Hernaðarbandalag myndað gegn Boko Haram HRUND ÞÓRSDÓTTIR skrifar 10. febrúar 2015 20:00 Öllum bækistöðvum hryðjuverkasamtakanna Boko Haram sem vitað er um verður eytt á næstu sex vikum, gangi áform nígerískra stjórnvalda eftir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem yfirvöld heita því að berja niður Boko Haram, en tilraunir til þess hafa verið árangurslitlar hingað til. Um herská hryðjuverkasamtök múslima er að ræða sem vilja stofna íslamskt ríki í Nígeríu. Samtökin voru stofnuð í upphafi tuttugustu og fyrstu aldarinnar og merkir nafn þeirra "Vestræn menntun er synd". Árásir samtakanna hafa kostað um þrettán þúsund manns lífið og báru þau ásamt fleirum ábyrgð á sprengjuárás á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í borginni Abuja árið 2011 þar sem tuttugu og einn lét lífið. Heimsathygli vakti þegar þau rændu á þriðja hundruð ungra stúlkna úr heimavistarskóla í fyrra og nú í byrjun árs myrtu liðsmenn Boko Haram yfir tvö þúsund manns í bænum Baga. Var þar líklega um að ræða verstu fjöldamorð í sögu samtakanna. Ein og hálf milljón hefur þurft að flýja heimili sín og hefur flóttamannastraumurinn meðal annars legið til nágrannaríkjanna Kamerún, Tsjad og Níger. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað fordæmt aðgerðir Boko Haram og fylgist með meintum tengslum þeirra við Al-Kaída hópa í Malí, en hefur haldið sig utan átakanna þar sem um innanlandsmál hefur verið að ræða. Velta má fyrir sér hvort þetta muni breytast, þar sem árásir Boko Haram á nágrannalöndin hafa farið stigvaxandi undanfarið. Neyddust nígerísk stjórnvöld til að fresta forseta- og þingkosningum sem fara áttu fram næstu helgi til tuttugasta og áttunda mars en á laugardaginn gerðu stjórnvöld í Nígeríu, Kamerún, Tsjad, Níger og Benín samkomulag um að mynda sameiginlegan her, til að berjast við Boko Haram. Abubakar Shekau, leiðtogi samtakanna, gerði lítið úr þeim áformum í myndbandi sem birt var á YouTube í gær en stjórnvöld segjast hvergi munu hnika. Benín Tengdar fréttir Vígamenn Boko Haram myrtu yfir hundrað manns Áætlað er að um tíu þúsund manns hafi látist í norðausturhluta Nígeríu vegna árása Boko Haram. 5. febrúar 2015 00:18 Fyrsta árás Boko Haram í Níger Árásin var gerð í bænum Bosso, nærri landamærunum að Nígeríu. 6. febrúar 2015 13:13 „Boko Haram úr sögunni fyrir 28. mars“ Þing- og forsetakosningar fara fram í Nígeríu þann 28. mars. 9. febrúar 2015 23:03 Forsetakosningum í Nígeríu frestað Kosningarnar áttu að fara fram eftir viku en hryðjuverkaógnin var metin of mikil. 7. febrúar 2015 22:55 Árásir Boko Haram halda áfram Vígamenn hryðjuverkasamtakanna þurftu að hörfa frá bænum Diffa, sem varinn var af hernum. 8. febrúar 2015 09:54 Tsjadneskar hersveitir drepa 200 liðsmenn Boko Haram Harðir bardagar geisuðu í borgunum Gamnaru og Ngala í norðausturhluta Nígeríu, nærri kamerúsku landamærunum, í gær. 4. febrúar 2015 12:23 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Öllum bækistöðvum hryðjuverkasamtakanna Boko Haram sem vitað er um verður eytt á næstu sex vikum, gangi áform nígerískra stjórnvalda eftir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem yfirvöld heita því að berja niður Boko Haram, en tilraunir til þess hafa verið árangurslitlar hingað til. Um herská hryðjuverkasamtök múslima er að ræða sem vilja stofna íslamskt ríki í Nígeríu. Samtökin