Ný plata Bjarkar óvænt komin út Bjarki Ármannsson skrifar 20. janúar 2015 19:50 Plötuumslag Vulnicura er glæsilegt eins og Bjarkar er von og vísa. Vulnicura, nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, kemur út á netverslun iTunes um heim allan nú á næsta sólarhringnum. Jafnframt fá aðdáendur að sjá umslag plötunnar í fyrsta sinn. Björk greindi í kvöld frá þessum óvæntu tíðindum á heimasíðu sinni og á samfélagsmiðlum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og líkja sumir miðlar útgáfunni við óvænta plötuútgáfu Beyoncé fyrir rúmu ári. Í skilaboðunum sem Björk skrifaði til aðdáenda sinna og lesa má hér neðar í fréttinni lýsir hún gerð plötunnar og eys lofi á samstarfsmenn sína. Hún segir meðal annars að Vulnicura hafi í fyrstu einkennst af ástarsorg, þrjú lög hafi verið samin rétt fyrir skilnað og þrjú þeirra rétt eftir. Hún voni þó að lögin muni nýtast fólki sem er að jafna sig eftir svipaðar aðstæður. Björk tilkynnti í síðustu viku að von værri á nýrri plötu í mars. Mögulega hefur það haft eitthvað að gera með ákvörðunina um að gefa Vulnicura fyrr út að henni var lekið á netið fyrir tveimur dögum. Þetta er fyrsta platan sem Björk sendir frá sér frá því að Biophilia kom út árið 2011 við frábærar undirtektir. Vulnicura kemur út á geisladisk og vínyl í mars, líkt og ráðgert var. Björk mun einnig halda nokkra tónleika í New York í vor. Innlegg frá Björk. Tónlist Tengdar fréttir Nýjustu plötu Bjarkar lekið á netið Nýjasta platan frá Björk, Vulnicura, kemur út í mars en fram kemur í erlendum miðlum að plötunni hafi nú þegar verið lekið á netið. 18. janúar 2015 21:46 Ný plata Bjarkar nefnist Vulnicura Næsta plata Bjarkar kemur út í mars og nefnist Vulnicura. Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni. 14. janúar 2015 09:25 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Vulnicura, nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, kemur út á netverslun iTunes um heim allan nú á næsta sólarhringnum. Jafnframt fá aðdáendur að sjá umslag plötunnar í fyrsta sinn. Björk greindi í kvöld frá þessum óvæntu tíðindum á heimasíðu sinni og á samfélagsmiðlum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og líkja sumir miðlar útgáfunni við óvænta plötuútgáfu Beyoncé fyrir rúmu ári. Í skilaboðunum sem Björk skrifaði til aðdáenda sinna og lesa má hér neðar í fréttinni lýsir hún gerð plötunnar og eys lofi á samstarfsmenn sína. Hún segir meðal annars að Vulnicura hafi í fyrstu einkennst af ástarsorg, þrjú lög hafi verið samin rétt fyrir skilnað og þrjú þeirra rétt eftir. Hún voni þó að lögin muni nýtast fólki sem er að jafna sig eftir svipaðar aðstæður. Björk tilkynnti í síðustu viku að von værri á nýrri plötu í mars. Mögulega hefur það haft eitthvað að gera með ákvörðunina um að gefa Vulnicura fyrr út að henni var lekið á netið fyrir tveimur dögum. Þetta er fyrsta platan sem Björk sendir frá sér frá því að Biophilia kom út árið 2011 við frábærar undirtektir. Vulnicura kemur út á geisladisk og vínyl í mars, líkt og ráðgert var. Björk mun einnig halda nokkra tónleika í New York í vor. Innlegg frá Björk.
Tónlist Tengdar fréttir Nýjustu plötu Bjarkar lekið á netið Nýjasta platan frá Björk, Vulnicura, kemur út í mars en fram kemur í erlendum miðlum að plötunni hafi nú þegar verið lekið á netið. 18. janúar 2015 21:46 Ný plata Bjarkar nefnist Vulnicura Næsta plata Bjarkar kemur út í mars og nefnist Vulnicura. Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni. 14. janúar 2015 09:25 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Nýjustu plötu Bjarkar lekið á netið Nýjasta platan frá Björk, Vulnicura, kemur út í mars en fram kemur í erlendum miðlum að plötunni hafi nú þegar verið lekið á netið. 18. janúar 2015 21:46
Ný plata Bjarkar nefnist Vulnicura Næsta plata Bjarkar kemur út í mars og nefnist Vulnicura. Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni. 14. janúar 2015 09:25