Strax vinsæl: Plata Bjarkar í efsta sæti í 30 löndum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. janúar 2015 16:39 Vulnicura fer vel í fólk. Ný plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Vulnicura, hefur heldur betur slegið í gegn eftir að hún var óvænt sett á iTunes í gærkvöldi. Platan situr í efsta sæti yfir þær plötur sem eru á tónlistarveitunni í þrjátíu löndum, þrátt fyrir að hafa ekki verið á vefnum í sólarhring. Þetta má sjá á lista sem byggir á rauntíma upplýsingum frá iTunes. Björk situr meðal annars á toppnum í Bretlandi, Mexíkó, Brasilíu, Argentínu, Noregi, Rússlandi og Póllandi. Platan er einnig í öðru sæti í níu löndnum, þar á meðal í Frakklandi, Þýskalandi og Suður-Afríku. Platan hefur fengið mjög góða dóma. Blaðamaður breska miðilsins The Guardian segir Björk hafa sett sjálfa sig og umhverfisvitund sína aftur í forgrunn með plötunni. Hann segir að þetta sé mikilvægasta plata Bjarkar síðan árið 2001 og notar sterk lýsingarorð og segir að platan sé „særð, hrá og - það mikilvægasta af öllu - mannleg." Í gagnrýni miðilsins Irish Times fær Björk fjórar stjörnur fyrir plötuna. Þar segir að Björk hafi neyðst til að gefa plötuna út snemma, en að það hafi svo sannarlega verið sigur fyrir íslensku söngkonuna. Blaðamaður MTV segir plötuna vera magnaða. Hann segir plötuna hreinlega lama hlustandann. Hann segir plötuna vera lífræna en samt svo fjarlæga. Tónlist Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Ný plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Vulnicura, hefur heldur betur slegið í gegn eftir að hún var óvænt sett á iTunes í gærkvöldi. Platan situr í efsta sæti yfir þær plötur sem eru á tónlistarveitunni í þrjátíu löndum, þrátt fyrir að hafa ekki verið á vefnum í sólarhring. Þetta má sjá á lista sem byggir á rauntíma upplýsingum frá iTunes. Björk situr meðal annars á toppnum í Bretlandi, Mexíkó, Brasilíu, Argentínu, Noregi, Rússlandi og Póllandi. Platan er einnig í öðru sæti í níu löndnum, þar á meðal í Frakklandi, Þýskalandi og Suður-Afríku. Platan hefur fengið mjög góða dóma. Blaðamaður breska miðilsins The Guardian segir Björk hafa sett sjálfa sig og umhverfisvitund sína aftur í forgrunn með plötunni. Hann segir að þetta sé mikilvægasta plata Bjarkar síðan árið 2001 og notar sterk lýsingarorð og segir að platan sé „særð, hrá og - það mikilvægasta af öllu - mannleg." Í gagnrýni miðilsins Irish Times fær Björk fjórar stjörnur fyrir plötuna. Þar segir að Björk hafi neyðst til að gefa plötuna út snemma, en að það hafi svo sannarlega verið sigur fyrir íslensku söngkonuna. Blaðamaður MTV segir plötuna vera magnaða. Hann segir plötuna hreinlega lama hlustandann. Hann segir plötuna vera lífræna en samt svo fjarlæga.
Tónlist Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira