Söfnuðu gulli í Þrándheimi 3. febrúar 2015 18:30 Daníel Jens og Ingibjörg Erla. mynd/aðsend Íslenskr taekwondo-fólk stóð sig vel í Noregi um síðustu helgi og unnu til fjölda verðlauna á Norðurlandamótinu sem haldið var í Þrándheimi. Alls fóru 25 keppendur frá Íslandi og unnu þeir til 6 gullverðlauna, 10 silfurverðlauna og 6 bronsverðlauna. Ástrós Brynjarsdóttir úr Keflavík og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir frá Selfossi vörðu báðar Norðurlandameistaratitla sína í greininni. Ingibjörg Erla varð Norðurlandameistari í fimmta sinn, nokkuð sem fáir ef nokkrir hafa leikið eftir og sannar það svo ekki sé um villst að hún er ein besta taekwondokona Evrópu um þessar mundir. Ástrós vann sinn þriðja Norðurlandameistaratitil í röð, þrátt fyrir ungan aldur. Ástrós vann það einstaka afrek að hreppa gullverðlaun bæði í bardaga og formum og er afar sjaldgæft að keppendur sem komnir eru svo langt í íþróttinni skuli skara fram úr í báðum hlutum hennar. Ennfremur varð Ástrós fyrst íslenskra kvenna til að verða Norðurlandameistari í formum. Annar Keflvíkingur, Ágúst Kristinn Eðvarðsson, vann sinn þriðja Norðurlandameistaratitil í bardaga og það rétt rúmlega tveimur vikum eftir að hafa verið valinn taekwondokeppandi Reykjavik International Games 2015. Þessi ungi keppandi á svo sannarlega bjarta framtíð fyrir sér í íþróttinni og er nánast ósigrandi í sínum flokki. Daníel Jens Pétursson frá Selfossi varð Norðurlandameistari með fáheyrðum yfirburðum. Hann vann bardaga sína með miklum mun, og var undanúrslitabardaginn hjá Daníel stöðvaður í þriðju lotu vegna yfirburða hans. Daníel sannaði þar enn eina ferðina að hann er öflugasti taekwondomaður Íslands, enda nýkrýndur RIG meistari. Gunnar Snorri Svanþórsson, frá Selfossi, vann einnig sinn flokk með miklum yfirburðum, og var undanúrslitabardagi hans stöðvaður í þriðju lotu, líkt og bardagi Daníels, liðsfélaga hans hjá Selfossi, vegna yfirburða. Íslendingar áttu gríðarlega góðu gengi að fagna á NM sem haldið var í Keflavík árið 2014 og fylgdu því svo sannarlega vel eftir á þessu móti hjá nágrönnum okkar í Noregi. Íþróttin hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár og fjölmargir einstaklega efnilegir keppendur hafa litið dagsins ljós sem sett hafa stefnuna á Ólympíuleika í framtíðinni.Íslenski hópurinn.mynd/aðsend MMA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Sjá meira
Íslenskr taekwondo-fólk stóð sig vel í Noregi um síðustu helgi og unnu til fjölda verðlauna á Norðurlandamótinu sem haldið var í Þrándheimi. Alls fóru 25 keppendur frá Íslandi og unnu þeir til 6 gullverðlauna, 10 silfurverðlauna og 6 bronsverðlauna. Ástrós Brynjarsdóttir úr Keflavík og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir frá Selfossi vörðu báðar Norðurlandameistaratitla sína í greininni. Ingibjörg Erla varð Norðurlandameistari í fimmta sinn, nokkuð sem fáir ef nokkrir hafa leikið eftir og sannar það svo ekki sé um villst að hún er ein besta taekwondokona Evrópu um þessar mundir. Ástrós vann sinn þriðja Norðurlandameistaratitil í röð, þrátt fyrir ungan aldur. Ástrós vann það einstaka afrek að hreppa gullverðlaun bæði í bardaga og formum og er afar sjaldgæft að keppendur sem komnir eru svo langt í íþróttinni skuli skara fram úr í báðum hlutum hennar. Ennfremur varð Ástrós fyrst íslenskra kvenna til að verða Norðurlandameistari í formum. Annar Keflvíkingur, Ágúst Kristinn Eðvarðsson, vann sinn þriðja Norðurlandameistaratitil í bardaga og það rétt rúmlega tveimur vikum eftir að hafa verið valinn taekwondokeppandi Reykjavik International Games 2015. Þessi ungi keppandi á svo sannarlega bjarta framtíð fyrir sér í íþróttinni og er nánast ósigrandi í sínum flokki. Daníel Jens Pétursson frá Selfossi varð Norðurlandameistari með fáheyrðum yfirburðum. Hann vann bardaga sína með miklum mun, og var undanúrslitabardaginn hjá Daníel stöðvaður í þriðju lotu vegna yfirburða hans. Daníel sannaði þar enn eina ferðina að hann er öflugasti taekwondomaður Íslands, enda nýkrýndur RIG meistari. Gunnar Snorri Svanþórsson, frá Selfossi, vann einnig sinn flokk með miklum yfirburðum, og var undanúrslitabardagi hans stöðvaður í þriðju lotu, líkt og bardagi Daníels, liðsfélaga hans hjá Selfossi, vegna yfirburða. Íslendingar áttu gríðarlega góðu gengi að fagna á NM sem haldið var í Keflavík árið 2014 og fylgdu því svo sannarlega vel eftir á þessu móti hjá nágrönnum okkar í Noregi. Íþróttin hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár og fjölmargir einstaklega efnilegir keppendur hafa litið dagsins ljós sem sett hafa stefnuna á Ólympíuleika í framtíðinni.Íslenski hópurinn.mynd/aðsend
MMA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Sjá meira