Leikið um veldisstólinn Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. febrúar 2015 10:39 Tyrion Lannister fer mikinn í Game of Thrones. VÍSIR/TELLTALE Leikjaframleiðandinn Telltale hefur vakið verðskuldaða athygli á síðustu misserum. Framleiðandinn hefur lagt línurnar fyrir tiltölulega nýja tegund styttri leikja sem gefnir eru út með nokkurra vikna millibili. Telltale ákvað að þróa nýja seríu byggða á söguheimi Game of Thrones. Eins og við var að búast er afraksturinn nokkuð merkilegur. Telltale kann að matreiða spennandi leiki þar sem hasarinn felst í ákvörðunum og samtölum spilarans við sögupersónurnar. Þetta er skáldsaga, dulbúin sem tölvuleikur. Í fyrstu tveimur köflunum í Game of Thrones leikjaröðinni er ættbálkur Forrester, drottnara Ironwood, til umfjöllunar. Rétt eins og skáldsögurnar og sjónvarpsþættirnir eru leikirnir með eindæmum blóðugur, en jafnframt vel skrifaðir og áhugaverðir. Grafíkin er ekki upp á marga fiska en það skiptir í raun ekki máli, sagan sjálf er stjarnan. Game of Thrones eftir Telltale er eitthvað sem allir aðdáendur GOT ættu að spila.Leikurinn er fáanlegur í gegnum leikjaverslun PS4 og XBOX One. Game of Thrones Leikjavísir Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið
Leikjaframleiðandinn Telltale hefur vakið verðskuldaða athygli á síðustu misserum. Framleiðandinn hefur lagt línurnar fyrir tiltölulega nýja tegund styttri leikja sem gefnir eru út með nokkurra vikna millibili. Telltale ákvað að þróa nýja seríu byggða á söguheimi Game of Thrones. Eins og við var að búast er afraksturinn nokkuð merkilegur. Telltale kann að matreiða spennandi leiki þar sem hasarinn felst í ákvörðunum og samtölum spilarans við sögupersónurnar. Þetta er skáldsaga, dulbúin sem tölvuleikur. Í fyrstu tveimur köflunum í Game of Thrones leikjaröðinni er ættbálkur Forrester, drottnara Ironwood, til umfjöllunar. Rétt eins og skáldsögurnar og sjónvarpsþættirnir eru leikirnir með eindæmum blóðugur, en jafnframt vel skrifaðir og áhugaverðir. Grafíkin er ekki upp á marga fiska en það skiptir í raun ekki máli, sagan sjálf er stjarnan. Game of Thrones eftir Telltale er eitthvað sem allir aðdáendur GOT ættu að spila.Leikurinn er fáanlegur í gegnum leikjaverslun PS4 og XBOX One.
Game of Thrones Leikjavísir Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið