Brasilíski bardagamaðurinn Anderson Silva sneri aftur í búrið í gær í fyrsta sinn síðan hann fótbrotnaði illa í bardaga gegn Chris Weidman 28. desember 2013.
Mótherji hans í aðalbardaga UFC 183 í nótt - sem fór fram í MGM Grand Garden Arena í Las Vegas - var Bandaríkjamaðurinn Nick Diaz en tæp tvö ár voru liðin síðan hann keppti síðast og þrjú ár síðan hann vann síðast bardaga.
Diaz tókst ekki að bæta úr því í nótt því hinn 39 ára gamli Silva hrósaði sigri á dómaraákvörðun eftir fimm lotur.
Silva hefur nú unnið 34 bardaga og tapað sex á ferli sínum en hann er oft talinn einn sá besti, ef ekki besti, bardagamaður sögunnar. Hann varði m.a. beltið sitt í millivigt í tíu skipti sem enginn annar hefur afrekað í sögu UFC.
SIlva fagnaði sigri í endurkomunni

Tengdar fréttir

Anderson Silva snýr aftur
Tvær goðsagnir snúa aftur í búrið eftir langa fjarveru í aðalbardaga UFC 183. Framundan er bardagi milli Anderson Silva og Nick Diaz.