Engin bein áhrif en lögreglustjóra til álitshnekkis Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. febrúar 2015 19:12 Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins og fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum var ekki innan valdheimilda þegar hún sendi Gísla Freyr Valdórssyni fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra greinargerð um hælisleitandann hælisleitendur. Úrskurðurinn var birtur fyrir aðilum málsins í dag, þ.e. kvartendum Tony Omos og Evelyn Glory Joseph og fleirum og Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Gísli Freyr Valdórsson þáverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra ræddi þrívegis í síma við Sigríði Björk daginn sem trúnaðargögn um hælisleitendur birtist í fjölmiðlum. Úrskurðurinn er dagsettur 25. febrúar og undir hann ritar meðal annars Björg Thorarensen, lagaprófessor, sem er stjórnarformaður Persónuverndar. Í úrskurðarorði segir: „Miðlun Lögreglunnar á Suðurnesjum á skýrsludrögum með persónuupplýsingum um Tony Omos og Evelyn Glory Joseph og fleiri einstaklinga til innanríkisráðuneytisins hinn 20. nóvember 2013, sem og beiðni ráðuneytisins þar að lútandi, studdist ekki við viðhlítandi lagaheimild.“Stefán Karl Kristjánsson hrl. er lögmaður Tony Omos.„Það er vissulega rétt að þetta er niðurstaða í málinu. Næstu dagar fara í að lesa úrskurðinn og athuga hvaða þýðingu hann hefur fyrir minn umbjóðanda,“ segir Stefán Karl Kristjánsson lögmaður Tony Omos. Stefán Karl útilokar ekki að umbjóðandi hans leiti réttar síns í formi skaðabóta. Er lögreglustjóra sem brýtur lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sætt í embætti? „Það er einfaldlega spurning sem lögreglustjóri þarf að svara sjálfur. Ég vænti þess að lögreglustjóri ræði við sína yfirmenn og aðra og meti sína stöðu,“ segir Stefán Karl.Þarf ekki sjálfkrafa að segja af sér Úrskurður Persónuverndar hefur ekki sjálfkrafa þau réttaráhrif að Sigríður Björk þurfi að segja af sér sem lögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Segja má að úrskurðurinn sé lögreglustjóranum til álitshnekkis enda var um að ræða viðkvæmar trúnaðarupplýsingar um einstaklinga og engin lagaheimild til staðar fyrir miðlun þeirra.Ólöf Nordal innanríkisráðherra hyggst gefa sér nokkra daga til að fara yfir úrskurð Persónuverndar og að svo búnu tjá sig um málið.Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, segir Ólöfu Nordal innanríkisráðherra hafa fengið úrskurðinn í hendur. Ráðherrann muni gefa sér tíma á næstu dögum til að fara yfir hann og að svo búnu tjá sig um niðurstöðuna. Sigríður Björk segir sjálf í yfirlýsingu sem hún sendi nú undir kvöld að hún telji sig hafa verið innan lagaheimilda þegar lögreglan á Suðurnesjum sendi gögn til innanríkisráðuneytisins. Sjá hér. Lekamálið Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sigríði Björk: Segist ekki hafa brotið lög Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu Persónuverndar sem kynnt var fyrr í dag. 27. febrúar 2015 18:27 Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins og fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum var ekki innan valdheimilda þegar hún sendi Gísla Freyr Valdórssyni fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra greinargerð um hælisleitandann hælisleitendur. Úrskurðurinn var birtur fyrir aðilum málsins í dag, þ.e. kvartendum Tony Omos og Evelyn Glory Joseph og fleirum og Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Gísli Freyr Valdórsson þáverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra ræddi þrívegis í síma við Sigríði Björk daginn sem trúnaðargögn um hælisleitendur birtist í fjölmiðlum. Úrskurðurinn er dagsettur 25. febrúar og undir hann ritar meðal annars Björg Thorarensen, lagaprófessor, sem er stjórnarformaður Persónuverndar. Í úrskurðarorði segir: „Miðlun Lögreglunnar á Suðurnesjum á skýrsludrögum með persónuupplýsingum um Tony Omos og Evelyn Glory Joseph og fleiri einstaklinga til innanríkisráðuneytisins hinn 20. nóvember 2013, sem og beiðni ráðuneytisins þar að lútandi, studdist ekki við viðhlítandi lagaheimild.“Stefán Karl Kristjánsson hrl. er lögmaður Tony Omos.„Það er vissulega rétt að þetta er niðurstaða í málinu. Næstu dagar fara í að lesa úrskurðinn og athuga hvaða þýðingu hann hefur fyrir minn umbjóðanda,“ segir Stefán Karl Kristjánsson lögmaður Tony Omos. Stefán Karl útilokar ekki að umbjóðandi hans leiti réttar síns í formi skaðabóta. Er lögreglustjóra sem brýtur lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sætt í embætti? „Það er einfaldlega spurning sem lögreglustjóri þarf að svara sjálfur. Ég vænti þess að lögreglustjóri ræði við sína yfirmenn og aðra og meti sína stöðu,“ segir Stefán Karl.Þarf ekki sjálfkrafa að segja af sér Úrskurður Persónuverndar hefur ekki sjálfkrafa þau réttaráhrif að Sigríður Björk þurfi að segja af sér sem lögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Segja má að úrskurðurinn sé lögreglustjóranum til álitshnekkis enda var um að ræða viðkvæmar trúnaðarupplýsingar um einstaklinga og engin lagaheimild til staðar fyrir miðlun þeirra.Ólöf Nordal innanríkisráðherra hyggst gefa sér nokkra daga til að fara yfir úrskurð Persónuverndar og að svo búnu tjá sig um málið.Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, segir Ólöfu Nordal innanríkisráðherra hafa fengið úrskurðinn í hendur. Ráðherrann muni gefa sér tíma á næstu dögum til að fara yfir hann og að svo búnu tjá sig um niðurstöðuna. Sigríður Björk segir sjálf í yfirlýsingu sem hún sendi nú undir kvöld að hún telji sig hafa verið innan lagaheimilda þegar lögreglan á Suðurnesjum sendi gögn til innanríkisráðuneytisins. Sjá hér.
Lekamálið Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sigríði Björk: Segist ekki hafa brotið lög Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu Persónuverndar sem kynnt var fyrr í dag. 27. febrúar 2015 18:27 Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Yfirlýsing frá Sigríði Björk: Segist ekki hafa brotið lög Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu Persónuverndar sem kynnt var fyrr í dag. 27. febrúar 2015 18:27
Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13