Enskur fótbolti varð fyrir enn einu áfallinu í gær þegar Liverpool féll úr leik í Evrópudeildinni ásamt Tottenham, en Liverpool komst heldur ekki upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Eftir 3-1 tap Arsenal gegn Monaco á miðvikudagskvöldið í Meistaradeildinni og 2-1 tap Englandsmeistara Manchester City gegn Barcelona má reikna með að bara Everton og kannski Chelsea verði áfram í Evrópu þetta tímabilið.
Vítaspyrnukeppni Liverpool og Besiktas:
Everton vann öruggan samanlagðan sigur á Young Boys í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar en Chelsea er með 1-1 stöðu í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í viðureign sinni við PSG fyrir heimaleikinn.
„Við erum á rangri leið í Evrópu. Hélt við værum að bæta okkur en því miður er ekki svo. Við erum komnir aftur á byrjunarreit,“ sagði Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og tvöfaldur sparkspekingur ársins á Englandi, á Twitter í gær.
Hann fékk svo fyrirspurn um hvort enska úrvalsdeildin væri enn sú besta í heimi. Neville svaraði: „Þegar horft er til gæða deildarinnar, nei. En kannski er hún sú skemmtilegasta.“
We're way off in Europe. Thought we were improving but sadly not. Back to square one!
— Gary Neville (@GNev2) February 27, 2015
“@williamlukeee: @GNev2 @PeteBoyle70 best league in the world for you, Gary?”
On quality no. Maybe on entertainment .
— Gary Neville (@GNev2) February 27, 2015