Stemningin á HM hestamanna er engri lík 18. febrúar 2015 13:00 Pjetur Pjetursson formaður landsliðsnefndar Landssambands hestamannafélaga. „Heimsmeistaramót íslenska hestsins er einn glæsilegasti Íslandstengdi viðburður á erlendri grundu sem við getum öll verið stolt af,“ segir Pjetur Pjetursson, formaður landsliðsnefndar Landssambands hestamanna. Heimsmeistaramót íslenska hestsins verður haldið í Herning í Danmörku 2. til 10. ágúst. Íslenskir hestamenn hafa margir hverjir farið á HM og þekkja vel þá frábæru stemningu sem er engri annarri lík og fjölmargir sem ætla ekki að láta HM í Herning fram hjá sér fara í ár. Íslenska liðið hefur sýnt frábæran árangur síðastliðin ár á mótinu. Til að tryggja að svo verði áfram er nauðsynlegt að tjalda öllu til og Pjetur segir því allan stuðning mikilvægan. Úrval Útsýn er dyggur stuðningsaðili landsliðsnefndarinnar. Ferðaskrifstofan býður upp á ferðir á HM í Herning en af hverjum seldum miða á mótið rennur ákveðin upphæð til landsliðsins. „Það er kostnaðarsamt að senda út knapa og hesta á HM og undirbúningurinn kostar sitt. Þessi stuðningur Úrval Útsýn við landsliðið er því gríðarlega mikilvægur.“Miðar á besta stað „Úrval - Úrval Útsýn hefur tryggt sér miða á besta stað í „Íslendingastúkunni”. Mikið hefur verið bókað og nú ætlar Úrval-Útsýn að bæta við ferð sem gengur út á að flogið er á Hamborg í Þýskalandi og keyrt þaðan upp til Herning. Á leiðinni er gist á góðu hóteli, snæddur kvöldverður, komið við á Víkingasafni og kastali skoðaður áður en komið er til Herning og fylgst með mótinu,“ segir Jónína Birna Björnsdóttir markaðsstjóri hjá Úrval Útsýn og bætir við að þetta sé afar spennandi ferð með skemmtilegum hestaunnendum.Áhugamannadeild Spretts Úrval Útsýn er einnig styrktaraðili nýrrar áhugamannadeildar Spretts. Um er að ræða nýja keppnisröð að fyrirmynd Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum en fyrir áhugamenn í hestamennsku. „Mikill áhugi er fyrir þessari deild sem hefur verið frábærlega sótt af áhorfendum enda öll aðstaða í reiðhöll Spretts til fyrirmyndar,“ segir Jónína. Fyrsta keppniskvöldið, þann 5. febrúar, kepptu fjórtán lið og 700-800 áhorfendur fylgdust með. Næsta keppniskvöld í mótaröðinni verður haldið í kvöld, miðvikudaginn 18. febrúar. Þá verður keppt í fimmgangi. „Úrval Útsýn er aðalstyrktaraðili þess kvölds og er til marks um langa og farsæla samvinnu okkar við Landssamband hestamannafélaga,“ segir Jónína. Hestar Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Fermingardagurinn er stór dagur Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ 43 ára kvikmyndasaga kvödd Draumaferðin gæti verið nær en þú heldur Hyalúrónsýra, kraftaverkaefni nútímans Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Sjá meira
„Heimsmeistaramót íslenska hestsins er einn glæsilegasti Íslandstengdi viðburður á erlendri grundu sem við getum öll verið stolt af,“ segir Pjetur Pjetursson, formaður landsliðsnefndar Landssambands hestamanna. Heimsmeistaramót íslenska hestsins verður haldið í Herning í Danmörku 2. til 10. ágúst. Íslenskir hestamenn hafa margir hverjir farið á HM og þekkja vel þá frábæru stemningu sem er engri annarri lík og fjölmargir sem ætla ekki að láta HM í Herning fram hjá sér fara í ár. Íslenska liðið hefur sýnt frábæran árangur síðastliðin ár á mótinu. Til að tryggja að svo verði áfram er nauðsynlegt að tjalda öllu til og Pjetur segir því allan stuðning mikilvægan. Úrval Útsýn er dyggur stuðningsaðili landsliðsnefndarinnar. Ferðaskrifstofan býður upp á ferðir á HM í Herning en af hverjum seldum miða á mótið rennur ákveðin upphæð til landsliðsins. „Það er kostnaðarsamt að senda út knapa og hesta á HM og undirbúningurinn kostar sitt. Þessi stuðningur Úrval Útsýn við landsliðið er því gríðarlega mikilvægur.“Miðar á besta stað „Úrval - Úrval Útsýn hefur tryggt sér miða á besta stað í „Íslendingastúkunni”. Mikið hefur verið bókað og nú ætlar Úrval-Útsýn að bæta við ferð sem gengur út á að flogið er á Hamborg í Þýskalandi og keyrt þaðan upp til Herning. Á leiðinni er gist á góðu hóteli, snæddur kvöldverður, komið við á Víkingasafni og kastali skoðaður áður en komið er til Herning og fylgst með mótinu,“ segir Jónína Birna Björnsdóttir markaðsstjóri hjá Úrval Útsýn og bætir við að þetta sé afar spennandi ferð með skemmtilegum hestaunnendum.Áhugamannadeild Spretts Úrval Útsýn er einnig styrktaraðili nýrrar áhugamannadeildar Spretts. Um er að ræða nýja keppnisröð að fyrirmynd Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum en fyrir áhugamenn í hestamennsku. „Mikill áhugi er fyrir þessari deild sem hefur verið frábærlega sótt af áhorfendum enda öll aðstaða í reiðhöll Spretts til fyrirmyndar,“ segir Jónína. Fyrsta keppniskvöldið, þann 5. febrúar, kepptu fjórtán lið og 700-800 áhorfendur fylgdust með. Næsta keppniskvöld í mótaröðinni verður haldið í kvöld, miðvikudaginn 18. febrúar. Þá verður keppt í fimmgangi. „Úrval Útsýn er aðalstyrktaraðili þess kvölds og er til marks um langa og farsæla samvinnu okkar við Landssamband hestamannafélaga,“ segir Jónína.
Hestar Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Fermingardagurinn er stór dagur Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ 43 ára kvikmyndasaga kvödd Draumaferðin gæti verið nær en þú heldur Hyalúrónsýra, kraftaverkaefni nútímans Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Sjá meira