voru stofnuð í upphafi tuttugustu og fyrstu aldarinnar og merkir nafn þeirra "Vestræn menntun er synd". Árásir samtakanna hafa kostað um þrettán þúsund manns lífið og báru þau ásamt fleirum ábyrgð á sprengjuárás á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í borginni Abuja árið 2011 þar sem tuttugu og einn lét lífið. Heimsathygli vakti þegar þau rændu á þriðja hundruð ungra stúlkna úr heimavistarskóla í fyrra og nú í byrjun árs myrtu liðsmenn Boko Haram yfir tvö þúsund manns í bænum Baga. Var þar líklega um að ræða verstu fjöldamorð í sögu samtakanna. Ein og hálf milljón hefur þurft að flýja heimili sín og hefur flóttamannastraumurinn meðal annars legið til nágrannaríkjanna Kamerún, Tsjad og Níger. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað fordæmt aðgerðir Boko Haram og fylgist með meintum tengslum þeirra við Al-Kaída hópa í Malí, en hefur haldið sig utan átakanna þar sem um innanlandsmál hefur verið að ræða. Velta má fyrir sér hvort þetta muni breytast, þar sem árásir Boko Haram á nágrannalöndin hafa farið stigvaxandi undanfarið. Neyddust nígerísk stjórnvöld til að fresta forseta- og þingkosningum sem fara áttu fram næstu helgi til tuttugasta og áttunda mars en á laugardaginn gerðu stjórnvöld í Nígeríu, Kamerún, Tsjad, Níger og Benín samkomulag um að mynda sameiginlegan her, til að berjast við Boko Haram. Abubakar Shekau, leiðtogi samtakanna, gerði lítið úr þeim áformum í myndbandi sem birt var á YouTube í gær en stjórnvöld segjast hvergi munu hnika.
Benín Tengdar fréttir Vígamenn Boko Haram myrtu yfir hundrað manns Áætlað er að um tíu þúsund manns hafi látist í norðausturhluta Nígeríu vegna árása Boko Haram. 5. febrúar 2015 00:18 Fyrsta árás Boko Haram í Níger Árásin var gerð í bænum Bosso, nærri landamærunum að Nígeríu. 6. febrúar 2015 13:13 „Boko Haram úr sögunni fyrir 28. mars“ Þing- og forsetakosningar fara fram í Nígeríu þann 28. mars. 9. febrúar 2015 23:03 Forsetakosningum í Nígeríu frestað Kosningarnar áttu að fara fram eftir viku en hryðjuverkaógnin var metin of mikil. 7. febrúar 2015 22:55 Árásir Boko Haram halda áfram Vígamenn hryðjuverkasamtakanna þurftu að hörfa frá bænum Diffa, sem varinn var af hernum. 8. febrúar 2015 09:54 Tsjadneskar hersveitir drepa 200 liðsmenn Boko Haram Harðir bardagar geisuðu í borgunum Gamnaru og Ngala í norðausturhluta Nígeríu, nærri kamerúsku landamærunum, í gær. 4. febrúar 2015 12:23 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Vígamenn Boko Haram myrtu yfir hundrað manns Áætlað er að um tíu þúsund manns hafi látist í norðausturhluta Nígeríu vegna árása Boko Haram. 5. febrúar 2015 00:18
Fyrsta árás Boko Haram í Níger Árásin var gerð í bænum Bosso, nærri landamærunum að Nígeríu. 6. febrúar 2015 13:13
„Boko Haram úr sögunni fyrir 28. mars“ Þing- og forsetakosningar fara fram í Nígeríu þann 28. mars. 9. febrúar 2015 23:03
Forsetakosningum í Nígeríu frestað Kosningarnar áttu að fara fram eftir viku en hryðjuverkaógnin var metin of mikil. 7. febrúar 2015 22:55
Árásir Boko Haram halda áfram Vígamenn hryðjuverkasamtakanna þurftu að hörfa frá bænum Diffa, sem varinn var af hernum. 8. febrúar 2015 09:54
Tsjadneskar hersveitir drepa 200 liðsmenn Boko Haram Harðir bardagar geisuðu í borgunum Gamnaru og Ngala í norðausturhluta Nígeríu, nærri kamerúsku landamærunum, í gær. 4. febrúar 2015 12:23