Knattspyrnumaðurinn Skúli Jón Friðgeirsson er genginn í raðir síns uppeldisfélags KR á nýjan leik, en hann skrifaði undir þriggja ára samning við vesturbæjarfélagið í dag.
Þetta hefur verið í pípunum í nokkrar vikur, en Skúli Jón er búinn að æfa með KR síðustu vikur og þá sagðist hann líklega vera á heimleið í viðtali við Fréttablaðið á dögunum.
Skúli Jón hefur hefur aðeins spilað með KR hér heima á ferlinum, en hann kom fyrst við sögu hjá liðinu í efstu deild árið 2005. Hann hefur í heildina spilað 125 leiki í deild og bikar fyrir KR-liðið og skorað í þeim fjögur mörk.
Þessi öflugi varnarmaður yfirgaf KR sem Íslands- og bikarmeistari 2011 og samdi við Elfsborg. Hann varð Svíþjóðarmeistari á fyrsta ári en kom ekki við sögu í mörgum leikjum.
Hann var lánaður til Gefle á síðasta tímabili þar sem hann fékk heldur ekki mikið að spila, en síðustu þrjú ár hjá honum í atvinnumennskunni hafa verið erfið.
Heimkoma hans er þó mikill liðsstyrkur fyrir KR-liðið, en hann var einn albesti varnarmaður Pepsi-deildarinnar þegar hann fór.
Hann var þá hluti af hinu firnasterka U21 árs landsliði Íslands sem fór á EM 2011 í Danmörku, en Skúli Jón á einnig að baki fjóra landsleiki fyrir Ísland. Þann síðasta spilaði hann árið 2012.
Skúli Jón samdi við KR til þriggja ára
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn




