Vodafone og önnur símafyrirtæki högnuðust um 12 milljónir á Eurovision Jakob Bjarnar skrifar 16. febrúar 2015 13:00 Skarphéðinn segir hlut RÚV 9 milljónir. Önnur símafyrirtæki, einkum Vodafone, deildu því sem útaf stendur. Metþátttaka var í símakosningu í Söngvakeppni Sjónvarpsins um helgina þegar áhorfendur greiddu tæplega 170 þúsund atkvæði í gegnum símakosningu. „Ætli það hafi ekki mest með það að gera hversu tæpt þetta stóð. Það var mikil spenna,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar hjá RÚV ohf. Gamla metið var um 140 þúsund atkvæði en hafa undanfarin ár verið á milli 80 og 100 þúsund. Sjá einnig: María vann með 15.000 atkvæða mun. Hver um sig gat greitt eins mörg atkvæði og sá gat komið að á þeim tíma sem kosningin stóð yfir og eftir að fyrir lá hvaða tvö efstu lög voru efst, var kosningin endurtekin á þá á milli þeirra tveggja. Vísir hefur heimildir fyrir því að einn einstaklingur hafi greitt 100 atkvæði, sem þýðir að hann hefur greitt fyrir það 13 þúsund krónur. Sjálfsagt eru fleiri dæmi um slíka ákefð. Þá liggur fyrir að gamlir nemendur Verzlunarskólans létu mjög til sín taka í keppninni, tvö efstu lögin eiga ætt og uppruna að rekja þangað og víst er að vel heppnuð markaðssetning kom við sögu. Skarphéðinn segir það ekki þurfa að koma á óvart að Verzlunarskólanemar mæti sterkir til leiks: „Skólinn heldur stóra söngvakeppni sem heitir Verzló-vælið og svo hafa þau sett um mjög metnaðarfulla söngleiki í tengslum við nemendamótið. Þetta hefur vaxið mikið. Virðist sem þarna séu æfingabúðir fyrir hæfileikafólk á þessu sviði og virðist vera að skila sér með þessum hætti.“ Hvert atkvæði kostaði áhorfendur 129 krónur þannig að heildartekjur af þeim 168.762 atkvæðum sem voru greidd nema um 21,7 milljónum króna. Skarphéðinn segir tekjuhluta Ríkisútvarpsins af símakosningunni áætlaðan 9 milljónir króna og segir hann renna beint upp í kostnað við framleiðslu Söngvakeppninnar sem liggur ekki endanlega fyrir en er áætlaður ríflega 30 milljónir króna. RÚV situr sem sagt ekki eitt um hituna, símafyrirtækin taka sinn skerf. „Þess vegna segjum við tekjuhluti RÚV, því þetta skiptist milli okkar og símafyrirtækja. Og svo er náttúrlega VSK-urinn. Vodafone sá um þetta fyrir okkur og svo rennur hluti hagnaðar til annarra fyrirtækja, þá þar sem þeir sem greiddu atkvæði eru í viðskiptum,“ segir Skarphéðinn. Eurovision Tengdar fréttir Friðrik Dór og María Ólafsdóttir mætast í einvígi Keppa um að verða framlag Íslendinga í Eurovision 14. febrúar 2015 21:29 Framkomubanninu var aflétt í ár Framkomubannið kvað á um að listamenn máttu ekki flytja lagið á opinberum vettvangi fyrir úrslitakvöldið í Söngvakeppninni. 12. febrúar 2015 10:00 María Ólafsdóttir fer í Eurovision Hafði betur gegn Friðriki Dór í einvíginu 14. febrúar 2015 22:09 Friðrik Dór sækir grunnskólana heim fyrir Eurovision Friðrik segir aðstandendur lagsins Í síðasta skipti hafa sent út boð á skólastjórnendur og spurt hvort þeir hefðu áhuga á að fá þá í heimsókn. 