Davis Love III verður næsti liðsstjóri bandaríska Ryder-liðsins í golfi, samkvæmt heimildum Golf Channel. Frá þessu greinir ESPN.
Love III var liðsstjóri bandaríska liðsins á Medinah-vellinum árið 2012 þegar Evrópa vann ævintýralegan sigur eftir að vera 10-6 undir fyrir lokadaginn.
Hann verður annar maðurinn í röð sem stýrir liðinu í annað sinn á ferlinum, en Tom Watson var liðsstjóri bandaríska liðsins sem tapaði fyrir Evrópu í Skotlandi á síðasta ári.
Love III var í ellefu manna nefnd sem skipuð var eftir tapið gegn Evrópu 2012. Hún átti að finna nýjar leiðir til þess að velja liðsstjóra, aðstoðarmenn þeirra og hvernig liðið á að spila.
Fred Couples er sagður hafa komið til greina þar sem Bandaríkin hafa unnið Forsetabikarinn í þrígang undir hans stjórn, og þá voru Steve Stricker og Paul Azinger einnig nefndir til sögunnar. Bandaríkin unnu síðar árið 2008 undir stjórn Azinger.
