Chievo Verona náði góðu jafntefli gegn stórliði AC Milan á heimavelli í kvöld, en lokatölur urðu markalaust jafntefli.
Stórliðið frá Mílanó-borg var mikið mun sterkari aðilinn og var til dæmis 63% prósent með boltann. Liðin áttu þó jafn mörg skot á markið, en hvorugu liðinu tókst að troða boltanum í netið.
AC Milan er í níunda sæti deildarinnar, fimm stigum frá Evrópusæti - en Chievo Verona er í fimmtánda sæti með 25 stig.