9. febrúar 2015 22:16 Sérfræðingarnir spá virkilega spennandi úrslitaþætti "Öll lögin í úrslitunum eru mjög sterk“ 14. febrúar 2015 18:53 Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Metþátttaka var í símakosningu í Söngvakeppni Sjónvarpsins um helgina þegar áhorfendur greiddu tæplega 170 þúsund atkvæði í gegnum símakosningu. „Ætli það hafi ekki mest með það að gera hversu tæpt þetta stóð. Það var mikil spenna,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar hjá RÚV ohf. Gamla metið var um 140 þúsund atkvæði en hafa undanfarin ár verið á milli 80 og 100 þúsund. Sjá einnig: María vann með 15.000 atkvæða mun. Hver um sig gat greitt eins mörg atkvæði og sá gat komið að á þeim tíma sem kosningin stóð yfir og eftir að fyrir lá hvaða tvö efstu lög voru efst, var kosningin endurtekin á þá á milli þeirra tveggja. Vísir hefur heimildir fyrir því að einn einstaklingur hafi greitt 100 atkvæði, sem þýðir að hann hefur greitt fyrir það 13 þúsund krónur. Sjálfsagt eru fleiri dæmi um slíka ákefð. Þá liggur fyrir að gamlir nemendur Verzlunarskólans létu mjög til sín taka í keppninni, tvö efstu lögin eiga ætt og uppruna að rekja þangað og víst er að vel heppnuð markaðssetning kom við sögu. Skarphéðinn segir það ekki þurfa að koma á óvart að Verzlunarskólanemar mæti sterkir til leiks: „Skólinn heldur stóra söngvakeppni sem heitir Verzló-vælið og svo hafa þau sett um mjög metnaðarfulla söngleiki í tengslum við nemendamótið. Þetta hefur vaxið mikið. Virðist sem þarna séu æfingabúðir fyrir hæfileikafólk á þessu sviði og virðist vera að skila sér með þessum hætti.“ Hvert atkvæði kostaði áhorfendur 129 krónur þannig að heildartekjur af þeim 168.762 atkvæðum sem voru greidd nema um 21,7 milljónum króna. Skarphéðinn segir tekjuhluta Ríkisútvarpsins af símakosningunni áætlaðan 9 milljónir króna og segir hann renna beint upp í kostnað við framleiðslu Söngvakeppninnar sem liggur ekki endanlega fyrir en er áætlaður ríflega 30 milljónir króna. RÚV situr sem sagt ekki eitt um hituna, símafyrirtækin taka sinn skerf. „Þess vegna segjum við tekjuhluti RÚV, því þetta skiptist milli okkar og símafyrirtækja. Og svo er náttúrlega VSK-urinn. Vodafone sá um þetta fyrir okkur og svo rennur hluti hagnaðar til annarra fyrirtækja, þá þar sem þeir sem greiddu atkvæði eru í viðskiptum,“ segir Skarphéðinn.
Eurovision Tengdar fréttir Friðrik Dór og María Ólafsdóttir mætast í einvígi Keppa um að verða framlag Íslendinga í Eurovision 14. febrúar 2015 21:29 Framkomubanninu var aflétt í ár Framkomubannið kvað á um að listamenn máttu ekki flytja lagið á opinberum vettvangi fyrir úrslitakvöldið í Söngvakeppninni. 12. febrúar 2015 10:00 María Ólafsdóttir fer í Eurovision Hafði betur gegn Friðriki Dór í einvíginu 14. febrúar 2015 22:09 Friðrik Dór sækir grunnskólana heim fyrir Eurovision Friðrik segir aðstandendur lagsins Í síðasta skipti hafa sent út boð á skólastjórnendur og spurt hvort þeir hefðu áhuga á að fá þá í heimsókn. 9. febrúar 2015 22:16 Sérfræðingarnir spá virkilega spennandi úrslitaþætti "Öll lögin í úrslitunum eru mjög sterk“ 14. febrúar 2015 18:53 Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Friðrik Dór og María Ólafsdóttir mætast í einvígi Keppa um að verða framlag Íslendinga í Eurovision 14. febrúar 2015 21:29
Framkomubanninu var aflétt í ár Framkomubannið kvað á um að listamenn máttu ekki flytja lagið á opinberum vettvangi fyrir úrslitakvöldið í Söngvakeppninni. 12. febrúar 2015 10:00
Friðrik Dór sækir grunnskólana heim fyrir Eurovision Friðrik segir aðstandendur lagsins Í síðasta skipti hafa sent út boð á skólastjórnendur og spurt hvort þeir hefðu áhuga á að fá þá í heimsókn. 9. febrúar 2015 22:16
Sérfræðingarnir spá virkilega spennandi úrslitaþætti "Öll lögin í úrslitunum eru mjög sterk“ 14. febrúar 2015 18:53