söguna í grófum dráttum og allt það sem hefur vakið hneykslan og undrun í þau fimm ár sem það hefur legið fyrir að HM 2022 verði haldið í hinu moldríka olíuríki Katar á Arabíuskaganum.HM er á leið til Katar, þó ekki fyrr en eftir tæp átta ár.Vísir/GettyAf nógu er að taka. Innfluttir verkamenn frá fátækum ríkjum hafa verið fluttir inn í stórum stíl til að byggja glæsilega knattspyrnuleikvanga í landinu. En það er ekki allt og sumt. „Heilu borgirnar eru reistar í miðri eyðimörkinni bara svo að nýreistur knattspyrnuleikvangurinn líti ekki einmanalega og kjánalega út,“ skrifar hún en í Lusail, þar sem úrslitaleikur HM 2015 í handbolta fór fram, er glæsileg íþróttahöll sem stendur ein og yfirgefin í eyðimörkinni. Þó er áætlað að Lusail verði stæðileg borg með tilheyrandi háhýsum og glæsivillum innan fárra ára.Sjá einnig: Neville: HM er enginn framrúðubikar Á meðan búa verkamennirnir við þröng kjör og fjöldi þeirra sem hafa látist við störf skipta þúsundum. Fleiri ásakanir hafa komið fram, líkt og Hyde bendir á, meðal annars að yfirvöld í Katar styðji við hryðjuverkastarfssemi og fjármagni Isis-samtökin íslömsku.Karl-Heinz Rummenigge er stjórnarformaður Bayern München og í forsvari fyrir Samtök evrópskra knattspyrnufélaga.Vísir/GettyLíklegt er að úrslitaleikur HM 2022 fari fram á Þorláksmessu og raski þar með hefðbundinni jóladagskrá ensku úrvalsdeildarinnar, í ofanálag við allt annað. Forráðamenn evrópskra félaga og deildarkeppna hafa mótmælt þessu fyrirkomulagi hávært og það þykir Hyde pínlegur samanburður.Sjá einnig: Engar bætur fyrir evrópsk félög vegna HM 2022 „Ef að þessar dagsetningar eru það sem veldur því að hreyfa við almennilegum andmælum þá er erfitt að komast undan því að draga neyðarlega ályktun um okkar knattspyrnuforystu. Nefnilega þá að þeim fannst ekkert athugavert við spillinguna, þrælahaldið og öll dauðsföllin - en að það sé of langt gengið skipta sér af deildarkeppnunum, þeirra helstu tekjulind,“ skrifar hún. „Þar með er hægt að finna möguleika á því að gera þessa sögu enn ógeðfelldari en hún er nú þegar.“Smelltu hér til að lesa pistil Hyde.
FIFA Fótbolti Mið-Austurlönd Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Sjá meira