Luis Figo vill stækka HM í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2015 15:30 Luis Figo á Wembley í dag. Vísir/Getty Luis Figo, hefur kynnt betur framboð sitt til forseta FIFA, en þessi fyrrum dýrasti og besti knattspyrnamaður í heimi ætlar að reyna að steypa Sepp Blatter af stóli. Luis Figo vill meðal annars stækka heimsmeistarakeppnina, endurvekja gömlu rangstöðuregluna og auka möguleika dómara á því að nýta sér tæknina. Luis Figo hélt blaðamannafund á Wembley í dag þar sem kynnti hvaða málefni eiga að skila honum sigri í forsetaframboðinu á móti Ali Bin Al Hussein prins, Michael van Praag og Sepp Blatter. Figo ætlar ennfremur að deila út hluta af varasjóði FIFA til aðildarlanda sinna en Alþjóðaknattspyrnusambandið er stærsta sambandið í íþróttaheiminum. Ísland ætti meiri möguleika á því að komast á HM ef keppnin stækkar en íslenska liði komst alla leið í umspil í síðustu keppni. Þrír kostir eru í stöðunni fyrir framtíðafyrirkomulag HM í fótbolta. Í fyrsta lagi að halda núverandi fyrirkomulagi með 32 liðum, í öðru lagi að fjölga í 40 lið og í þriðja lagi að fjölga í 48 lið og skipta keppninni í tvennt og hafa síðan sér útsláttarkeppni í lokin. Menn eins og Jose Mourinho og David Beckham hafa lýst yfir stuðningi við hinn 42 ára gamla Figo sem hefur sjálfur talað um að hreinsa til og endurvekja traust fólks á sambandinu. „Ég er ekki maður sem situr aðgerðalaus til hliðar og neita að skipta mér að. Ég vil sjá öðruvísi leiðtogastefnu hjá FIFA og fá meiri sýnileika, meiri samvinnu og meiri samstöðu," sagði Luis Figo. „Ég er heppinn að vera frjáls maður. Ég skulda engum neitt. Þess vegna á ég möguleika á því að starfa sem forseti fyrir fólkið. Fótboltinn er í mínu blóði og ég er tilbúinn að berjast fyrir breytingum innan FIFA," sagði Figo. FIFA Fótbolti Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Sjá meira
Luis Figo, hefur kynnt betur framboð sitt til forseta FIFA, en þessi fyrrum dýrasti og besti knattspyrnamaður í heimi ætlar að reyna að steypa Sepp Blatter af stóli. Luis Figo vill meðal annars stækka heimsmeistarakeppnina, endurvekja gömlu rangstöðuregluna og auka möguleika dómara á því að nýta sér tæknina. Luis Figo hélt blaðamannafund á Wembley í dag þar sem kynnti hvaða málefni eiga að skila honum sigri í forsetaframboðinu á móti Ali Bin Al Hussein prins, Michael van Praag og Sepp Blatter. Figo ætlar ennfremur að deila út hluta af varasjóði FIFA til aðildarlanda sinna en Alþjóðaknattspyrnusambandið er stærsta sambandið í íþróttaheiminum. Ísland ætti meiri möguleika á því að komast á HM ef keppnin stækkar en íslenska liði komst alla leið í umspil í síðustu keppni. Þrír kostir eru í stöðunni fyrir framtíðafyrirkomulag HM í fótbolta. Í fyrsta lagi að halda núverandi fyrirkomulagi með 32 liðum, í öðru lagi að fjölga í 40 lið og í þriðja lagi að fjölga í 48 lið og skipta keppninni í tvennt og hafa síðan sér útsláttarkeppni í lokin. Menn eins og Jose Mourinho og David Beckham hafa lýst yfir stuðningi við hinn 42 ára gamla Figo sem hefur sjálfur talað um að hreinsa til og endurvekja traust fólks á sambandinu. „Ég er ekki maður sem situr aðgerðalaus til hliðar og neita að skipta mér að. Ég vil sjá öðruvísi leiðtogastefnu hjá FIFA og fá meiri sýnileika, meiri samvinnu og meiri samstöðu," sagði Luis Figo. „Ég er heppinn að vera frjáls maður. Ég skulda engum neitt. Þess vegna á ég möguleika á því að starfa sem forseti fyrir fólkið. Fótboltinn er í mínu blóði og ég er tilbúinn að berjast fyrir breytingum innan FIFA," sagði Figo.
FIFA Fótbolti Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Sjá meira