Fótbolti

Juventus með sjö stiga forystu eftir jafntefli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pirlo og hans félagar eru með sjö stiga forystu.
Pirlo og hans félagar eru með sjö stiga forystu. visir/getty
Hörður Björgvin Magnússon kom ekki við sögu í 2-2 jafnefli gegn Ítalíumeisturunum í Juventus. Leikurinn var lokaleikur 23. umferðar.

Milan Djuric kom Cesena yfir, en Alvaro Morata jafnaði fyrir Juventus. Claudio Marchisio skoraði svo fyrir Juventus og staðan 2-1 fyrir Juventus í hálfleik.

Franco Brienza, gamla kempan, jafnaði svo yfir Cesena þegar tuttugu mínútur eftir.

Arturo Vidal fékk svo gullið tækifæri til að tryggja Juventus sigurinn átta mínútum fyrir leikslok, en hann klikkaði þá vítapsyrnu.

Juventus er með sjö stiga forystu á toppnum, en Cesena er í bullandi vandræðum; með 16 stig í næst neðsta sæti, sjö stigum frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×